Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, nefndum og ráðum voru samþykktar af bæjarstjórn 13. mars 2014, í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Nýjar sveitarstjórnir eiga meta hvort ástæða sé til endurskoðunar reglnanna. Ef ekki er talið að siðareglurnar þarfnist endurskoðunar halda þær gildi sínu, en tilkynna skal samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um þá niðurstöðu.