Málsnúmer 1809025

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Í gildi eru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
Farið yfir siðareglur og lagaákvæði um hæfi.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ frá mars 2014 og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga.

Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
Rætt um verklag nefndarinnar og væntingar nefndarfólks til starfs í nefndinni.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, nefndum og ráðum voru samþykktar af bæjarstjórn 13. mars 2014, í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Nýjar sveitarstjórnir eiga meta hvort ástæða sé til endurskoðunar reglnanna. Ef ekki er talið að siðareglurnar þarfnist endurskoðunar halda þær gildi sínu, en tilkynna skal samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um þá niðurstöðu.
Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.

Bæjarstjóra falið að gera tillögur að breytingum og leggja fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð - 4. fundur - 19.09.2018

Lagðar fram og kynntar siðareglur kjörinnar fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.

Hafnarstjórn - 1. fundur - 24.09.2018

Fyrir liggja siðareglur Grundarfjarðarbæjar fyrir kjörna fulltrúa, m.a. í nefndum og ráðum, frá mars 2014.
Farið yfir siðareglurnar.
Rætt um verklag nefndar og fleira.

Öldungaráð - 9. fundur - 12.09.2019

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa, þar á meðal nefndarfólk, lagðar fram til kynningar.


Farið var yfir efni siðareglnanna.


Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Lagðar fram til kynningar og yfirferðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.