Málsnúmer 1910006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Sigurbjartur Loftsson, byggingafræðingur, sat fundinn undir þessum lið. Hann kynnti úttekt sem hann gerði vegna möguleika á orkuskiptum vegna íþróttahúss, sundlaugar og grunnskóla, sem nú eru kynt með olíu.

Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna nauðsynlegra rannsókna og undirbúnings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri - mæting: 17:00
  • Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna - mæting: 17:00
  • Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja - mæting: 17:00
  • Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri - mæting: 17:00

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Farið yfir erindi frá Eflu, verkfræðistofu, um varmaskiptaverkefnið. Styrkur hefur fengist úr Orkusjóði til að leggja af olíukyndingu í grunnskóla, íþróttahúsi og sundlaug.

Bæjarstjóra falið að semja við Eflu um aðstoð við vinnuna.

Samþykkt samhljóða.