Málsnúmer 2212021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 598. fundur - 07.12.2022

Lagðir fram til kynningar minnispunktar um sérsöfnun úrgangs í Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæ eftir spjallfund bæjarstjóra beggja sveitarfélaga með Stefáni Gíslasyni umhverfisráðgjafa Environice, þann 30. nóvember sl.

Bæjarstjóra veitt umboð til að vinna áfram í málinu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 605. fundur - 26.05.2023

Lagðir fram minnispunktar frá fundi 23. maí sl. sem bæjarstjóri átti ásamt bæjarstjóra Snæfellsbæjar með Stefáni Gíslasyni hjá Environice ehf., en hann hefur veitt sveitarfélögunum ráðgjöf vegna breytinga í sorpmálum í samræmi við löggjöf þess efnis. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Úrvinnslusjóðs og fleiri vinnugögn.

Bæjarstjóri sagði frá rýni- og undirbúningsvinnu með Snæfellsbæ varðandi sorpmálin að undanförnu.

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að útboði sorpmála með það fyrir augum að útboð fari fram á árinu. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra veitt umboð til að vinna að undirbúningi opins útboðs á sorphirðu, rekstri gámastöðvar og tilheyrandi þjónustu, í heild eða hlutum, í samræmi við þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið. Útboð fari fram í samvinnu við Snæfellsbæ.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Lagt fram minnisblað Stefáns Gíslasonar hjá Umís, úr umræðum og undirbúningi Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, vegna útboðs sorpmála.

Rætt um hluta þeirra atriða sem fram koma í greinargóðri samantekt í minnisblaði Stefáns, einkum:

- Fjöldi tunna heima við hús.
Valkostir eru fjórar tunnur (plast, pappi, lífrænt, almennt) eða þrjár tunnur þannig að lífrænt fari ofaní almennu tunnuna ("tunna í tunnu"). Bæjarstjóra falið að kanna tiltekin atriði, í samræmi við umræður fundarins.
- Gerð sorpskýla fyrir grenndargáma, er í vinnslu.
- Staðsetning grenndarstöðva, þar sem tekið yrði á móti - að lágmarki - málmi, gleri og textíl, en móttaka á öðrum flokkum gæti einnig verið æskileg, sbr. minnisblaðið.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi útboðsins.