184. fundur 03. nóvember 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Starfsáætlun vetrarins lögð fram, í formi skóladagatals og skriflegrar áætlunar.



Linda María aðstoðarskólastjóri fór yfir framlögð gögn og sagði frá starfseminni og áætlun vetrarins.

Á haustönn 2025 eru 52 nemendur skráðir í skólann. Kennarar eru þau Alexandra Sukhova, Baldur Orri Rafnsson, Valbjörn Snær Lilliendahl og Linda María Nielsen, sem jafnframt er aðstoðarskólastjóri.

Efnt var til opins húss 27. október sl. í tilefni af 50 ára afmæli tónlistarskólans fyrr á árinu. Bæjarbúum var boðið að skoða nýtt og betrumbætt húsnæði skólans eftir breytingar síðasta árs, tónlistaratriði voru í boði og veitingar. Rúmlega 100 manns mættu og tókst þetta mjög vel og var mikil ánægja meðal gesta, eins og segir í framlögðu skjali frá aðstoðarskólastjóra.

Gestir

  • Linda María Nielsen, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:00

2.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla skólastjóra grunnskóla og svör við spurningum skólanefndar, einnig lögð fram símenntunaráætlun skólaársins 2025-2026 fyrir grunnskólann og skýrsla innra mats í grunnskólanum, frá júní 2025.



Farið yfir framlögð gögn og upplýsingar og þau rædd.

Gunnþór sagði frá því starfi sem unnið er með stjórnendum og starfsfólki skólans og Eldhamra á grunni menntastefnu.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra
  • Anna Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði

3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá Eldhömrum, þ.e. námsvísir 2024-2026, og punktar frá Eldhömrum um starfið.



Farið yfir gögn og þau rædd.

Gestir

  • Anna Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra

4.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá leikskólastjóra; Gögn/upplýsingar og svör leikskólastjóra við spurningum skólanefndar skv. starfsáætlun, umbótaáætlun 2025-2026, starfsáætlun Leikskólans Sólvalla 2025-26, skýrsla innra mats 2024-2025 og skólanámskrá leikskólanna (sama skjal og á síðasta fundi).



Leikskólastjóri fór yfir gögn og helstu upplýsingar.

Gunnþór sagði frá því starfi sem unnið er með stjórnendum og starfsfólki leikskólans og Eldhamra á grunni menntastefnu.

Gestir

  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara við Sólvelli - mæting: 17:50
  • Valgerður Stefánsdóttir, fulltrúi foreldra - mæting: 17:50
  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:50
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði

5.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2501025Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir 2025 í skólum og við íþróttaaðstöðu.

Hæst ber að nefna miklar framkvæmdir á skólalóðum, bæði leik- og grunnskóla. Endurnýjuð voru leiktæki og gerðar aðrar umbætur í lóðunum.

Á grunnskólalóð var kastali og annað leiktæki endurnýjað og allt umhverfi þeirra tækja. Bekkur var settur upp við körfuboltavöll og í september var gróðursetningarátak á degi íslenskrar náttúru. Gróðursettar voru allt að 600 plöntur sunnan/austan við skólahúsið. Leiktækjum var einnig bætt við lóðina sunnan við íþróttahús, við ærslabelg.

Á leikskólalóð var hjólabraut malbikuð og nýr sandkassi byggður, rólur voru endurnýjaðar og færðar. Nýtt gróðurhús var sett upp fyrri hluta sumars, svokallað Bambahús. Þar er verið að rækta, en auk þess er þar heimili fyrir fjórar hænur sem fluttu þangað í haust sem leið.

Í leikskólanum voru endurnýjuð gólfefni í eldri hluta leikskóla og í eldhúsi, húsgögn og aðstaða í föndurstofu endurnýjuð og bætt, auk þess sem þar var málað. Lítil klósett voru sett upp í staðinn fyrir "fullorðins" klósettskálar á salernum á drekadeild (eldri hluti húss). Til stendur að setja upp nýja, sjálfvirka rennihurð í aðalinngangi. Gluggar voru málaðir, grindverk og leiktæki.

Í grunnskóla var sömuleiðis skipt um gólfefni á nokkrum stöðum, m.a. í eldhúsi, kennarastofu og göngum. Innrétting á kennarastofu var endurnýjuð að hluta. Til stendur að klæða vegg á tengiganginum milli grunnskóla og íþróttahúss, og lagfæra frágang á lögnum og dreni.

Orkuskipti í skóla- og íþróttamannvirkjum urðu þann 16. janúar sl. og er nú kynt með varmaorku (og rafmagni) en hætt að nota olíu, sem áður var gert. Í búningsklefum íþróttahúss/sundlaugar voru unnar miklar endurbætur sl. sumar, bekkir endurnýjaðir og skápar settir upp, gólf epoxymáluð og allir veggir málaðir. Hljóðeinangrun í íþróttahúsi hefur verið bætt.

6.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Farið yfir áherslur í fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár, einkum fyrir fjárfestingu.



Skólanefnd mun fara í heimsókn í grunnskóla og íþróttahús fyrir jólin.



Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.