285. fundur 07. maí 2024 kl. 16:30 - 19:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá fyrirhuguðum fundi um samgöngumál á Vesturlandi nk. föstudag á Breiðabliki með vegamálastjóra, þingmönnum kjördæmisins og ráðherra samgöngumála. Fundurinn er haldinn í samræmi við ályktun SSV frá aðalfundi 20. mars sl. um að boða til slíkrar umræðu.

Bæjarstjórn hefur reglulega átt fundi með starfsfólki leikskólans og stefnir á næsta fund í vor eða haust. Bæjarstjóri mun ræða við leikskólastjóra um tímasetningu fundar.

Rætt um erindi leikskólastjóra um tvær gjaldfrjálsar vikur til viðbótar við fimm vikna sumarlokun, en áður var ein gjaldfrjáls vika í boði.
Bæjarstjórn samþykkir erindi leikskólastjóra um að möguleiki verði á tveimur gjaldfrjálsum vikum í tengslum við fimm vikna lokun leikskólans. Jafnframt verði í boði ein gjaldfrjáls vika við Leikskóladeildina Eldhamra, til viðbótar við sex vikna sumarlokun.

Samþykkt samhljóða.

Farið yfir niðurstöður úr úttekt HLH ráðgjafar ehf. fyrir Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ um samvinnu og rekstur slökkviliða. Umræður um málið.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir í úttektinni um samvinnu og sameiginlega yfirstjórn slökkviliðanna og felur bæjarstjóra frekari vinnu við málið og bæjarráði umboð til að ákveða endanlega útfærslu.

Samþykkt samhljóða.

ÁE sagði frá fundi sem hún sat um heilbrigðiseftirlit og boðaðar breytingar á því sem haldinn var 6. maí sl. Lagt hefur verið til að svæðisbundin heilbrigðiseftirlit verði lögð niður og eftirlit verði á höndum ríkisins. Hún sagði frá tillögum starfshóps varðandi málefnið. Til frekari umfjöllunar síðar.

3.Bæjarráð - 620

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 620. fundar bæjarráðs.
 • 3.1 2401018 Framkvæmdir 2024
  Farið yfir helstu framkvæmdir sem eru í gangi og undirbúningi.
  Bæjarráð - 620 1. Gangstéttir á Hrannarstíg

  Thijs Kreukels fór yfir rýni sína á götum/gangstétt á Hrannarstíg og Sif H. Pálsdóttir yfir hönnun á Hrannarstíg, en gengið var frá hönnun hans á síðasta ári.
  Rætt um frágang og ýmis atriði sem snerta aukið umferðaröryggi og stefnu aðalskipulags um að neðri hluti Hrannarstígs verði gönguvæn gata.

  Samþykkt að gögn vegna gangstétta frá bílaþvottaplani/leikskólalóð og niður að Hrannarstíg verði útbúin til verðkönnunar (vestanmegin í götunni). Frágangur við Hrannarstíg 3 og 5 verði skoðaður nánar.

  Fram fari samtal við húseigendur á svæðinu.

  Frágangur við innkomu að lóð Samkaupa verði ræddur við lóðarhafa, en fyrir liggur deiliskipulag sem lóðarhafar unnu fyrir lóð verslunarinnar á sínum tíma.

  2. Kjallari íþróttahúss - tillaga

  Bæjarstjóri sagði frá breytingum innanhúss í kjallara íþróttahúss, sem miða að því að nýta sem best fjármagn sem ætlað var í tengslum við orkuskipti og nýtingu hluta hússins til þess. Sigurbjartur Loftsson er bænum til ráðgjafar um frágang og fyrirkomulag í rýminu.

  3. Kirkjufellsfoss - staða framkvæmda

  Bæjarstjóri sagði frá undirbúningsvinnu við frágang og framkvæmdir við Kirkjufellsfoss. Ætlunin er að setja í útboð/verðkönnun stíga og palla austanmegin við fossinn, skv. hönnun Landslags á svæðinu. Framkvæmdir fari aðallega fram í haust. Einnig er í gangi samtal við Sanna landvætti, um frágang á svæðinu.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.
 • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  Bæjarráð - 620
 • 3.3 2402013 Greitt útsvar 2024
  Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-mars 2024. Bæjarráð - 620 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • 3.4 2309033 Gjaldskrár 2024
  Lögð fram tillaga frá 39. fundi menningarnefndar, um viðbótarlið í gjaldskrá fyrir Sögumiðstöð, sbr. tölvupóst forstöðumanns bókasafns og menningarmála 26. apríl 2024.

