Lögð fram drög að skólanámskrá leikskólanna í Grundarfirði, þ.e. Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Ásgarður, skólaráðgjöf, hefur veitt aðstoð við þessa vinnu.
Leikskólastjóri fór yfir helstu atriði í starfseminni.
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að skólanefnd myndi halda áfram að fara í heimsókn í stofnanir sem undir svið nefndarinnar heyra.
Undir þessum lið og þeim næsta fór Gunnþór hjá Ásgarði yfir þau gögn sem tilheyra vinnu við eftirfylgni nýrrar menntastefnu. Hann og leikskólastjóri sögðu frá gerð skólanámskrár fyrir Sólvelli og Eldhamra, sem lögð er fram. Farið var yfir lauslega yfir efni skjalsins.
Skólastjóri fór yfir helstu atriði í starfseminni.
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að skólanefnd myndi halda áfram að fara í heimsókn í stofnanir sem undir svið nefndarinnar heyra og m.a. heimsækja grunnskólann.
Undir þessum lið og þeim næsta fór Gunnþór hjá Ásgarði yfir þau gögn sem tilheyra vinnu við eftirfylgni nýrrar menntastefnu. Rætt um þá vinnu og afurðir vinnunnar.
Gestir
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra
Lögð fram drög að skólanámskrá leikskólanna í Grundarfirði, þ.e. Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Ásgarður, skólaráðgjöf, hefur veitt aðstoð við þessa vinnu.
Sjá nánari umfjöllun um skólanámskrá og starfsáætlanir undir dagskrárlið 1.
Umræður um skólastarfið.
Gestir
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra
Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum sem verið hafa í gangi 2025 og fór yfir vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Farið var yfir starfsáætlun skólanefndar fyrir veturinn 2025-2026, en þar er að finna umfjöllunarefni hvers fundar. Efnið er sett niður í samræmi við þau lögskyldu verkefni sem skólanefndum er gert að sinna og fylgjast með.
Allir fundir vetrarins voru dagsettir og mun bæjarstjóri senda Teams-fundarboð á nefndarmenn og alla fulltrúa með seturétt vegna þessara funda.
Gengið var frá fundargerð í framhaldi af fundi og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.