Málsnúmer 2207006

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 163. fundur - 04.07.2022

Leikskólastjóri átti ekki kost á að sitja fundinn. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir sat þennan dagskrárlið í fjarfundi sem fulltrúi foreldra leikskólabarna og var hún boðin velkomin á fundinn.
Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal Leikskólans Sólvalla, með breytingum frá umræðu sem fram fór á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.
Einnig lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra um breytingu á skóladagatalinu sem gerð er með hliðsjón af breytingu á skóladagatali Eldhamra, hvað varðar opnunartíma í Dymbilviku.

Farið var yfir skóladagatalið, m.a. með hliðsjón af fyrri umræðu skólanefndar.

Í ljósi þeirrar vinnu sem farið hefur fram síðustu mánuði við að styrkja innra starf leikskólans - og halda þarf áfram á komandi vetri - þá samþykkir skólanefnd óskir um sex starfsdaga leikskólans á komandi skólaári. Einn starfsdagur er sérstaklega ætlaður í endurmenntunarferð leikskólastarfsfólks til útlanda í apríl 2023, en þar er um að ræða ferð sem frestað var sl. vor.

Í ljósi þess að fyrir dyrum stendur að endurskoða skólastefnu Grundarfjarðarbæjar leggur skólanefnd til að í þeirri vinnu verði farið yfir starfsdaga og fleira sem snertir samræmingu milli leikskóladeildar og leikskóla.

Nefndin óskar eftir því að skólastjórar leik- og grunnskóla leitist við að samræma starfsdaga sína í marsmánuði 2023 og er bæjarstjóra falið að leita eftir breytingum á skóladagatali skólanna, með samtali við skólastjórana.

Skóladagatal leikskólans samþykkt samhljóða með framangreindum fyrirvörum.

Gestir

  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra - mæting: 18:00

Skólanefnd - 165. fundur - 10.10.2022

Skólanefnd heimsótti Leikskólann Sólvelli og hitti þar deildarstjórana Hrafnhildi Bárðardóttur á músadeild, Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur ugludeild og Gyðu Rós Freysdóttur drekadeild.

Húsnæði og aðstaða leikskólans var skoðuð í fylgd deildarstjóranna og rætt um starf leikskólans, einkum m.t.t. aðstöðu.

Ennfremur var gengið um lóð leikskólans og skoðuð aðstaða yngri og eldri barna, sem er tvískipt á lóðinni.

Fram kom að yngstu börnum mun fjölga í leikskólanum á komandi ári, einkum í janúar til júlí. Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi hafa fundað með stjórnendum leikskólans og verið er að skoða hvaða valkostir eru til þess að breyta eða auka rými þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda barna, svo vel sé.

Fjöldi barna í árgöngum er, eðli máls samkvæmt, mismunandi eftir árum. Fram kom hjá deildarstjórunum að sl. vor hafi verið tekin sú ákvörðun að halda fjölda yngstu barnanna, þ.e. á músadeild, stöðugum í staðinn fyrir að ætla að láta deildina stækka og minnka til skiptis, eftir fjölda barna í árgöngum. Þannig myndu þá elstu börn á músadeild hverju sinni færast upp á ugludeild, eftir því sem taka þyrfti inn fleiri yngri börn á músadeild. Hið sama gildir þá um að elstu börn á ugludeild myndu samhliða færast upp á drekadeild.
Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við þetta fyrirkomulag.

Rætt um möguleika til að bregðast við auknum fjölda barna í leikskólanum, en ljóst er að sú staða felur í sér töluverðar áskoranir, bæði hvað varðar rými en ekki síður mönnun. Málið er áfram til skoðunar hjá nefndinni, í samræmi við umræður fundarins og í samráði við stjórnendur.

Undir þessum lið sögðu bæjarstjóri og formaður frá erindi sem þeim barst frá foreldri um viku seinkun á inntöku barns. Samkvæmt inntökureglum leikskólans er það í verkahring leikskólastjóra að úthluta börnum leikskólavist. Leitað var eftir skýringum leikskólastjóra og voru ástæður seinkunar einkum ófyrirséð veikindaleyfi starfsfólks.

Skólanefnd - 167. fundur - 14.12.2022

Gestir fundarins voru boðnir velkomnir.
Ingibjörg leikskólastjóri sagði frá því hvað væri brýnast í leikskólastarfinu núna. Ingibjörg, Gunnþór og Erla sögðu ennfremur frá vinnu við markvissa uppbyggingu á innra starfi í leikskólanum, en sl. vor byrjaði skólinn að innleiða gæðaviðmið um leikskólastarf. Gæðaviðmið eru eins konar uppskrift að góðu leikskólastarfi sem hver skóli gerir að sínum. Gæðaráð hefur verið skipað, en í því sitja m.a. fulltrúar foreldra og starfsfólks. Gæðaráð kemur m.a. að innra mati á leikskólastarfi.

