Málsnúmer 2209025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 592. fundur - 28.09.2022

Gjaldskrár 2022 liggja fyrir fundinum, en bæjarráð mun í komandi fjárhagsáætlunarvinnu taka ákvörðun um gjaldskrár fyrir næsta ár.
Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2022. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 595. fundur - 18.10.2022

Lagt fram yfirlit sem sýnir breytingar á þjónustugjaldskrám miðað við mismunandi forsendur, ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir gjaldskrár og forsendur.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Hafnarstjórn - 2. fundur - 25.10.2022

Tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2023 lögð fram og rædd.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2023.

Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Breyting er lögð til á aflagjaldi milli ára skv. framlagðri tillögu.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 597. fundur - 17.11.2022

Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu bæjarins og foreldra.

Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit.

Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2022 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hlutfall kostnaðar foreldra við vistun barna. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2023 fela í sér 7,7% hækkun frá árinu 2022, en hækkunin var hófleg árin áður og undir raunbreytingum á vísitölu neysluverðs.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir húsaleigu í samvinnurými að Grundargötu 30 auk upplýsinga úr gjaldskrám fyrir samvinnurými í öðrum sveitarfélögum. Að Grundargötu 30 standa nú yfir framkvæmdir við rýmið, í samræmi við hönnun þess.
Farið yfir tillögur/hugmyndir sem lagðar voru fram og tekin ákvörðun um gjaldskrá sem myndi gilda árið 2023.

Fyrirliggjandi tillaga 1 að gjaldskrá samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 604. fundur - 28.04.2023

Lögð fram tillaga leikskólastjóra um "kortersgjald" í samræmi við fyrri umræðu í skólanefnd og bæjarstjórn, í því skyni að ná betri yfirsýn yfir þörf fyrir starfsfólk í aukakorter, þ.e. fyrir og eftir reglulegan dvalartíma.

Bæjarstjórn vísaði umræðu um gjaldskrárbreytingu til bæjarráðs, að undangenginni umræðu sem fram fór í skólanefnd.

Lagðar fram upplýsingar um kortersgjald hjá nokkrum sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram yfirlit um hlutfall kostnaðar foreldra af nettókostnaði við rekstur leikskóla, sem er 9% á móti 91% kostnaði bæjarins.

Lagt til að tekið verði upp kortersgjald á Leikskólanum Sólvöllum og Leikskóladeildinni Eldhömrum í samræmi við framkvæmd hjá öðrum sveitarféllögum. Gjaldið verði 1.000 kr. á mánuði fyrir korterið, þ.e. fyrir kl. 8:00 að morgni og eftir kl. 16:00. Breyting á gjaldskrá tekur gildi nk. haust, frá og með nýju skólaári.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn - 7. fundur - 18.07.2023

Lögð fram tillaga hafnarstjóra að breytingum á gjaldskrá og á opnunartíma hafnar.



Lögð til breyting á gjaldskrá, skv. tillögu hafnarstjóra og eftir umræður hafnarstjórnar, sem hér segir:

- Fyrirsögn 12. gr. breytist úr "Leigugjöld, gámavellir" í "Leigugjöld".

- Nýir gjaldskrárliðir bætist við 12. gr.:
45.000 kr. Leiga á sérstökum fríholtum (fenders) til skipa, gjald fyrir hverja komu (eða hverjar byrjaðar 24 klst.)
28.000 kr. Leiga á landgangi til skipa, gjald fyrir hverja komu (eða hverjar byrjaðar 24 klst.)

- Lagfæring verði gerð á orðalagi 6. gr. í samræmi við tillögu (ekki efnisleg breyting).

Framangreindar breytingar samþykktar samhljóða.

---

Lögð til breyting á opnunartíma hafnar, skv. tillögu hafnarstjóra og eftir umræður hafnarstjórnar, sem hér segir:

Opnunartími kl. 08-19 virka daga, nema 08-17 á föstudögum, og frá kl. 13-17 á sunnudögum. Bakvakt er til staðar utan framangreinds tíma og þjónusta hafnarinnar skv. beiðni.

Samþykkt samhljóða.

---

Rætt um útfærslur á því að veita afslátt til eldri borgara af bryggjugjöldum smærri báta í þeirra eigu, sem ekki eru í útgerð.
Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að vinna útfærslu sem komi til afgreiðslu við gerð gjaldskrár ársins 2024.