Lögð fram tillaga um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna. Annars vegar er bætt við nýju starfi forstöðumanns bókasafns og menningarmála og síðan er gerð lagfæring varðandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, sem leiðir af því að samstarfi sveitarfélaga um þau störf er lokið.
Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, SÞ, GS, BS og HK.
Bæjarstjóra falið að gera tillögur að breytingum á reglunum, sem síðan yrðu lagðar fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.