Málsnúmer 2312014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram samantekt og tillaga um að rýna og undirbúa mögulega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.Um er að ræða hugmynd sem rædd var á sameiginlegum vinnufundi bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar þann 27. nóvember sl. um skipulagsmál, lóðir, framtíðarverkefni og tækifæri.Lagt til að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.

Rýndir verði kostir þess að þróa svæði við Ölkelduveg og Hrannarstíg, í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til útivistar og íbúðar. Um yrði að ræða spennandi forgangssvæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþróttamannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis/skólasvæðis til framtíðar.

Bæjarstjórn samþykkir að hafinn verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þá vinnu.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Lögð fram samantekt og tillaga um að rýna og undirbúa mögulega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.Um er að ræða hugmynd sem rædd var á sameiginlegum vinnufundi bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar þann 27. nóvember sl. um skipulagsmál, lóðir, framtíðarverkefni og tækifæri.Á 277. fundi bæjarstjórnar þann 14. desember sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Ölkeldudal og fól skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þá vinnu.Rýndir verði kostir þess að þróa svæði við Ölkelduveg og Hrannarstíg, í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til útivistar og íbúðar. Um yrði að ræða spennandi forgangssvæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþróttamannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis/skólasvæðis til framtíðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjórnar og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að fá skipulagsráðgjafa til aðstoðar við vinnuna og hefja hana.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 256. fundur - 14.02.2024

Í fjarfundi undir þessum lið voru þær Halldóra Hreggviðsdóttir og Kristborg Þráinsdóttir hjá Alta, sem skipulagsráðgjafar í verkefninu.

Í fjarfundi var einnig Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar, en bæjarfulltrúum var boðið að taka þátt í umræðum.Lögð fram drög að lýsingu deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar vegna Ölkeldudals.

Nýr stýrihópur um skipulagsverkefnið (Davíð og Heiðrún) hefur hist einu sinni, frá síðasta fundi nefndarinnar, til yfirferðar um tillögugerðina, með skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum.

Rætt um þá valkosti að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Ölkeldudalssvæðið, þannig að til verði eitt heildarskipulag fyrir svæðið, eða að vinna breytingu fyrir þann hluta sem er innan Paimpol-garðs með áherslu á nýjar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði.

Rætt var um valkostina, sem báðir hafa kosti og galla. Samþykkt að miða við að skipulagslýsingin sé opin hvað þetta varðar.

Farið var yfir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi og tilheyrandi breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra, ásamt fulltrúum í stýrihópi verkefnisins, að ljúka frágangi skipulagslýsingarinnar í samræmi við umræður fundarins.

Nefndin felur jafnframt skipulagsfulltrúa að birta og kynna skipulagslýsinguna. Nefndin stefnir að því að hafa opið hús á kynningartíma skipulagslýsingar, um lýsinguna og hugmyndir um skipulagsbreytingar. Ennfremur að hafa sérstakan fund með áhugasömum verktökum þar sem rýnt er í heppilegar húsgerðir á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Á miðnætti í gær, 20. mars, rann út frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum vegna auglýsingar á skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerð deiliskipulags fyrir Ölkeldudal.Sex umsagnir bárust um breytingu aðalskipulags og sjö sem snúa að breytingu deiliskipulags, í gegnum Skipulagsgáttina þar sem aðal- og deiliskipulagstillögum er stillt upp í sitthvoru lagi.Leitað var umsagna hjá: Minjastofnun (barst), Heilbrigðiseftirliti Vesturlands (barst í tölvupósti eftir frest), Mílu (barst), Umhverfisstofnun (barst), Slökkviliði Grundarfjarðar (barst), Skipulagsstofnun (barst), Land og Skógur (barst í tölvupósti eftir frest), Veðurstofu Íslands, Snæfellsbæ (barst), Sveitarfélaginu Stykkishólmi, Rarik, Veitum, Svæðisskipulagssnefnd Snæfellsness og Náttúrustofu Vesturlands. Landsnet var ekki umsagnaraðili en skilaði inn umsögn.Auk þess lögð fram samantekt skipulagsráðgjafa um efni umsagnanna.Ekki þarf að bregðast sérstaklega við með svörum til þeirra sem veittu umsagnir eða sendu inn athugasemdir, en höfð verður hliðsjón af þeim við áframhaldandi skipulagsvinnu.

Eftir umræður fundarins samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að deiliskipulagstillagan verði sett fram fyrir allt deiliskipulagssvæði Ölkeldudals, þannig að allar eldri breytingar verði sameinaðar í eina útgáfu. Með því yrði utanumhald auðveldað og skilmálar gerðir skýrari fyrir svæðið.

Nefndin fór yfir þær hugmyndir sem verið hafa uppi um breytingar á skipulagssvæðinu. Samþykkt samhljóða að fyrir utan umrædda breytingu með nýjum íbúðarlóðum í Paimpolgarði verði einungis gerð sú efnislega breyting á öðrum hlutum skipulagssvæðisins, að lóðin við Ölkelduveg 19 verði felld út, en að lóðin Ölkelduvegur 17 verði stækkuð og nái yfir hluta af núverandi lóð nr. 19.

Næstu skref er auglýsing vinnslutillögu fyrir aðalskipulagshlutann og verður sú tillaga afgreidd af nefndinni á næstunni. Síðar verður vinnslutillaga vegna deiliskipulags útbúin og auglýst.

Gestir

  • Þóra Kjarval, skipulagsráðgjafi hjá Alta