Málsnúmer 1810006

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86. fundur - 09.10.2018

Formaður UMFG kom á fundinn og kynnti starfsemi félagsins.
Formaður UMFG fór yfir starfsemina og kynnti handbók félagsins sem er í vinnslu, en í henni er að finna allar grunnupplýsingar um stjórn og starfsemi, leiðbeiningar til þjálfara, siðareglur fyrir stjórnendur, starfsfólk, iðkendur, foreldra og stuðningsfólk, o.fl.
Hún sagði frá vel heppnuðum íþróttadegi sem félagið gekkst fyrir í íþróttahúsinu í september, í tilefni af Íþróttadegi Evrópu. Nk. mánudag býður UMFG upp á fyrirlestur fyrir foreldra um skjáfíkn, en fyrirlesturinn verður hluti af dagskrá Rökkurdaga.
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við áætlunargerð um íþróttamannvirki og óskaði eftir samvinnu við UMFG um það. Nefndin fagnar fjölbreyttu og góðu starfi UMFG og hvetur félagið til dáða.

Formanni UMFG var þökkuð koman á fundinn.

Næsti fundur verður föstudag 9. nóvember í framhaldi af kjöri íþróttamanns ársins.

Fundargerð upplesin og staðfest.


Gestir

  • Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87. fundur - 09.11.2018

Nefndin leggur til að leitað verði eftir sameiginlegum fundi með öllum íþrótta- og æskulýðsfélögum í bænum, þar sem félög og ráð kynni stuttlega starfsemi sína fyrir nefndinni og hvert öðru. Einnig verði rætt um sameiginleg hagsmunamál og mál sem íþrótta- og æskulýðsnefnd getur unnið að eða stutt við. Fundurinn verði ennfremur nýttur sem liður í endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins - þar sem færi gefist til umræðu um tiltekin efni sem snerta stefnuna.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88. fundur - 07.02.2019

Fyrirhugaður er fundur nefnda bæjarins með félagasamtökum í íþrótta-, félags- og menningarstarfi. Rætt um framkvæmd, en unnið er að undirbúningi.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89. fundur - 12.03.2019

Í framhaldi af næsta lið á undan:
Fyrirhuguðum fundi með íþrótta- og menningarfélögum í bænum hefur verið frestað í bili, þar sem fyrirkomulag við að móta heildstæða stefnu bæjarins er til skoðunar hjá bæjarstjórn. Efni og fyrirkomulag þessa fundar getur að einhverju leyti ráðist af því hvernig staðið verður að mótun heildstæðrar stefnu bæjarins. Fundurinn bíður þar til þetta skýrist.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100. fundur - 16.02.2021

Framhald umræðu nefndarinnar um samtal við fulltrúa íþróttafélaga og æskulýðssamtaka.
Nefndin hafði áður fengið fulltrúa UMFG inná fund til sín. Í tengslum við vinnu bæjarins að stefnumótun sem fram fór 2019-2020 var haldinn fundur með íþróttafélögum. Til hefur staðið að óska eftir fundi með fleiri félögum.

Nefndin mun óska eftir sameiginlegum fundi með íþróttafélögum og æskulýðssamtökum.

Bæjarstjóra falið að stilla upp fyrirkomulagi á fundi, í samræmi við umræður fundarins. Gert verði ráð fyrir kynningum af hálfu félaganna og umræðum á eftir, út frá fyrirfram mótuðum spurningum.

Fundur verði haldinn um eða uppúr miðjum mars, dagsetning til nánari skoðunar. Leitað verði til félaganna um heppilega dagsetningu.