Skóladagatal leikskólans lagt fram til afgreiðslu.
Farið yfir skóladagatal Leikskólans Sólvalla, samhliða yfirferð yfir skóladagatal grunnskóla og Leikskóladeildarinnar Eldhamra, til samanburðar.
Starfsdagur er 12. ágúst og opnun eftir sumarleyfi 13. ágúst nk.
Haustfrí er 20.-22. október
Starfsdagur er 11. nóvember.
Lokað er á Þorláksmessu og jólafrí telst einnig fyrri hluta 24. des., 29. og 30. des., og fyrri hluta 31. des. og þann 2. janúar 2026.
Vetrarfrí er 26. og 27. febrúar, og starfsdagur 2. mars.
Í Dymbilviku er ekki lokað 30. mars, 31. mars og 1. apríl, en skráningardagar eða valkvæðir dagar (gjald taki mið af því).
Starfsdagar eru 13. og 15. maí, sitt hvorum megin við Uppstigningardag, en annar þeirra er auka-starfsdagur í ár vegna námsferðar til útlanda.
Hálfur starfsdagur er eftir hádegi föstudag 3. júlí 2026, og eftir þann dag hefst sumarleyfi.
Opnun aftur eftir sumarleyfi 12. ágúst 2026.
Rætt um fyrirkomulagið og reynslu af sambærilegu fyrirkomulagi á líðandi skólaári.
Skólanefnd samþykkir framlagt skóladagatal Leikskólans Sólvalla.
Því er beint til skólastjóra Grunnskóla, að uppfæra skóladagatal Eldhamra til samræmis við dagatal Sólvalla, að því leyti sem uppá vantar.
Leikskólastjóri fór yfir stöðu í starfsmannamálum, en börnum mun fækka á Sólvöllum í haust og verða þau tæplega 40 með haustinu. Eins og staðan er núna, eru starfsmenn of margir, en sú staða getur breyst.
Skóladagatal Leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram til afgreiðslu.
Rætt við Sigurð Gísla skólastjóra grunnskóla/Eldhamra í síma, við yfirferðina.
Farið yfir skóladagatalið samhliða yfirferð á skóladagatölum undir öðrum dagskrárliðum.
Skóladagatal Eldhamra samþykkt, með smávægilegum breytingum sem beint er til skólastjóra að gera, til samræmis við umræðu fyrr á fundinum.