Málsnúmer 2509019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 644. fundur - 16.10.2025

Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um styrki árið 2026, ásamt yfirliti.

Umsóknir yfirfarnar og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 646. fundur - 30.10.2025

Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.



Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.

Bæjarstjórn - 303. fundur - 13.11.2025

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2026, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.



Bæjarráð hafði óskað eftir frekari gögnum frá einum umsækjanda, áður en endanleg tillaga yrði gerð um styrk til þess aðila. Þau gögn hafa nú borist og verða tekin fyrir í bæjarráði á milli fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun, með möguleika á breytingu tillögu.



GS, SG og ÁE véku af fundi undir þessum lið.

Yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2026 sem og framlög úr uppbyggingarsjóði árið 2026, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2026 samþykktar samhljóða, með framangreindum fyrirvara um eina umsókn.

GS, SG og ÁE tóku aftur sæti sín á fundinum.

Bæjarráð - 648. fundur - 28.11.2025

Lögð fram umbeðin viðbótargögn frá Skíðadeild UMFG, í tengslum við styrkumsókn v. 2026.



Bæjarráð lauk við ákvörðun um styrki skv. umsóknum.

Bæjarstjórn - 304. fundur - 11.12.2025

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir, ásamt tillögu bæjarráðs frá síðasta fundi, til afgreiðslu í heild sinni í bæjarstjórn. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir úthlutanir og stöðu uppbyggingarsjóðs.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að styrkveitingum ársins 2026.

Samþykkt samhljóða.