  Nefndin leggur til að í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, verði bætt lið fyrir útleigu vegna sýningahalds á sýningarvegg í Sögumiðstöð: 10.000 kr. fyrir 2 vikur.

  Bæjarráð - 620 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekinn verði nýr liður inn í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, vegna Grundargötu 35, og verði til að byrja með 10.000 kr. fyrir sýningahald í sal m.v. 2 vikur.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um nýjan lið í gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Sögumiðstöðar, sem er til að byrja með 10.000 kr. fyrir sýningarhald í sal, miðað við tvær vikur.

  Samþykkt samhljóða.
 • Deloitte hefur unnið úttekt fyrir bæjarstjórn og borið saman fjárhagsstöðu íbúða eldri borgara, að Hrannarstíg 18 og 28-40, við íbúðir í Snæfellsbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Bæjarráð hefur áður haft málið til skoðunar, þar sem tap hefur verið á rekstri íbúðanna.

  Marinó Mortensen hjá Deloitte var gestur fundarins undir þessum lið og fór hann yfir framlagða samantekt.

  Bæjarráð - 620 Bæjarráð fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður og þau úrræði sem fyrir hendi eru til að mæta tapi sem verið hefur á rekstrinum.

  Bæjarráð leggur til annars vegar að leiga í íbúðunum verði hækkuð og að höfð verði hliðsjón af leigufjárhæðum í samanburðarsveitarfélögunum. Leigufjárhæð miðist við um 1980 kr. pr. m2. Hækkun fari fram í 3-4 skrefum á ca. einu ári.

  Ennfremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að það svigrúm sem nú skapast, með lausri íbúð, og einnig í ljósi þess að bærinn á 15 íbúðir sem nýttar eru í þessu skyni, þá verði tækifærið nýtt og ein íbúð verði seld. Bæjarstjóra/skrifstofustjóra verði falið að afla verðmats íbúðar hjá fasteignasala.

  Framangreind tillaga til bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.


  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Bæjarstjórn samþykkir tilögu bæjarráðs um hækkun leigu á íbúðum fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 og Hrannarstíg 28-40 í 1980 kr./ferm. í skrefum. Einnig samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um sölu íbúðar.

  Bæjarstjóra falið að koma íbúðinni í söluferli. Sett verði kvöð með þeim hætti að íbúðin verði eingöngu fyrir 60 ára á eldri, með sambærilegum hætti og gert var í skipulagsákvæðum nýrra íbúða vestan við dvalarheimilið.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram tillaga um húsnæðisáætlun 2024.

  Bæjarráð hefur umboð bæjarstjórnar til að afgreiða húsnæðisáætlunina.
  Bæjarráð - 620 Húsnæðisáætlun Grundarfjarðarbæjar 2024 er samþykkt.
 • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 22. mars 2024 um umsögn við umsókn Thies ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II-C minna gistiheimili að Búlandshöfða, undir heitinu Búlandshöfði.

  Á fundi sínum þann 11. apríl sl. fól bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða þetta mál, eftir að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hefðu veitt sínar umsagnir. Nú liggja þær umsagnir fyrir og hafa verið sendar sýslumanni.

  Bæjarráð - 620 Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.
 • Lögð fram vöktunarskýrsla dags. 29. febrúar 2024, unnin árið 2023 af Stefáni Gíslasyni hjá UMÍS fyrir Grundarfjarðarbæ, vegna aflagðs urðunarstaðar í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði. Skýrslan hefur verið send Umhverfisstofnun í samræmi við lokunaráætlun.

  Bæjarráð - 620
 • Lögð fram úttektarskýrsla sem unnin er af Vottunarstofunni Tún ehf. eftir eftirlitsheimsókn vegna Earth Check vottunar, sem fram fór þann 7. febrúar sl.
  Bæjarráð - 620
 • Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dags. 24. apríl 2024, um umsóknarfrest í Styrktarsjóð EBÍ sem hefur verið framlengdur til 7. maí nk.

