Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla sat þennan lið í fjarfundi, Elísabet Kristín Atladóttir sem fulltrúi foreldra (úr foreldraráði) og Kristín Alma Sigmarsdóttir sem fulltrúi kennara/starfsfólks leikskólans.
Voru þær boðnar velkomnar á fundinn.
Gestir
- Margrét Sif Sævarsdóttir, skólastjóri leikskólans - mæting: 20:00
- Elísabet Kristín Atladóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna - mæting: 20:00
- Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskólans - mæting: 20:00
Einnig lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra um breytingu á skóladagatalinu sem gerð er með hliðsjón af breytingu á skóladagatali Eldhamra, hvað varðar opnunartíma í Dymbilviku.
Farið var yfir skóladagatalið, m.a. með hliðsjón af fyrri umræðu skólanefndar.
Í ljósi þeirrar vinnu sem farið hefur fram síðustu mánuði við að styrkja innra starf leikskólans - og halda þarf áfram á komandi vetri - þá samþykkir skólanefnd óskir um sex starfsdaga leikskólans á komandi skólaári. Einn starfsdagur er sérstaklega ætlaður í endurmenntunarferð leikskólastarfsfólks til útlanda í apríl 2023, en þar er um að ræða ferð sem frestað var sl. vor.
Í ljósi þess að fyrir dyrum stendur að endurskoða skólastefnu Grundarfjarðarbæjar leggur skólanefnd til að í þeirri vinnu verði farið yfir starfsdaga og fleira sem snertir samræmingu milli leikskóladeildar og leikskóla.
Nefndin óskar eftir því að skólastjórar leik- og grunnskóla leitist við að samræma starfsdaga sína í marsmánuði 2023 og er bæjarstjóra falið að leita eftir breytingum á skóladagatali skólanna, með samtali við skólastjórana.
Skóladagatal leikskólans samþykkt samhljóða með framangreindum fyrirvörum.