213. fundur 04. apríl 2018 kl. 16:30 - 18:47 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Berghildur Pálmadóttir (BP)
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá


Varforseti setti fund og stýrði honum

1.Bæjarráð - 510

Málsnúmer 1803004FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 510 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • Bæjarráð - 510 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2017.
 • 1.3 1803044 Útsvarsskuldir
  Bæjarráð - 510 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir útsvarsskuldir.
 • Bæjarráð - 510 Lagt fram bréf frá Landslögum dags. 7. mars sl. vegna athugasemda við breytingu á deiliskipulagi á Sólvallarreit. Bréfið er ritað fyrir hönd eiganda íbúðar að Nesvegi 13, fastanr. 211-5224.

  Bæjarstjóra falið í samráði við lögmann bæjarins að ræða við bréfritara.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.5 1803047 Sæból 44, tilboð
  Bæjarráð - 510 Lagt fram kauptilboð í húseignina Sæból 44.

  Bæjarstjóra falið að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.6 1803038 Ölkelduvegur 9
  Bæjarráð - 510 Íbúð að Ölkelduvegi 9 var auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Söndru Önnu Kilanowska íbúðinni, að uppfylltum þeim skilyrðum sem bæjarráð setur.
 • Bæjarráð - 510 Lögð fram tilboð frá VÍS í hópslysatryggingar slökkviliðsmanna, með styttri biðtíma en áður, eða tveimur vikum.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að slysatrygging hlutastarfandi slökkviliðsmanna taki mið af ákvæðum í grein 14.4.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
 • Bæjarráð - 510 Lagt fram bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 6. mars sl., þar sem þeir bjóða fram þjónustu sína fyrir bæjarfélagið með vísan í tilkynningu Óbyggðanefndar frá 16. febrúar sl., sem birtist í Lögbirtingablaðinu 23. feb. 2018, varðandi kröfur ríkisins um að ákveðin landssvæði á Snæfellsnesi verði úrskurðuð þjóðlendur.

  Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um möguleg þjónustukaup vegna þessara mála.
 • Bæjarráð - 510 Lagt fram svar Skipulagsstofnunar frá 9. mars sl., þar sem stofnunin svarar fyrirspurnum bæjarins vegna umsagna um rekstrar- og gistileyfisumsóknir í íbúðabyggð í þéttbýli Grundarfjarðar á grundvelli laga og reglugerða sem um málið gilda.

  Með bókun dags. 14.12.2017 ákvað bæjarstjórn Grundarfjarðar að jákvæðar umsagnir um umsóknir um rekstrarleyfi gististaða í flokki II, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, yrðu aðeins veittar ef fyrirhuguð starfsemi væri í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og ef öll tilskilin leyfi skv. lögum um mannvirki væru fyrir hendi vegna þeirrar fasteignar sem fyrirhugað væri að hafa reksturinn í.

  Framangreind ákvörðun var tekin í framhaldi af ráðgjöf lögmanns bæjarins þar um, en sú ráðgjöf var síðar staðfest með leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um efnið, en leitað var sérstaklega til stofnunarinnar vegna þessa. Með hliðsjón af ráðgjöf lögmanns bæjarins og leiðbeiningum Skipulagsstofnunar telur bæjarráð að framangreind ákvörðun bæjarstjórnar sé lögum samkvæmt.

  Frá því að framangreind ákvörðun var tekin hafa bæjaryfirvöld orðið þess áskynja að ákvörðunin kunni að koma illa við núverandi rekstrarleyfishafa sem séu í þeirri stöðu nú að þurfa að sækja um nýtt leyfi í stað leyfis sem er að renna út. Þeir hafi þannig lent á milli steins og sleggju sem ekki hafi verið ætlun bæjaryfirvalda.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn með tilliti til framangreindra atriða að æskilegt sé að veittar séu jákvæðar umsagnir um umsóknir um rekstrarleyfi í húseignum sem þegar hafa slík rekstrarleyfi, þar til endurskoðað aðalskipulag tekur gildi.

  Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa málsmeðferð þessari til afgreiðslu bæjarstjórnar.


  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs, sem fram kemur í tl. 1.9 í fundargerð bæjarráðs nr. 510 frá 21. mars sl.
 • 1.10 1803045 Útrásamál
  Bæjarráð - 510 Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þar sem óskað er eftir að eftirlitið taki að sér sýnatöku við útrásir bæjarins.

  Fyrir liggja mælingar af þessum toga frá árinu 2003, sem Náttúrustofa Vesturlands vann. Eðlilegt og nauðsynlegt er að nýjar mælingar verði gerðar.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vera í sambandi við heilbrigðiseftirlitið varðandi framvindu mála.
 • Bæjarráð - 510 Lagt fram bréf Sannra Landvætta ehf. frá 19. mars. sl., þar sem fyrirtækið vísar í fund sem það átti með bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa um uppbyggingu og rekstur á þjónustu við ferðamenn í Grundarfirði. Í bréfinu rekja fulltrúar fyrirtækisins hugmyndir sínar að mögulegri uppbyggingu slíkrar þjónustu.

  Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framgangi málsins með fyrirtækinu með það að markmiði að þjónustuhús af þessum toga geti verið tilbúið til notkunar sem fyrst.
 • 1.12 1803042 Orkusjóður, styrkir
  Bæjarráð - 510 Lögð fram auglýsing frá Orkusjóði varðandi sérstaka styrki árið 2018. Styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir til verkefna sem leiða til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga.

  Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að sækja um í sjóðinn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 510 Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.
 • Bæjarráð - 510 Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kirkjufellsfoss. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.
 • Bæjarráð - 510 Lagður fram til kynningar ársreikningur Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju fyrir árið 2017.
 • Bæjarráð - 510 Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarr fyrir árið 2017.
 • Bæjarráð - 510 Lagður fram til kynningar ársreikningur Karlakórsins Kára fyrir árið 2017.
 • Bæjarráð - 510 Lögð fram samantekt Fiskistofu á aflahlutdeildum.
 • 1.19 1803040 Opinber innkaup
  Bæjarráð - 510 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar tengiliðahóps um opinber innkaup dags. 5. mars 2018. Einnig lagt fram bréf dags. 19. mars frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til Ríkiskaupa um samstarf Ríkiskaupa og sveitarfélaga um rammasamninga o.fl.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 187

Málsnúmer 1803003FVakta málsnúmer

 • Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018.
  Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að útbúa örugga umgjörð fyrir ferðalanga til að njóta þeirrar einstöku upplifunar og náttúru sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
  Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar, sem tryggir sem best öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

  Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu þar sem um er að ræða bílastæði fyrir allt að 500 manns. Einnig teljum við nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bæði aðreinum og fráreinum á þjóðveginn við afleggjara bílastæðis.  Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
 • 2.3 1710056 Ferðamál, bréf
  Torfafbót: Umsókn um stöðuleyfi fyrir kajak-siglingar.
  Tekið fyrir erindi umsækenda þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir kajakleigu í Torfabót.
  Málið hefur verið kynnt íbúum í nágrenni og liggja sjónarmið þeirra fyrir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðu vegna kajakleigu.
  Endanleg staðsetning starfsseminnar verði skoðuð sérstaklega og kröfur verði gerðar um snyrtilega umgengi.
  Byggingafulltrúa falið að staðsetja gámana með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðs þyrlupalls sem staðsettur yrði austast í Torfabót.
  Byggingafulltrúi skal láta afmarka lóð við Sæból 16 í samráði við íbúa Sæbóls 16.
  Byggingafulltrúa er falið að ákvarða staðsetningar á hraðahindrunum og gangbrautum í allri götunni.

  Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Jósef Kjartansson tók sæti í hennar stað.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Samþykkt með 6 atkv. einn sat hjá(HK).

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 188

Málsnúmer 1803005FVakta málsnúmer

 • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 4. apríl 2018.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 188
  Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur og vegagerð unnið tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 4. apríl 2018.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu að áfangastað við Kolgrafafjörð til samræmis við tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags.3.apríl 2018.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði við Kirkjufellsfoss. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 3. apríl 2018 og felur m.a. í sér staðsetningu á nýju bílastæði vestan við fossinn með áningarstað þar sem notalegt verður að setjast niður, njóta útsýnis og fræðast um svæðið. Gert er ráð fyrir gönguleiðum, upplýsingaskiltum og salernisaðstöðu á svæðinu. Hugað er sérstaklega að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið við Kirkjufellsfoss til samræmis við fyrirliggjandi gögn og tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Umsókn um leyfi til að skipuleggja jörðina Skerðingsstaði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila gerð deiliskipulags fyrir jörðina Skerðingsstaði, jafnframt verði landnotkun svæðisins breytt í aðalskipulagsvinnu Grundarfjarðarbæjar.
  Bókun fundar Sævör Þorvarðardóttir vék af fundi undir umfjöllun á þessum lið.
  Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.

  Sævör mætti aftur á fundinn.
 • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi að Hálsi í Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Háls.
  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að setja deiliskipulagið í auglýsingaferli.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Stöðuleyfi: Bongo slf sækir um um stöðuleyfi fyrir Matvagn ( pylsuvagn)við Grundargötu 35. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir málsmeðferð Umhverfis- og skipulagsnefndar samhljóða.

  Stöðuleyfið skal veitt til samræmis við umsókn umsækjanda frá maí til september 2018.
 • Leikskólinn, stækkun á andyri. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar Til máls tóku SRS og RG
  Bæjarstjórn fagnar því að teikningar séu komnar að breytingum á leikskólanum og felur byggingafulltrúa að undibúa útboð á framkvæmdinni.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.

