Málsnúmer 1902022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 225. fundur - 12.02.2019

Lagðar fram og ræddar starfsreglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar við ráðningu starfsmanna frá 2014 m.t.t. endurskoðunar reglnanna.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, SÞ, GS, BS og HK.

Bæjarstjóra falið að gera tillögur að breytingum á reglunum, sem síðan yrðu lagðar fyrir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019


Lögð fram tillaga um endurskoðaðar starfsreglur bæjarins um ráðningu starfsmanna. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. mars sl., varðandi framsal ráðningarvalds.

Frekari vinnu frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 569. fundur - 22.06.2021

Lögð fram breyting á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

Í samræmi við samstarfssamning Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum hjá sveitarfélögunum, er gerð eftirfarandi tillaga að breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna:

5. tl. 2. gr. reglnanna fellur niður.

Við 2. gr. reglnanna bætist í staðinn ný málsgrein:

- Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi skal tilnefndur eða ráðinn í samræmi við skyldur bæjarfélagsins skv. samstarfssamningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa o.fl. milli Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og er bæjarstjóra falið að annast tilnefningu/ráðningu í störfin í samræmi við samninginn, að undangengnu samráði við bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Lögð fram breytingatillaga á grein 2 í starfsreglum um ráðningu starfsmanna í kjölfar skipulagsbreytinga og fyrirhugaðrar ráðningar íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Lagt til að við bætist töluliður 5 og að greinin verði þá svona:

2. gr.

Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu og veitir þeim lausn frá störfum, sbr. 50. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Þessi störf eru:

1. Skólastjóri grunnskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
2. Skólastjóri leikskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
3. Skólastjóri tónlistarskóla, að fenginni umsögn skólanefndar.
4. Skrifstofustjóri.
5. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.
6. Menningar- og markaðsfulltrúi.
7. Slökkviliðsstjóri.

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi skal tilnefndur eða ráðinn í samræmi við skyldur bæjarfélagsins skv. samstarfssamningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa o.fl. milli Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og er bæjarstjóra falið að annast tilnefningu/ráðningu í störfin í samræmi við samninginn, að undangengnu samráði við bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram tillaga um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna. Annars vegar er bætt við nýju starfi forstöðumanns bókasafns og menningarmála og síðan er gerð lagfæring varðandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, sem leiðir af því að samstarfi sveitarfélaga um þau störf er lokið.

Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar starfsreglur um ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.