Málsnúmer 1504040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 469. fundur - 30.04.2015

Greint var frá því að fulltrúar Grundarfjarðarbæjar hefðu átt fund með lögregluyfirvöldum á Vesturlandi. Á fundinum var farið yfir hvernig þjónusta lögreglu í Grundarfirði yrði best fyrirkomið. Í þeim efnum var lögð á það áhersla að reynt yrði að tryggja það að starfandi lögreglumaður myndi eiga búsetu í Grundarfirði.

Fundarmenn voru sammála um að reynt yrði að koma því við.

Bæjarráð - 474. fundur - 27.08.2015

Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundar þann 14. sept. nk. um lögreglumál á svæðinu.

Bæjarráð - 478. fundur - 03.12.2015

Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vesturlandi frá 9. nóv. sl., varðandi skipan almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.

Bæjarráð tekur undir erindið og telur skynsamlegt að skoða fyrirkomulag almannavarna á Vesturlandi, hugsanlega þannig að ein almannavarnarnefnd verði á öllu Vesturlandi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 479. fundur - 15.12.2015

Lagðir fram minnispunktar frá fundi sem haldinn var 07.12.2015 um viðbrögð vegna óveðurs.

Bæjarstjórn - 193. fundur - 11.02.2016

Vegna frétta um aukin umsvif lögreglu á Suðurlandi við Reynisfjöru, óskar bæjarstjórn Grundarfjarðar eftir þvi að þegar í stað verði ráðið í starf lögreglumanns í Grundarfirði.
Ósk þessi er ítrekun á fyrri beiðnum sveitarfélagsins á ráðningu lögreglumanns í byggðarlagið m.a. vegna mikillar aukningar á umferð ferðamanna og ekki síður öryggis íbúa.
Bregðast þarf við með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en það er um seinan.

Bæjarráð - 484. fundur - 27.05.2016

Þjónusta lögreglunnar er mikilvæg hverju sveitarfélagi af umferðar- og öryggissjónarmiðum, en á umliðnum misserum hefur verið lögreglulaust í Grundarfirði. Hafa ber í huga að í sveitarfélaginu er staðsett eitt af stærstu fangelsum landsins.

Grundfirðingar hafa margsinnis óskað eftir því að ráðin verði bót á því að lögreglumaður/menn verði ráðnir til starfa í sveitarfélaginu, en ekkert gerst í málinu.

Bæjarráð krefst þess að innanríkisráðuneytið beiti sér þegar í stað fyrir því að ráðið verði í störf lögreglumanna í Grundarfirði.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Lögð fram tillaga sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 17. janúar sl., þar sem sveitarstjórnin hvetur til þess að almannavarnarnefndir á Vesturlandi verði sameinaðar í eina nefnd undir stjórn lögreglustjórans á Vesturlandi.
Bæjarráð Grundarfjarðar vísar til samþykktar sinnar frá 3. des. 2015, þar sem bæjarráð ályktaði um það að skynsamlegt væri að skoða fyrirkomulag almannavarna á Vesturlandi, hugsanlega þannig að ein almannavarnarnefnd verði á öllu Vesturlandi.
Bæjarráð hvetur einnig til þess að lokið verði við almannavarnaráætlun fyrir Snæfellsnes.

Jafnframt voru ræddar áherslur bæjaryfirvalda um að ráðinn verði lögreglumaður til starfa í Grundarfirði.
Bæjarráð ítrekar óskir sínar um það að auglýst verði eftir lögreglumanni til starfa í Grundarfirði. Mikilvægt er að nauðsynleg og sjálfsögð þjónusta sem þessi sé til staðar í sveitarfélaginu.
Stjórnvöld lögreglumála eru hvött til þess að leita leiða til lausnar á þessu mikilvæga öryggismáli.