181. fundur 12. maí 2025 kl. 17:00 - 18:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Skóladagatal leikskólans lagt fram til afgreiðslu.

Farið yfir skóladagatal Leikskólans Sólvalla, samhliða yfirferð yfir skóladagatal grunnskóla og Leikskóladeildarinnar Eldhamra, til samanburðar.

Starfsdagur er 12. ágúst og opnun eftir sumarleyfi 13. ágúst nk.
Haustfrí er 20.-22. október
Starfsdagur er 11. nóvember.
Lokað er á Þorláksmessu og jólafrí telst einnig fyrri hluta 24. des., 29. og 30. des., og fyrri hluta 31. des. og þann 2. janúar 2026.
Vetrarfrí er 26. og 27. febrúar, og starfsdagur 2. mars.
Í Dymbilviku er ekki lokað 30. mars, 31. mars og 1. apríl, en skráningardagar eða valkvæðir dagar (gjald taki mið af því).
Starfsdagar eru 13. og 15. maí, sitt hvorum megin við Uppstigningardag, en annar þeirra er auka-starfsdagur í ár vegna námsferðar til útlanda.
Hálfur starfsdagur er eftir hádegi föstudag 3. júlí 2026, og eftir þann dag hefst sumarleyfi.
Opnun aftur eftir sumarleyfi 12. ágúst 2026.

Rætt um fyrirkomulagið og reynslu af sambærilegu fyrirkomulagi á líðandi skólaári.

Skólanefnd samþykkir framlagt skóladagatal Leikskólans Sólvalla.
Því er beint til skólastjóra Grunnskóla, að uppfæra skóladagatal Eldhamra til samræmis við dagatal Sólvalla, að því leyti sem uppá vantar.

Leikskólastjóri fór yfir stöðu í starfsmannamálum, en börnum mun fækka á Sólvöllum í haust og verða þau tæplega 40 með haustinu. Eins og staðan er núna, eru starfsmenn of margir, en sú staða getur breyst.

Skólastjóra var þakkað fyrir komuna og samtalið.

Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00

2.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Skóladagatal grunnskólans lagt fram til afgreiðslu.



Hringt var í Sigurð G. Guðjónsson skólastjóra grunnskóla við umræðu og afgreiðslu skóladagatalsins.
Farið yfir skóladagatalið samhliða yfirferð á skóladagatölum undir öðrum dagskrárliðum.

Skóladagatal grunnskólans samþykkt.



Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra

3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Skóladagatal Leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram til afgreiðslu.



Rætt við Sigurð Gísla skólastjóra grunnskóla/Eldhamra í síma, við yfirferðina.

Farið yfir skóladagatalið samhliða yfirferð á skóladagatölum undir öðrum dagskrárliðum.
Skóladagatal Eldhamra samþykkt, með smávægilegum breytingum sem beint er til skólastjóra að gera, til samræmis við umræðu fyrr á fundinum.

4.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Skóladagatal tónlistarskólans lagt fram til afgreiðslu.
Skóladagatal tónlistarskólans samþykkt.

5.FSS - Forvarnarstefna Snæfellsness

Málsnúmer 2505011Vakta málsnúmer

Drög að forvarnastefnu Snæfellsness, unnin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, lögð fram til umsagnar skólanefndar.

Skólanefnd lýsir ánægju sinni með framkomin drög að forvarnastefnu fyrir Snæfellsnes.


Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:35.