Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerð 88. fundar sem haldinn var 15. apríl sl. og fundargerð 89. fundar sem haldinn var 7. maí sl.
Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði sótt fund Samtakanna, 16. maí sl., en til fundarins var boðið þingmönnum og ráðherrum, til umræðu um frumvarp til breytingu á lögum um veiðigjöld.
Í fundargerð kemur fram að stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga leggur áherslu á að umhverfi byggðakvóta byggi á fyrirsjáanleika og faglegum vinnubrögðum, og að stjórn óski eftir fundi með innviðaráðherra um málið.