Málsnúmer 1601005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 192. fundur - 14.01.2016

Lögð fram samningsdrög að samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Íslenska Gámafélagsins um sorphirðu í bænum og þjónustu á gámasvæði bæjarins.
Í drögunum er gert ráð fyrir að Gámafélagið taki yfir rekstur á gámasvæði bæjarins og settar eru fram hugmyndir um að nota sérstök klippikort sem nýtt verða fyrir þjónustu á gámasvæðinu. Kynntar hugmyndir að notkun slíkra korta.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari útfærslu.
Allir tóku til máls.

Bæjarráð - 481. fundur - 25.02.2016

Gerð grein fyrir samningi milli Íslenska Gámafélagsins ehf. og Grundarfjarðarbæjar og hugmyndum um framlengingu samnings milli aðila. Um málið var fjallað í bæjarstjórn 14. janúar sl. og því vísað til nánari úrvinnslu í bæjarráði.

Viðræður hafa verið í gangi milli aðila um framlengingu samnings um sorphirðumálin. Í þeim viðræðum hefur verið farið yfir endurskoðun einingarverða, aukna aðkomu Íslenska Gámafélagsins að rekstri gámasvæðisins og einnig möguleikum á að setja upp sérstakt klippikortakerfi fyrir gámasvæðið.

Í yfirliti yfir einingarverð sorphirðu fyrir áframhaldandi samning bíður fyrirtækið lækkun ákveðinna einingarverða og aukna þátttöku fyrirtækisins í rekstri gámasvæðisins. Jafnframt er miðað við að nýtt klippikortakerfi fyrir íbúa bæjarins verði tekið upp í september nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi við Íslenska Gámafélagið á grundvelli framlagðra gagna um einingarverð og breytt rekstrarfyrirkomulag gámasvæðis.

Jafnframt að vinna að undirbúningi og kynningu í samvinnu við Íslenska Gámafélagið á sorphirðumálum og nýju klippikortakerfi.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lagður fram samningur milli Íslenska Gámafélagsins og Grundarfjarðarbæjar dags. 14. sept. sl. Samkvæmt samningnum sér verktaki um rekstur sorpmóttöku og gámastöðvar Grundarfjarðar. Ráðgert er að taka upp nýja tilhögun á innheimtu fyrir losun úrgangs frá 1. febrúar 2017 þannig að gefin verði út sérstök klippikort, sem nýtt verði til afhendingar á gjaldskyldum flokkum sorps.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjndi samning með tveimur atkvæðum, einn sat hjá (JÓK).

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Lagður fram bæklingur vegna sorphirðumála, sem gerður hefur verið í samvinnu við Íslenska Gámafélagið. Bæklingurinn heitir "Hreinn bær okkur kær" og er þar farið yfir hugmyndir að nýju klippikorti sem verður notað á Gámasvæði bæjarins. Bæklingur þessi ásamt klippikorti verður sendur inn á hvert heimili í bænum. Ráðgert er að klippikortið verði tekið í notkun frá 1. feb. nk.
Vonast er til að íbúar kynni sér efni bæklingsins vel og geymi hann á heimilinu til fróðleiks fyrir sig og aðra sem um þessi mál vilja vita.
Bæjarstjórn fagnar þessu framtaki og vonar að það hafi áhrif til góðs og lágmarki það sorp sem til urðunar fer.

Bæjarráð - 565. fundur - 23.03.2021

Lagður fram sorphirðusamningur við Íslenska gámafélagið ehf. (ÍG) frá 2016, sem gildir til september 2021. Heimilt er að framlengja samninginn um eitt ár í senn, mest tvisvar sinnum. Rætt um framkvæmd samningsins og kostnað.

Bæjarráð mun á næsta fundi sínum gera tillögu um hvort framlengja eigi samninginn um eitt ár eða fara í útboð þjónustunnar til næstu ára. Bæjarráð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum fyrir næsta fund:

Listi yfir fyrirkomulag losunar og fjölda sorptunna í hverjum flokki, sundurliðun á förgun og akstri við heimilissorp annars vegar og gámastöð hins vegar og upplýsingar um fyrirkomulag kaupa á tunnum. UÞS mun skoða nánar með bæjarstjóra og skrifstofustjóra.