Málsnúmer 1606013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 486. fundur - 30.06.2016

Eygló Bára Jónsdóttir, umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar, sat fundinn undir þessum lið.

Málefni samkomuhússins rædd og hvernig nýta mætti húsið betur. Jafnframt rætt um starfssvið húsvarðar og þjónustu í húsinu.

Bæjarráð samþykkir að starfsemin verði skoðuð og gerðar verði tillögur til úrbóta þ.a. samkomuhúsið nýtist betur til margvíslegra menningarviðburða og starfsemi á vegum bæjarins. Afrakstur þeirrar vinnu verði síðan kynntur í bæjarráði. Bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Bæjarráð - 493. fundur - 22.12.2016

Gerð grein fyrir því að umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar hefur sagt starfi sínu lausu og óskar eftir því að losna sem fyrst.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Umsjónamenn samkomuhússins hafa hætt störfum. Gerður var samningur um starfslok þeirra. Stíga þarf á stokk og fara yfir málefni hússins. Skoða þarf hvað helst þarf að lagfæra og hvernig við viljum sjá starfsemi hússins til framtíðar.
Viljum við reka það sjálf, leigja það út með tilteknum skilyrðum eða hvað.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, menningarfulltrúa, forstöðumanni fasteigna og byggingarfulltrúa að vinna að tillögugerð.

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Lagt fram tilboð frá Nýherja í hátalara og hljóðkerfi fyrir samkomuhúsið. Tilboðsverð er 729.492 kr. með vsk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð.

Jafnframt rætt um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og lagfæringar í samkomuhúsinu.
Bæjarráð leggur til að byggingafulltrúi og forstöðumaður fasteigna vinni viðhaldsáætlun fyrir húsið og raði verkefnum upp í forgangsröð. Jafnframt skulu þeir vinna kostnaðaráætlun fyrir viðhaldsáætlunina.
Miðað skal við að þessu verki verði lokið eigi síðar en í lok febrúar og verði áætlanirnar þá lagðar fyrir bæjaráð.

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir helstu lagfæringar sem vinna þarf að í samkomuhúsinu. Samantektin er unnin af skipulags- og byggingafulltrúa og umsjónarmanni fasteigna.

Bæjarráð leggur til að verkefnum verði forgangsraðað og hvert atriði kostnaðarmetið.

Bæjarráð telur einnig nauðsynlegt að skoðaðir verði mismunandi valkostir á rekstri hússins. Hvort bærinn komi til með að reka það áfram á svipuðum nótum og gert hefur verið eða önnur rekstrarform skoðuð, svo sem útleiga með sérstökum skilyrðum eða jafnvel sala.

Bæjarráð leggur til að óskað verði eftir hugmyndum frá íbúum um notagildi samkomuhússins.

Bæjarráð vísar frekari umræðu til bæjarstjórnar.

Menningarnefnd - 33. fundur - 26.04.2022

Farið yfir stöðuna á Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

Í júlí 2021 varð stórfellt vatnstjón í Samkomuhúsinu sem leiddi til þess að skipt var um meirihluta gólfefnis. Ákveðið var að endurnýja og betrumbæta aðstöðu í eldhúsi og voru pantaðar nýjar innréttingar frá Fastus og aðstaða og uppsetning í eldhúsi aðlöguð að notkun hússins.

Kvenfélagið verður áfram með aðstöðu í húsinu og verið er að sérhanna og smíða nýja geymsluskápa og aðstöðu fyrir félagið.

Til stendur einnig að fara í þakskipti á eldri (hærri) hluta hússins í sumar, verkið var boðið út og eru áætluð verklok um mitt sumar 2022.
Menningarnefnd fagnar því að framkvæmdum í húsinu sé að ljúka og að vel hefur tekist til.