  Bæjarráð - 620

4.Hafnarstjórn - 11

Málsnúmer 2404008FVakta málsnúmer

 • 4.1 2403036 Ársreikningur 2023
  Ásreikningur Grundarfjarðarhafnar 2023 lagður fram til afgreiðslu.

  Ársreikningur bæjar og hafnar hefur verið ræddur við fyrri umræðu í bæjarstjórn, en síðari umræða fer fram 7. maí nk.

  Á árinu 2023 var landaður afli 17.203 tonn í 807 löndunum. Árið 2022 var landað 27.112 tonnum í 1.074 löndunum en árið 2021 var landað 23.677 tonnum í 1.032 löndunum.

  Hafnarstjórn - 11 Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur hafnarsjóðs 188,5 millj. kr. árið 2023, en voru um 203,5 millj. kr. árið 2022 og um 141 millj. kr. árið 2021.

  Rekstrargjöld, þar með talin laun, voru 113,5 millj. kr. en voru 97,6 millj. kr. árið 2022.

  Afskriftir fastafjármuna voru 13,9 millj. kr., samanborið við 12,8 millj. kr. árið 2022. Að teknu tilliti til afskriftanna er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um 61,1 millj. kr. árið 2023, en var jákvæð um tæpar 93 millj. kr. árið 2022.

  Fjárfest var fyrir tæpar 44 millj. kr. á árinu. Fjárfestingar síðustu ára voru 40,6 millj. kr. árið 2022, tæpar 42 millj. kr. árið 2021, 133,5 millj. kr. árið 2020 og 121,3 millj. kr. árið 2019, eða samtals rúmar 381 millj. kr. síðustu fimm árin.

  Höfnin er skuldlaus.

  Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2023 samþykktur samhljóða af hafnarstjórn.

  Hafnarstjórn lýsir ánægju með að niðurstaða ársins er umfram áætlun ársins.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir ársins.

  Hafnarstjórn - 11 Yfirstandandi er endurnýjun á steyptri þekju Norðurgarðs, um 200 m2 hluti. Þá eru eftir um 200 m2 til viðbótar og verður lokið við þá í haust samhliða frágangi lagna á svæðinu.

  Höfnin hefur fest kaup á tveimur nýjum, stórum fríholtum, sem notuð eru fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast að Norðurgarði. Nýju fríholtin eru stærri og öflugri en þau sem keypt voru í fyrra. Hafnarstjórn stefnir að því að kaupa tvö stór fríholt til viðbótar á næsta ári.

  Ledlýsing hefur verið sett í alla almenna ljósastaura á öllu hafnarsvæðinu og eldri perum skipt út.

  Ný rafmagnstafla er komin en eftir er að setja hana upp, í elsta rafmagnshúsi hafnarsvæðisins. Skipt hefur verið um hurð á tveimur rafmagnshúsum, því elsta og svo inná Suðurgarði.

  Í sumar verða málaðir (sprautaðir) bryggjukantar, pollar og stigar. Svæði við smábátaplanið við Suðurgarð og við bæjarskiltið verða snyrt til.

  Rætt um smábátaplan við Suðurgarð og möguleika á að malbika á því svæði í sumar. Hafnarstjóra falið að óska upplýsinga um verð í malbikun sbr. umræður fundarins.

  Búið er að ræða við öll fyrirtæki á hafnarsvæðinu um árlega vortiltekt og eru allir farnir að taka til eftir veturinn, að sögn hafnarstjóra.

  Rætt um salernisaðstöðu á hafnarsvæðinu. Í ár, eins og í fyrra, verður leigð salerniseining fyrir gesti skemmtiferðaskipa.

  Hafnarstjóri ítrekaði ósk sína frá apríl 2023 um að byggð verði viðbygging og salernisaðstaða við núverandi hafnarhús við hafnarvog, til að fullnægja þörfum vaxandi fjölda gesta skemmtiferðaskipa. Hinsvegar ber að líta til þess að skipulagsmál á hafnarsvæðinu hafa verið í örri breytingu og er ekki lokið.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Hafnarstjóri fór yfir stöðuna.
  Hafnarstjórn - 11 Skemmtiferðaskipakomur voru 62 á síðasta ári og farþegar 47.000 talsins.
  Um 77 skipakomur eru bókaðar fyrir árið 2024, með farþegafjölda um 57.000 talsins. Svipaður fjöldi bókana er fyrir árið 2025 og fyrir árið 2026 hafa þegar verið bókaðar 60 komur.

