Lagt fram minnisblað ráðgjafa um uppbyggingu og kynningarferli vegna miðbæjarreits, og samantekt skipulagsráðgjafa úr vinnu með skipulags- og umhverfisnefnd að undirbúningsvinnu vegna málsins.
Taka þarf ákvarðanir um:
- Ákvörðun um hvort miða eigi við:
A) útfærslu 1, um "Bæjarhúsið", sem er blanda af verslun, þjónustu, bæjarskrifstofum og íbúðum. Hér þyrfti að skilgreina vel hvort bærinn er að veita loforð um að leigja eða kaupa ákveðinn hluta húss undir skrifstofur t.d.
Eða útfærslu 2, um "Miðbæjarhúsið", sem hefur verslun og þjónustu á jarðhæð og á efri hæðum verði íbúðir. Einfaldari leið en sú fyrri.
B) breytingu á aðalskipulagi vegna skilmála miðbæjarreits vegna undirbúnings.
C) þá leið sem farin verður við sölu byggingarréttinda, sjá minnisblað.
Herborg fór yfir efni vinnuskjalsins og sviðsmyndirnar um þróun á reitnum, sem eru fyrstu hugmyndir sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn munu svo vinna frekar úr.
Ingvar Örn fór yfir kynningarmál og hvernig leita megi samstarfs um uppbyggingu.
Halldóra og Ingvar Örn yfirgáfu fundinn og var þeim þakkað fyrir komuna.
Góð umræða fór fram um framtíðarnýtingu og miðbæjarstarfsemi. Rætt um fyrirmyndir í miðbæjaruppbyggingu í öðrum sveitarfélögum og áherslur sem henti hér á okkar stað. Einnig rætt um mögulega húsagerð og umhverfi húss.
Samhljómur er um það hjá nefndarmönnum að á þessum reit eigi byggingar að hýsa fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa og gesti, vera samkomustaður sem tengir bæjarbúa saman og eflir mannlíf og þjónustu í bænum.
Flestir fundarmenn nefndu tækifæri til að setja niður rými fyrir smærri verslanir og aðra þjónustu. Mikilvægt væri að ræða við íbúa og að skapa bæði ný tækifæri en einnig að bjóða til samtalsins þeim aðilum sem þegar eru með starfsemi í bænum.
Með vísan í framsettar sviðsmyndir í vinnuskjali fundarins leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að unnið verði með sviðsmynd B, þó með tilbrigði úr sviðsmynd A í bland. Hugmyndirnar verði mótaðar enn frekar sem upplegg að samtali við íbúa og svo kynningarefni fyrir mögulega þróunaraðila. Rauði þráðurinn sé að svæðið gagnist íbúum og styrki samfélagið.