Málsnúmer 1808016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

Til máls tóku JÓK, RG, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins.

Bæjarráði er falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina. Fyrsta skref verði að óska eftir því að nefndir bæjarins fari yfir gildandi fjölskyldustefnu og skili bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.

Samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 85. fundur - 10.09.2018

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Farið var yfir fjölskyldustefnuna. Rætt var hvað þurfi að hafa í huga við endurskoðun hennar og rætt um aðkomu nefndarinnar. Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu á næsta fundi sínum.

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Nefndin fagnar því að endurskoða eigi fjölskyldustefnuna og mun taka hana til umræðu á næsta fundi.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Rósa kynnti áform bæjarstjórnar um endurskoðun fjölskyldustefnu. Hún hvatti nefndarfólk til að rýna hana m.t.t. breyttra aðstæðna og þeirra mála sem undir nefndina heyra. Einnig hvatti hún til þess að fólk ræddi efni hennar á vinnustöðum og víðar, til að fá inn sem fjölbreyttust sjónarmið við endurskoðunina.
Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu síðar.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Umræða um fyrirkomulag við endurskoðun fjölskyldustefnu
Rætt um fyrirkomulag við endurskoðun á fjölskyldustefnu bæjarins.

Nefndir bæjarins hafa fengið stefnuna til umfjöllunar.

Bæjarráð mun skilgreina hagsmunaaðila og verkferli, auk næstu skrefa, að lokinni fjárhagsáætlanagerð.

Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 18. fundur - 03.10.2018

Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
Menningarnefnd fagnar endurskoðun á fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Þar er margt gott sem nýta má áfram. Helst mætti skoða hugmyndir að verkefnum sem mörg eru orðin úrelt og ákveða ný í staðinn.
Menningarnefnd mun skoða fjölskyldustefnuna betur fyrir næsta fund.
Hér vék Eygló af fundi vegna útkalls björgunarsveita.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 86. fundur - 09.10.2018

Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndarmenn hafa lesið í gegnum fjölskyldustefnuna.
Rætt um nálgun og yfirferð um efni stefnunnar. Nefndin mun fara yfir stefnuna á næsta fundi sínum.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 87. fundur - 09.11.2018

Umræða varð um ýmis atriði sem snerta fjölskyldumál, s.s. samskipti kynslóða og forvarnir.
Samþykkt var að fá forvarnafulltrúa FSN til að koma og ræða við nefndina síðar.

Í tengslum við þennan lið var einnig rætt um eftirfarandi atriði:
- skák; hvernig megi efla áhuga og færni grunnskólanemenda í skák
- 100 ára fullveldi: hátíð í grunnskóla 1. des.
- fræðslu inní grunnskóla um vímugjafa


Skólanefnd - 146. fundur - 04.02.2019

Rætt um efni fjölskyldustefnu og gagnsemi hennar, í tengslum við endurskoðun hennar. Nefndin mun á næsta fundi setja niður helstu áherslur sínar vegna endurskoðunarinnar.


Íþrótta- og tómstundanefnd - 88. fundur - 07.02.2019


Áframhaldandi umræða varð um áherslur og skilaboð nefndarinnar við endurskoðun fjölskyldustefnu. Rætt var um forvarnir í víðu samhengi, um gæði í samfélagi, mikilvægi þess að kynslóðir eigi samskipti og miðli hver til annarrar, um að allir hafi hlutverk í samfélaginu, o.fl. Efnið mun nýtast við undirbúning fundar með félagasamtökum og inní frekari umræðu um fjölskyldustefnu.

Bæjarstjórn - 225. fundur - 12.02.2019


Umræður fóru fram um vinnuna framundan við endurskoðun fjölskyldustefnu, við stefnu um menningarmál, vinnu með íþróttafélögum við að skoða uppbyggingu íþróttamannvirkja til framtíðar, skólastefnu o.fl. Rætt um hvort og hvernig mætti samþætta bæði vinnu og framsetningu á þessum stefnum.

Allir tóku til máls.

Frekari umræðu og úrvinnslu vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 525. fundur - 28.02.2019


Bæjarráð ræddi hugmynd að mótun sameiginlegrar heildarstefnu. Bæjarstjóra falið að afla gagna og undirbúa ákvarðanatöku í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 89. fundur - 12.03.2019

Bæjarstjóri sagði frá því að bæjarstjórn skoði nú þann möguleika að vinna eina heildarstefnu sem taki á fjölskyldustefnu, stefnu um menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmálum og fleiru. Nefndin mun fylgjast með framvindunni.