  Á aðalfundi Cruise Iceland fyrir skömmu varð breyting á stjórn og á árgjöldum. Gjöldin miðast við fjóra flokka, út frá stærð hafna (fjöldi móttekinna gesta). Grundarfjarðarhöfn er í flokki II, þ.e. með farþegafjölda á bilinu 10-50.000 og verður gjaldið því 690.000 kr. í ár.

  Formaður sagði frá því að menningarnefnd, sem sér einnig um markaðsmál, og forstöðumaður bókasafns og menningarmála hafi skoðað möguleikann á að nýta menningarhúsin betur í sumar, þegar gestafjöldinn er sem mestur. Er það í takt við það sem fram hefur komið í samtali við Margréti Björk, forstöðumann Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands, sem stýrt hefur verkefni með höfnum og sveitarfélögum á Snæfellsnesi vegna móttöku skemmtiferðaskipa. Einnig er ætlunin að auka framboð menningarviðburða í Sögumiðstöðinni á komandi mánuðum.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Farið yfir stöðu skipulagsmála og undirbúning vegna verkefna sem eru í gangi.

  Halldóra Hreggviðsdóttir og Árni Geirsson frá Alta voru gestir undir þessum lið til að fara yfir stöðuna. Halldóra hefur unnið með hafnarstjóra að undirbúningi fyrir umsókn um leyfi til efnistöku af hafsbotni.
  Árni hefur aðstoðað hafnarstjórn við forsendugreiningu vegna stækkunar hafnarsvæðis, sbr. umræður á síðasta fundi.

  Hafnarstjórn - 11 Farið yfir stöðu skipulagsmála á hafnarsvæði og á aðliggjandi svæðum. Unnið er í greiningu á forsendum, einkum fyrir stækkað suðursvæði, en ekki er tekin ákvörðun að sinni um að hefja deiliskipulag á suðursvæði. Málin tengjast næsta dagskrárlið og eru rædd í samhengi.
 • Halldóra Hreggviðsdóttir er áfram gestur undir þessum dagskrárlið, vegna undirbúnings umsóknar um leyfi til efnistöku úr sjó og mats á umhverfisáhrifum efnistökunnar.

  Hafnarstjórn - 11 Halldóra og Hafsteinn fóru yfir niðurstöður mælinga, sem fram fóru fyrir skemmstu.

  Fyrir liggur skýrslan "Sjávardýpi og jarðlög í Grundarfirði" sem Kjartan Thors vann í samvinnu við Guðbjörn Margeirsson hjá Köfunarþjónustunni.

  Dagana 9. - 11. apríl 2024 fóru fram mælingar á sjávardýpi og setþykkt í
  Grundarfirði, en um það sá Guðbjörn Margeirsson, jarðfræðingur hjá Köfunarþjónustunni.
  Tilgangur verksins var m.a. að kanna möguleika á efnistöku af hafsbotni til framtíðarlandfyllingar. Útbúið var dýptarkort af mælingasvæðinu, en úrvinnsla setþykktarmælinganna og skýrslugerð var í höndum Kjartans Thors.

  Við dýptarmælingarnar var beitt fjölgeislamæli Köfunarþjónustunnar og staðsetningarbúnaði og setþykkt einnig mæld. Mælingarnar voru gerðar á báti Köfunarþjónustunnar, Kríu. Mælingalínur voru með 60 metra bili og lágu N-S. Fjórar þverlínur voru auk þess mældar.

  Frekari mælingar munu fara fram og auk þess frekari úrvinnsla gagna yfir í þrívíddargögn af mælingasvæðinu.
  Gögnin verða m.a. nýtt til undirbúnings umsóknar um efnistöku af hafsbotni.
 • Vegna fyrirhugaðra breytinga á sorpmálum, m.a. aukinnar flokkunar, hafa verið sendar leiðbeiningar hafnarinnar til skipa um úrgangsmál.