Rætt var sérstaklega um inntöku nýrra barna á fyrri hluta næsta árs. Ingibjörg leikskólastjóri sagði frá því að sótt hefur verið um leikskóladvöl fyrir um 10-12 börn sem verða eins árs, á vorönn 2023. Þar er um að ræða umtalsverða fjölgun barna á þessum aldri.
Rætt var um aðstöðu, mönnun og fyrirkomulag til að mæta þessum umsóknum og fóru Ingibjörg og Gunnþór yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað undanfarið milli skólastjórnenda um leiðir í þessum efnum. Bæjarstjóri sagði frá skoðun á aðstöðumálum og kostnaði.

Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi vinnu sem miðar að því að geta tekið sem flest eins árs börn inn, í samræmi við óskir foreldra.

Bæjarstjóri sagði frá því að unnið er að breytingum í eldhúsmálum/mötuneyti leikskólans.

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 18:00
  • Margrét Sif Sævarsdóttir, verðandi leikskólastjóri - mæting: 18:00
  • Ingibjörg E. Þórarinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri - mæting: 18:00
  • Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 18:00

Skólanefnd - 168. fundur - 29.03.2023

Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla sat þennan lið í fjarfundi, Elísabet Kristín Atladóttir sem fulltrúi foreldra (úr foreldraráði) og Kristín Alma Sigmarsdóttir sem fulltrúi kennara/starfsfólks leikskólans.

Voru þær boðnar velkomnar á fundinn.
Margrét Sif skólastjóri Leikskólans Sólvalla sagði frá því helsta úr skólastarfinu að undanförnu:

- Inntaka nýrra barna, 12 mánaða, hefur gengið vel
- Aðlögun 5 ára barna gengið vel á Eldhömrum, en þar er um að ræða samstarf Sólvalla og Eldhamra.
- Starfsmannamál, leikskólastjóri sagði frá stöðu í starfsmannamálum, sem standa ágætlega núna.
- Breytingar sem gerðar voru á starfsemi eldhúss hafa mælst mjög vel fyrir. Leikskólastjóri leggur til að fyrirkomulag þetta verði einnig haft á komandi skólaári.
- Skóladagatal: leikskólastjóri er komin með drög að starfsáætlun/skóladagatali, sem þarf að samræma/vinna með skólastjóra grunnskólans.

Skólanefnd staðfestir breytingu á skóladagatali leikskólans, um að starfsdagur þann 19. apríl nk. falli niður og verði því almennur kennsludagur. Skólanefndin hafði áður gefið rafrænt samþykki og leikskólastjóri hefur kynnt foreldrum þessa breytingu.
Starfsdagurinn var ætlaður í námsferð erlendis, sem ekki er farin í ár en stefnt er að því að fara á næsta ári í staðinn.

Skólanefnd ræddi breytingar á vistunartíma barna og breytingar á gjaldskrá.
Leikskólastjóri leggur til að tekið verði upp 15 mínútna gjald, fyrir tímann frá 7:45-8:00 og 16:00-16:15. Hún vísar í að slíkt fyrirkomulag myndi auka verulega yfirsýn stjórnenda leikskólans og gera það að verkum að auðveldara verði að sjá þörf fyrir starfsfólk á þessum tíma. Slíkt fyrirkomulag er á mörgum leikskólum.
Rætt ítarlega og farið yfir mögulegt fyrirkomulag, kosti og galla.

Skólanefnd mælir með við bæjarstjórn að tekið verði upp það fyrirkomulag að foreldrar/forráðamenn geti valið um að hafa börn sín í auka korter fyrir og eftir reglulegan opnunartíma, sem er 8-16, og greiði þá sérstakt, hóflegt gjald fyrir þann tíma, sbr. gjaldskrá.

Gestir

  • Margrét Sif Sævarsdóttir, skólastjóri leikskólans - mæting: 20:00
  • Elísabet Kristín Atladóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna - mæting: 20:00
  • Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskólans - mæting: 20:00

Skólanefnd - 169. fundur - 31.05.2023

Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Katrín Elísdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið.

Tillaga leikskólastjóra um skóladagatal 2023-2024 lögð fram til afgreiðslu.
Foreldraráð hefur jafnframt fengið tillöguna til yfirferðar.

Dagatalið er samþykkt af skólanefnd en þó með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars. Tillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði lokaður þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks, á sama hátt og lagt er til vegna Eldhamra.

Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.

Umræða varð um hugmyndafræði styttingar ("Betri vinnutími") og útfærslu hennar, eins og hún birtist í skólastarfi, ekki síst í leikskóla, þar sem stytting í skólastarfinu er veruleg áskorun.

Gestir

  • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri leikskólans
  • Katrín Elísdóttir fulltrúi foreldra nemenda í leikskólanum