131. fundur 09. febrúar 2016 kl. 16:30 - 19:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá


Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

Áheyrnarfulltrúar undir lið 1:
Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Guðrún Hrönn Hjartardóttir fulltrúi foreldraráðs, boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúar undir lið 2:
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans, Anna Rafnsdóttir, fulltrúi foreldra og Unnur Birna Þórhallsdóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.

Áheyrnarfulltrúar undir lið 3:
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri tónlistarskólans. Linda María Nielsen, deildarstjóri boðaði forföll.


1.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir fór yfir skýrslu sína um leikskólann, sem unnin er í febrúar 2016. Þar kemur meðal annars fram að í leikskólanum eru 68 nemendur og stefnir í að börnin verði 70 í apríl nk. Starfsmenn alls eru 22, þar af eru 16 starfsmenn í beinni umönnun.
Starfsmannahald hefur verið erfitt og mikið álag hefur verið á starfsmönnum m.a., vegna veikinda.

Jafnframt gerði skólastjóri grein fyir hugmyndum um að heimsækja skóla í London, sem notar svokallaða Montessori stefnu.
Skólastjóri ræddi um fyrirkomulag ræstinga í skólanum og starf í eldhúsi. Skólastjóra er falið að vinna að úrlausn mála.

Skólanefnd Grundarfjarðar telur ekki tímabært að senda starfsmenn frá leikskólanum Sólvöllum til London til þess að kynna sér Montessori stefnu.

2.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og starfsemi skólans og svaraði fyirspurnum nefndarmanna.
Litlar sem engar breytingar eru á starfsmannahaldi skólans og nemendafjöldi er 92.
Skólastjóri gerði síðan sérstaka grein fyrir samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Alls þreyttu 35 nemendur samræmd könnunarpróf í grunnskóla Grundarfjarðar. Ennfremur var gerð grein fyrir læsisstefnu, skólapúlsi, umbótaáætlun ofl.
Námsstefna Kennarafélags Vesturlands verður í Grundarfirði 30. sept. nk.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir skýrslu og starfsemi skólans. Gerði hann einnig grein fyrir góðu samstarfi milli grunnskólans og tónlistarskólans.
Stefnt er að vortónleikum sunnudaginn 8. maí nk.

4.Fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir fundum og vinnu sérstakra starfshópa bæjarins um stofnun 5 ára deildar í grunnskólanum.
Jafnframt var farið yfir bréf dags. 7. feb. sl. frá foreldrum barna í leikskólanum, þar sem bent er á ýmis atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en 5 ára deild verður stofnsett í grunnskólanum.

Að svo búnu fór skólanefnd ásamt skólastjórum, fulltrúa starfsmanna leikskólans og fulltrúa foreldrafélags grunnskólans í skoðunarferð í það húsnæði grunnskólans, sem hugmyndin er að nýta fyrir hina nýju deild 5 ára barna.

Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að stigið verði skrefið og stofnuð sérstök 5 ára deild í grunnskólanum. Auglýst verði eftir leikskólakennara og hafin vinna við nauðsynlegan undirbúning og lagfæringar, sem vinna þarf áður en að starfsemi deildarinnar getur hafist.

5.Umboðsmaður barna

Málsnúmer 1602008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 4. feb. sl., þar sem umboðsmaður barna skorar á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum.

6.Námstefna 17. mars nk.

Málsnúmer 1602012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá námsstefnu fyrir leik- og grunnskólakennara, sem haldin verður 17. mars nk.
Fundargerð var lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:35.