162. fundur 27. apríl 2022 kl. 16:30 - 19:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Garðar Svansson (GS) formaður
  • Thor Kolbeinsson (TK)
    Aðalmaður: Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Thor Kolbeinsson sat fundinn til kl. 17:50.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Heiðdís Lind Kristinsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla og Rut Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra eru gestir undir þessum lið.

Tillaga að skóladagatali komandi skólaárs fyrir Leikskólann Sólvelli lagt fram.

Skólanefnd lýsti ánægju með fyrirhugaða námsferð starfsfólks leikskólans til útlanda á næsta ári.

Rætt um fjölda starfsdaga og fyrirkomulag, t.d. um jól.

Ákveðið að rýna betur í starfsdaga og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði skóladagatalið á sínum fyrsta fundi.

Hér viku þær Heiðdís og Rut af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna.

2.Leikskólinn Sólvellir - Skipulag skólastarfs 2022

Málsnúmer 2203043Vakta málsnúmer

Unnið er að uppbyggingu á innra starfi leikskólans.
Bæjarstjóri sagði frá því að þann 6. apríl sl. hafi bæjarfulltrúar átt fund í samkomuhúsinu með starfsfólki leikskólans. Fundurinn var liður í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun og uppbyggingu innra starfs í leikskólanum, en við það nýtur skólinn aðstoðar frá Ásgarði, skólaráðgjöfum.

Bæjarstjóri sagði að samtalið hafi verið mjög gagnlegt en það snerist um (1) hvernig mætti styrkja leikskólastigið, (2) hvernig megi auka skilning (allra) á tilgangi leikskólastarfs, skv. lögum og aðalnámskrá, og (3) hvernig megi styrkja starfsumhverfið og samvinnu.

Á fundi bæjarráðs í gær hafi verið samþykkt að fela bæjarstjóra og leikskólastjóra að stilla upp helstu skilaboðum úr umræðum fundarins, þannig að hægt sé að taka áfram í innra starfi leikskólans þau verkefni sem heyra undir starfsmannahópinn og að til bæjarráðs/bæjarstjórnar komi þau atriði sem þar þarf að bregðast við.

3.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.
Sigurður lagði fram skóladagatal fyrir komandi skólaár. Rætt og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði dagatalið endanlega á fyrsta fundi sínum.

Sigurður fór yfir starfsemi grunnskólans, m.a. ræddi hann starfsmannamál, um Grænfánaúttekt sem var flaggað með virktum þann 6. janúar sl. á afmæli skólans en hann varð 60 ára.

Nemendur náðu að gróðursetja 4-500 birkiplöntur, en Yrkjusjóður átti ekki plöntur fyrir vorið. Plöntur komi aftur í haust.

"Uppbyggingarstefnan" hefur legið niðri í ár, en vonir standa til að byrja upp á nýtt á næsta skólaári.

Hann sagði frá því að nefnd sem bæjarstjórn skipaði til að skoða stöðu og hönnun skólalóðar myndi funda nk. fimmtudag.

Nemendafjöldi í lok vorannar er 99 nemendur í 1. - 10. bekk.


Sigurður sýndi og sagði frá niðurstöðum starfsmannakönnunar (Skólapúlsinn) hjá starfsfólki grunnskólans.

4.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli er áfram gestur undir þessum lið fundarins.
Tillaga að skóladagatali leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram.

Rætt var um starf deildarinnar og samanburð við Leikskólann Sólvelli, einkum hvað varðar starfstíma (páska- og jólafrí). Í umræðum kom fram að það væri tímabært að skoða starf Eldhamradeildarinnar og rýna hvernig til hefði tekist frá stofnun hennar.

Rætt og samþykkt að dagatalið verði afgreitt endanlega af nýrri skólanefnd á sínum fyrsta fundi.

5.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Sigurður skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Linda María fór yfir minnispunkta um starf skólans og lagt var fram skóladagatal komandi skólaárs.

