183. fundur 14. október 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skólanámskrá leikskólanna í Grundarfirði, þ.e. Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Ásgarður, skólaráðgjöf, hefur veitt aðstoð við þessa vinnu.



Leikskólastjóri fór yfir helstu atriði í starfseminni.

Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að skólanefnd myndi halda áfram að fara í heimsókn í stofnanir sem undir svið nefndarinnar heyra.

Undir þessum lið og þeim næsta fór Gunnþór hjá Ásgarði yfir þau gögn sem tilheyra vinnu við eftirfylgni nýrrar menntastefnu. Hann og leikskólastjóri sögðu frá gerð skólanámskrár fyrir Sólvelli og Eldhamra, sem lögð er fram. Farið var yfir lauslega yfir efni skjalsins.

Rætt um skólastarfið.


Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara við Sólvelli - mæting: 17:00
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 17:00

2.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Skólastjóri fór yfir helstu atriði í starfseminni.

Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að skólanefnd myndi halda áfram að fara í heimsókn í stofnanir sem undir svið nefndarinnar heyra og m.a. heimsækja grunnskólann.

Undir þessum lið og þeim næsta fór Gunnþór hjá Ásgarði yfir þau gögn sem tilheyra vinnu við eftirfylgni nýrrar menntastefnu. Rætt um þá vinnu og afurðir vinnunnar.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði

3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skólanámskrá leikskólanna í Grundarfirði, þ.e. Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Ásgarður, skólaráðgjöf, hefur veitt aðstoð við þessa vinnu.







Sjá nánari umfjöllun um skólanámskrá og starfsáætlanir undir dagskrárlið 1.

Umræður um skólastarfið.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði

4.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Kynnt að fyrirhugað sé opið hús mánudaginn 27. október nk. í tilefni af 50 ára afmæli tónlistarskólans fyrr á þessu ári.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra

5.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum sem verið hafa í gangi 2025 og fór yfir vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

Farið var yfir starfsáætlun skólanefndar fyrir veturinn 2025-2026, en þar er að finna umfjöllunarefni hvers fundar. Efnið er sett niður í samræmi við þau lögskyldu verkefni sem skólanefndum er gert að sinna og fylgjast með.

Allir fundir vetrarins voru dagsettir og mun bæjarstjóri senda Teams-fundarboð á nefndarmenn og alla fulltrúa með seturétt vegna þessara funda.


Gengið var frá fundargerð í framhaldi af fundi og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.