  Hafnarstjórn - 11 Höfnin á von á að fá nýja gáma undir sorp, af annarri tegund en verið hafa notaðir og verða þeir leigðir af Íslenska gámafélaginu, sem er þjónustuaðili hafnar og bæjar.

 • Lagt fram erindi um bætt aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, sem eru gestir af skemmtiferðaskipum, bæði að Kirkjufellsfossi og Grundarfossi. Fram kemur í bréfinu að malbikaða göngustíga vanti að þessum náttúruperlum, en slíkir stígar myndu einnig skapa möguleika til hjólreiða. Áhyggjum er lýst af því að þeir sem fara fótgangandi haldi sig á þjóðveginum og þar stafi þeim hætta af umferð sem um sumartímann er mikil beggja vegna við Grundarfjörð á báðum akreinum.
  Hafnarstjórn - 11 Hafnarstjórn þakkar Gunnari fyrir gott og þarft erindi.

  Hafnarstjórn tekur undir áhyggjur bréfritara af umferð gangandi vegfarenda á umræddum leiðum og telur brýnt að stígar verði lagðir fyrir gangandi og hjólandi, að bæði Kirkjufellsfossi og Grundarfossi.

  Formaður sagði frá því að undirbúningur hefði farið fram á vegum bæjarstjórnar fyrir nokkrum árum og leiðir þessar verið skoðaðar, sem og kostnaður við lagningu stíga. Þrátt fyrir að fyrir lægi loforð um mótframlag Vegagerðarinnar, þá væri um kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða og hefði bæjarstjórn forgangsraðað gangstéttum innanbæjar framar en framkvæmdum við stígagerð út úr bænum.

  Formaður rifjaði upp fjárhæðir sem innheimtar eru sem farþegagjöld, einkum af gestum skemmtiferðaskipa, og ákvæði um þau.

  Hafnarstjórn hvetur bæjarstjórn til að undirbúa framkvæmdir við gerð göngustíga sem fari fram eins fljótt og kostur er.


  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Hafnarstjórn - 11 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af fundum nr. 460 og 461, sem haldnir voru 15. janúar og 16. febrúar 2024.

 • Hafnarstjórn - 11 Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023 lagður fram til kynningar.

5.Ársreikningur 2023 - síðari umræða

Málsnúmer 2403036Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2023, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2023.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 samþykktur samhljóða.

Gestir

 • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 17:30
 • Marinó Mortensen - mæting: 17:30

6.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2024

Málsnúmer 2404002Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur samþykkt 100 millj. kr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Í samræmi við umræður á 284. fundi bæjarstjórnar var ákveðið að taka lánið í tvennu lagi. Nú þegar hafa verið teknar 60 millj. kr. að láni.Að ósk Lánasjóðs sveitarfélaga er óskað eftir að gerð verði samþykkt fyrir því sem eftir er af lántöku ársins, eða 40 millj. kr. með veði í tekjum sveitarfélagsins, verði af síðari hluta lántökunnar.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir 284. fundi bæjarstjórnar og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir ársins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

7.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Kosning viðbótarfulltrúa í kjörstjórn skv. tillögu frá Mjöll Guðjónsdóttur formanni.

Lagt til að Þorsteinn Hjaltason og Gunnar Andri Pétursson verði varafulltrúar í kjörstjórn.

Samþykkt samhljóða.

8.SSV - Öndvegisstyrkir

Málsnúmer 2405001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 642. fréttabréf SSV varðandi öndvegisstyrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.

9.Nýsköpunarnet Vesturlands - Ársskýrsla Nývest ses. 2023

Málsnúmer 2405003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Nýsköpunarnets Vesturlands ses. 2023.

10.HSH - Þakkir til Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2405002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) með bókun sambandsþings HSH þann 11. apríl sl., þar sem Grundarfjarðarbæ er þakkað fyrir samstarfið á árinu.

11.Vegagerðin - Tengivegaáætlun 2024-2028

Málsnúmer 2405000Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vegagerðarinnar dags. 29. apríl sl., um samþykkta tengivegaáætlun 2024-2028.

12.Hafnasamband Íslands - Ársreikningur 2023

Málsnúmer 2404008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:48.