24. fundur 25. nóvember 2025 kl. 15:15 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Cruise Iceland - Skráning á Seatrade Cruise sýningar í Miami og Las Palmas 2026

Málsnúmer 2511023Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri hefur bókað þátttöku hafnarinnar á Seatrade Cruise kaupstefnur á Miami, Florída í apríl 2026 og á Las Palmas í september 2026.



Hafnarstjórn staðfestir þetta.

2.Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2026

Málsnúmer 2511020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá hafnarinnar 2026, ásamt samanburði við gjaldskrár nokkurra annarra hafna.



Hafnarstjórn fór yfir einstaka liði og gerði nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni. Gjaldskráin taki gildi 1. janúar 2026 og gildi út árið.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2026, eftir smávægilegar breytingar sem gerðar voru á henni á fundinum, og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun hafnarinnar 2026:

- Tillaga hafnarstjóra að rekstraráætlun 2026 (tekjur og gjöld).

- Tillaga hafnarstjóra og bæjarstjóra um fjárfestingar/framkvæmdir og helstu verkefni 2026.



Hafnarstjóri fór yfir tillögu að áætlun fyrir rekstur og fjárfestingar 2025.

Farið yfir áætlunina, einkum áætluð fjárfestingarverkefni 2026.

Tekjur (hafnargjöld, þjónustugjöld og tekjur af almenningssalernum) eru áætlaðar samtals 210 millj. kr. og útgjöld eru áætluð 138,15 millj. kr. fyrir afskriftir. Rekstrarafgangur er áætlaður tæpar 79 millj. kr. árið 2026.
Samtals er gert ráð fyrir fjárfestingum uppá 60,1 millj. kr. á árinu 2026.

Hafnarstjórn samþykkir rekstrar- og fjárfestingaráætlun 2026 fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn gerir þó fyrirvara um framkvæmdir, vegna framlaga ríkisins til nokkurra fjárfestingarliða, en óvissa er enn um efni og afgreiðslu nýrrar samgönguáætlunar sem beðið er eftir.

4.Erindi hollvinasamtaka varðskipsins Óðins - heimsókn 2026

Málsnúmer 2511021Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri kynnti erindi hollvina varðskipsins Óðins.

Í undirbúningi er heimsókn Óðins í Grundarfjarðarhöfn í kringum sjómannadag 2026.



Hafnarstjórn tekur vel í þetta erindi og felur hafnarstjóra umboð til frekari undirbúnings af hálfu hafnarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal, samantekt um efni þriggja samráðsfunda um tillögu á vinnslustigi um deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar, sem haldnir voru 17. nóvember sl. í samkomuhúsinu.



Einnig lagðir fram minnispunktar með tillögum að áherslum og mögulegum breytingum, tekið saman eftir samráðsfundina og við frekari skoðun og úrvinnslu á vinnslustigi. Minnispunktarnir eru nokkurs konar "gátlisti" um þau atriði sem taka þarf til umræðu, við gerð skipulagstillögu um svæðið.





Hafnarstjórn fór yfir framlögð gögn með skipulagsráðgjafa og skipulagsfulltrúa.

Hafnarstjórn ræddi um útfærslur í skipulaginu og bætti við atriðum inní lista yfir "tillögur að áherslum og mögulegum breytingum".

Hafnarstjórn leggur til að fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd, bæjarfulltrúar og hafnarstjórn, hittist á vinnufundi um tillögugerðina, eftir að auglýsingatíma og umsagnarfresti um vinnslutillöguna lýkur, þ.e. eftir 1. des. nk. Tillaga um dagsetningu er mánudaginn 8. desember nk., fyrir fund skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn verður þann dag.

Ennfremur stefnir hafnarstjórn að því að hittast á fundi 2. desember nk. til undirbúnings og rýna þarfir á hafnarsvæði og útfærslur í skipulagstillögu. Þá munu einnig liggja fyrir allar umsagnir/athugasemdir um vinnslutillöguna.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi, í fjarfundi
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi

6.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar - ákvörðun um matsskyldu

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þau gögn sem send voru Skipulagsstofnun 14. nóvember sl., tilkynning Grundarfjarðarhafnar og beiðni um ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.



7.Hafnasamband Íslands - beiðni um skilgreind hafnarmörk

Málsnúmer 2511019Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Hafnasambands sveitarfélaga vegna erindis Landhelgisgæslunnar um skilgreind hafnarmörk, sem og svar hafnarstjóra.

8.Eftirlitsskýrsla HeV v. almenningssalerni við höfn

Málsnúmer 2511018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem skoðaði salernisaðstöðu (almenningssalerni) fyrir ferðamenn í þjónustuhúsi hafnarinnar 29. september sl.



Heilbrigðiseftirlitið gerir engar athugasemdir við húsnæði og aðstöðu.

9.Hafnasamband Íslands - Fundur með efnahags- og viðskiptanefnd og minnisblað um tollfrelsi

Málsnúmer 2511006Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hafnasambands Íslands, 5. nóv. 2025, um fund sem fulltrúar sambandsins áttu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis 4. nóv. 2025, þar sem fjallað var um farþegaskip með áherslu á tollfrelsi.



Einnig lagt fram minnisblað um tollfrelsi, dags. 3. nóv. 2025, unnið af Lex lögmannsstofu fyrir Hafnasambandið.



10.Hafnasamband Íslands - Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 2510007Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá Hafnasambandi Íslands, Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040, Stefnumótandi greining og fjárfestingarmat, unnið af Íslenska sjávarklasanum fyrir Hafnasamband Íslands. Skýrslan var m.a. kynnt á Hafnafundi Hafnasambandsins, sem haldinn var í Ólafsvík 23. október sl.

11.Hafnasamband Íslands - Minnisblað um lagabreytingar tengdar rafrænu eftirliti í höfnum

Málsnúmer 2511022Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað unnið fyrir Hafnasamband Íslands, um nýlegar lagabreytingar um rafrænt eftirlit í höfnum og aðgang að því. Einnig leiðbeiningar varðandi fyrirspurnir um aðgang tollyfirvalda að rafrænu eftirliti hafna, ásamt tölvupósti Hafnasambandsins 19. nóvember sl.

13.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambandsins, sem haldinn var 10. september sl.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:30.