Málsnúmer 1902034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 198. fundur - 15.02.2019

Fjallað um stöðuleyfi gáma í þéttbýli Grundarfjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltúa að taka á málum er varða stöðuleyfi gáma í þéttbýli.

Bæjarráð - 525. fundur - 28.02.2019

Lagður fram listi yfir gáma í þéttbýli sem lagður var fyrir 198. fund skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem rætt var um stöðuleyfi og framkvæmd við veitingu þeirra.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda bréf til eigenda gáma ásamt reikningi vegna óinnheimtra stöðuleyfisgjalda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins. Þá verði eigendur hvattir til að fjarlægja gáma innan tveggja mánaða. Að öðrum kosti verði gámar fjarlægðir á kostnað eigenda.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 215. fundur - 05.05.2020

Nefndin ræddi líkt og á 198. fundi nefndarinnar 15. febrúar 2019 um gáma án stöðuleyfis og lausamuni í þéttbýli Grundarfjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um gáma og lausamuni sem ekki eru með stöðuleyfi skv. gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 216. fundur - 27.05.2020

Lögð fram til kynningar drög að vinnureglum Grundarfjarðarbæjar um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar vinnureglur um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni í Grundarfjarðarbæ, með stoð í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. lög um mannvirki.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Farið yfir reglur um stöðuleyfi, en reglurnar voru yfirfarnar af lögfræðingi í samræmi við framlagðar óskir byggingarfulltrúa.
Lagt fram til samþykktar nefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stöðuleyfi og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.