4.Öldungaráð - 7

Málsnúmer 1803001FVakta málsnúmer

 • Á fundi öldungaráðs þann 16. október 2017 var ákveðið að gera viðhorfskönnun á meðal eldri borgara í Grundarfirði. Menningar- og markaðsfulltrúi leggur fram drög að könnuninni sem reiknað er með að senda til 60 ára og eldri á næstunni. Öldungaráð - 7 Könnunin rædd og gerðar tillögur að breytingum. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að halda áfram með málið.
 • Öldungaráð hefur áhuga á að skoða heilsueflingu í samstarfi við Janus heilsueflingu sem einblínir á hreyfingu fyrir fólk frá 65 ára og upp úr. Öldungaráð - 7 Lagt er til að bæjarstjórn hafi samráð við Félags- og skólaþjónustuna á Snæfellsnesi ásamt HVE um að koma á verkefni meðal sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, sams konar því sem hefur verið innleitt í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og víðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela menningar- og markaðsfulltrúa að vinna úr þessari hugmynd.
 • Í mikilli snjóatíð eins og undanfarnar vikur ber því við að eldri borgarar eiga erfitt með að komast út úr húsi vegna skafla. Margir hverjir hafa ekki tök á að moka sjálfir og því veltir öldungaráð fyrir sér hvort Grundarfjarðarbær hafi hug á að bjóða upp á slíka þjónustu fyrir þá sem þurfa. Öldungaráð - 7 Öldungaráð leggur til að bærinn setji upp reglur um snjómokstur fyrir eldri borgara. Bókun fundar Til máls tóku RG, JÓK og ÞS

  Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingafulltrúa í samráði við verkstjóra áhaldahúss að gera tillögur til úrbóta.
 • Öldungaráð veltir upp þeirri spurningu hvort tilefni sé til að taka upp akstur fyrir eldri borgara hjá sveitarfélaginu líkt og tíðkast víða um land. Öldungaráð - 7 Menningar- og markaðsstjóra falið að kanna málið og sjá hvaða möguleikar eru til staðar.
 • Öldungaráð - 7 Til að fólk geti búið sem lengst heima þá þarf að auka þjónustu við þá sem á þurfa að halda. Í dag einskorðast heimaþjónusta við þrif og heimsendingu matar. Hjúkrunarþjónustu þarf að auka og um leið samstarf þeirra sem sjá um þjónustu við eldri borgara á svæðinu. Bókun fundar Allir tóku til máls

  Vinna af þessum toga er hafin í samráði við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga , Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Fellaskjól.
  Menningar- og markaðsfulltrúa falið að vinna með þessum aðilum að útfærslu mála.
 • Veturinn 2014-2015 var lögð fram þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra á Alþingi. Sú tillaga virðist hafa dagað uppi í þinginu og er það miður. Öldungaráð Grundarfjarðarbæjar hyggst beita sér fyrir því að tillagan verði að frumvarpi til laga með samstarfi við önnur öldungaráð í landinu. Öldungaráð - 7 Öldungaráð Grundarfjarðarbæjar hyggst rita bréf til Landssambands eldri borgara og heilbrigðisráðherra og hvetja til þess að málið verði tekið upp að nýju. Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar hugmyndum Öldungaráðs um að kalla eftir því að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra.

5.Tillaga að Deiliskipulagi- Kirkjufellsfoss

Málsnúmer 1803035Vakta málsnúmer

Vísað er til töluliðar 2 í fundargerð skipulagsnefndar nr. 188, þar sem bæjarstjórn samþykkir tillögu Umhverfis-og skipulagsnefndar um að auglýsa skipulagið á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og greinargerðar.
Samþykkt samhljóða.

6.Sæból 44, tilboð

Málsnúmer 1803047Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í húseignina Sæból 44, Grundarfirði sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Tilboðið er að fjárhæð 13,5 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða.

7.Sæból 44a - Kauptilboð

Málsnúmer 1803059Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í húseignina Sæból 44a, sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Tilboðið er að fjárhæð 13,0 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða.

8.Grundargata 31

Málsnúmer 1804001Vakta málsnúmer

Til máls tók BP, RG og JÓK

Fyrir liggur að húseignin Grundargata 31 í Grundarfirði er komin á sölu.
Bæjarstjóra falið að kanna með kaup á eigninni. Bæjarstjórn telur mikilvægt að eignast íbúðina af skipulagsástæðum ef unnt er.

Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri kanni málin.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 858, stjórnarfundar

Málsnúmer 1803058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 858.

10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 148. stórnarfundar

Málsnúmer 1803054Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands nr. 148.

11.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Kirkjufellsfoss, styrkur 2018

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

Til máls tóku RG, JÓK, HK, SÞ og ÞS
Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða dags. 26. mars sl., þar sem tilkynnt er um styrk, sem sjóðurinn hefur veitt til uppbygginagar bílastæða og aðstöðu við Kirkjufellsfoss. Alls er styrkurinn 61,9 m.kr.

12.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Fundi slitið - kl. 18:47.