Gestir fundarins undir þessum lið voru Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs/skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi. Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir málefnum íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis.
Farið var yfir áætlun bæjarstjórnar um fjárfestingar árið 2023 og rætt um helstu framkvæmdir og verkefni ársins.
Gestir
- Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:14
- Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi - mæting: 08:30
- Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi - mæting: 08:30
Lagðar áherslur um framkvæmdir og forgangsröðun, tímasetningar, verkaðferðir, efnisval o.fl.
Samþykkt samhljóða.