Eftirfarandi kom fram hjá Lindu Maríu um starf tónlistarskólans:

- Það voru um 50 nemendur í skólanum í vetur. Alltaf eru einhverjar breytingar á áramótum, einhverjir sem hætta og aðrir hefja nám.

- Í janúar fór af stað blástursátak, þar sem nemendum í 2.-4.bekk var boðið í frítt blástursnám. Um er að ræða 20 mínútna einkatíma einu sinni í viku og samspil/hljómsveit einu sinni í viku. Þrettán nemendur skráðu sig og mikil ánægja er meðal nemenda og kennara. Það er álit kennaranna að gott væri að svona blástursfornám væri í eitt ár og því óska kennarar eftir því, að sögn Lindu, að skólanefnd leggi til að þessu verði áframhaldið næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, svo framarlega sem að plássið leyfi.

- Bent Marinósson lét af störfum 1. janúar sl. en Valbjörn Snær Lilliendahl hóf störf og kennir á gítar, bassa og samspil.

- Covid hafði áhrif á starf vetrarins, eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Jólatónleikar féllu niður vegna samkomutakmarkana en í staðinn var nemendum boðið í jólastund í tónlistarskólanum. Ekki þurfti að fella niður kennslu vegna takmarkana, einungis þegar bylgjan gekk yfir Grundarfjörð og skólar lokuðu í eina viku í nóvember. Hins vegar setti veðrið strik í reikninginn hjá skólanum í janúar þegar hver lægðin á fætur annarri gekk yfir landið á mánudögum. Valbjörn og Baldur urðu því að kenna í gegnum fjarkennslu einhverjar vikur.

- Nemendur Eldhamra fengu sína tónlistartíma í vetur hjá Alexöndru.

- Tónlistarskólinn tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, þetta árið. Þeir Einir Hugi Guðbrandsson og Haukur Orri Bergmann Heiðarsson voru fulltrúar okkar og stóðu sig af mikilli prýði. Hátíðin fyrir Vesturland og Vestfirði var haldin í Stykkishólmi 19. mars sl.

- Í vetur hafa nemendur tónlistarskólans farið í Sögumiðstöðina og spilað fyrir eldri borgara sem sækja þar "molakaffi á miðvikudögum". Hafa nemendur haft mjög gaman af því og einnig hafa áheyrendur þar notið góðs af.

- Linda og Valbjörn eru að undirbúa raftónlistarnámskeið sem verður í boði næsta vetur og mun Valbjörn sjá um það. "Hljóðbúrið" innaf salnum í skólanum verður m.a. nýtt undir það.

- Þessa dagana er verið að æfa fyrir vortónleika tónlistarskólans og er tilhlökkun að geta loksins boðið fólki að mæta og hlusta og njóta. Vortónleikar og skólaslit tónlistarskólans verða fimmtudaginn 19. maí kl 17:00 í samkomuhúsinu.Lögð fram til umræðu tillaga skólastjórnenda um skóladagatal tónlistarskólans fyrir komandi skólaár. Rætt og samþykkt að ný skólanefnd afgreiði það endanlega á fyrsta fundi sínum, samhliða afgreiðslu annarra skóladagatala.

---

Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna og upplýsingarnar.

Varðandi beiðni tónlistarskólans um að blástursátaki verði haldið áfram næsta vetur, þ.e. að nemendur geti skráð sig í eitt ár í frítt blástursfornám, þá tekur skólanefnd jákvætt í erindið, en forsendur þess eru að námið rúmist innan stöðugilda skólans og sé ekki kostnaðarauki í rekstri hans.

6.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Upplýsingablað um stöðu og framkvæmd skólaþjónustu FSS

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi skólastjórnenda á Snæfellsnesi til byggðasamlags um Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, frá því á árinu 2021. Ennfremur kynningarbréf FSS, sem viðbrögð við erindinu.

Í lok fundar þökkuðu nefndarmenn og bæjarstjóri fyrir gott samstarf í nefndinni á þessu kjörtímabili.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:15.