Ágústa Einarsdóttir hefur aftur tekið sæti í bæjarstjórn, frá og með þessum nóvemberfundi, að afloknu leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna fæðingarorlofs.
Við það verður Davíð Magnússon aftur varamaður og hefur þar af leiðandi ekki kjörgengi áfram í bæjarráð, þar sem þar mega einungis aðalfulltrúar taka sæti.
Fyrir bæjarstjórn er því lögð tillaga um kjör að nýju í bæjarráð, þar sem Ágústa taki aftur sæti.
Aðalmenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Garðar Svansson
D - Sigurður Gísli Guðjónsson
Varamenn:
D - Bjarni Sigurbjörnsson
L - Signý Gunnarsdóttir
D - Ágústa Einarsdóttir