165. fundur 10. október 2022 kl. 17:00 - 20:10 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Fundurinn hófst með heimsókn í Leikskólann Sólvelli.
Formaður bauð fundarfólk velkomið.

Að heimsókn lokinni var fundi framhaldið í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti Leikskólann Sólvelli og hitti þar deildarstjórana Hrafnhildi Bárðardóttur á músadeild, Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur ugludeild og Gyðu Rós Freysdóttur drekadeild.

Húsnæði og aðstaða leikskólans var skoðuð í fylgd deildarstjóranna og rætt um starf leikskólans, einkum m.t.t. aðstöðu.

Ennfremur var gengið um lóð leikskólans og skoðuð aðstaða yngri og eldri barna, sem er tvískipt á lóðinni.

Fram kom að yngstu börnum mun fjölga í leikskólanum á komandi ári, einkum í janúar til júlí. Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi hafa fundað með stjórnendum leikskólans og verið er að skoða hvaða valkostir eru til þess að breyta eða auka rými þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda barna, svo vel sé.

Fjöldi barna í árgöngum er, eðli máls samkvæmt, mismunandi eftir árum. Fram kom hjá deildarstjórunum að sl. vor hafi verið tekin sú ákvörðun að halda fjölda yngstu barnanna, þ.e. á músadeild, stöðugum í staðinn fyrir að ætla að láta deildina stækka og minnka til skiptis, eftir fjölda barna í árgöngum. Þannig myndu þá elstu börn á músadeild hverju sinni færast upp á ugludeild, eftir því sem taka þyrfti inn fleiri yngri börn á músadeild. Hið sama gildir þá um að elstu börn á ugludeild myndu samhliða færast upp á drekadeild.
Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við þetta fyrirkomulag.

Rætt um möguleika til að bregðast við auknum fjölda barna í leikskólanum, en ljóst er að sú staða felur í sér töluverðar áskoranir, bæði hvað varðar rými en ekki síður mönnun. Málið er áfram til skoðunar hjá nefndinni, í samræmi við umræður fundarins og í samráði við stjórnendur.

Undir þessum lið sögðu bæjarstjóri og formaður frá erindi sem þeim barst frá foreldri um viku seinkun á inntöku barns. Samkvæmt inntökureglum leikskólans er það í verkahring leikskólastjóra að úthluta börnum leikskólavist. Leitað var eftir skýringum leikskólastjóra og voru ástæður seinkunar einkum ófyrirséð veikindaleyfi starfsfólks.

2.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi að endurskoðun skólastefnu/gerð menntastefnu bæjarins.
Í samtölum bæjarstjóra við Ásgarð, skólaráðgjafa, hefur komið fram sú skoðun þeirra að gott sé að miða við að vinnan hefjist í byrjun árs 2023.

Skólanefnd leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir fjármunum til þessarar vinnu í fjárhagsáætlun 2023.

3.Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Farið gróflega yfir helstu málaflokka sem undir skólanefnd heyra m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2023.

Skólanefnd mun funda áður en lokið verður við gerð fjárhagsáætlunar og mun fá til sín tillögur um fjárfestingar þeirra stofnana sem undir hana heyra.

Nefndin vonast til að bæjarstjórn taki vel í óskir skólastjórnenda varðandi þarfir skólanna í fjárhagsáætlun 2023.

4.Menntamálastofnun - Ytra mat á leikskólum árið 2023

Málsnúmer 2210006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Menntamálastofnunar þar sem fram kemur að stofnunin muni framkvæma ytra mat á leikskólum árið 2023, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit.

Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að láta fara fram ytra mat á starfi leikskóla.

Í slíku mati felst að utanaðkomandi aðilar leggja mat á starfsemi viðkomandi leikskóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Það verður m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við börn, starfsfólk leikskóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar, eins og segir í bréfi Menntamálastofnunar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

Umsóknir um ytra mat skulu berast Menntamálastofnun frá sveitarstjórnum fyrir 5. nóvember 2022.

Einungis takmarkaður fjöldi leikskóla er tekinn út árlega og þurfa sveitarfélög að rökstyðja þörf á úttekt.

Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hefði á síðasta kjörtímabili sótt um að fá ytra mat á leikskóla, en ekki komist að.

Skólanefnd leggur til að sótt verði um úttekt nú, þar sem í niðurstöðum úttektar felist gagnlegar niðurstöður og upplýsingar sem gott og þarft sé að vinna með í faglegu starfi leikskólans, sem að mörgu leyti er á tímamótum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:10.