Lögð fram undirbúningsgögn og drög að skýrslu HLH ehf., sem unnið er að fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp.
Lagt til að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að undirbúningi. Skýrsla HLH ehf. verði lögð fyrir bæjarráð/bæjarstjórn þegar hún verður fullbúin.
Lagt fram minnisblað HLH ráðgjafar varðandi stöðu á viðræðum um samstarf fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi um verkefni skipulags- og byggingarfulltúa. Bæjarstjóri fór stuttlega yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni. Tillaga um samstarfssamning er í smíðum, en þar mun koma fram fyrirkomulag samstarfs, kostnaðarskipting, stjórnskipuleg staða starfsmanna o.fl.
Stefnt er að sameiginlegum fundi fulltrúa sveitarfélaganna fjögurra í febrúar til að fara yfir tillögu um fyrirkomulag hins sameiginlega embættis, til undirbúnings afgreiðslu í sveitarstjórnunum sjálfum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Lögð fram drög að samstarfssamningi Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir að stofna sérstakt byggðasamlag um starfsemina, heldur gert ráð fyrir að starfsmenn verði ráðnir beint, hjá Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ.
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fari ennfremur með yfirstjórn verklegra framkvæmda/eignaumsjónar hjá sveitarfélögunum, eins og falist hefur síðustu árin í starfi skipulags- og byggingarfulltrúa þeirra.
Gert er ráð fyrir að starfsmenn hafi fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og Stykkishólmi og viðveru eftir nánara samkomulagi, mögulega fasta, í hinum sveitarfélögunum tveimur.
Áfram verði hvert sveitarfélag með sína skipulagsnefnd/byggingarnefnd, en að gjaldskrár byggingarmála og tengdrar þjónustu verði samræmdar og verði eins hjá sveitarfélögunum fjórum.
Gert er ráð fyrir þremur stöðugildum alls, þ.e. byggingarfulltrúa, sem jafnframt verði sviðsstjóri, skipulagsfulltrúa og tveimur 50% stöðugildum aðstoðarmanna.
Unnið hefur verið að undirbúningi og samningsdrög útbúin, með aðstoð rekstrarráðgjafa og lögmanns. Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldinn fjarfundur til kynningar á samningsdrögunum fyrir fulltrúum þessara sveitarfélaga.
Stefnt er að því að auglýsa starf sviðsstjóra/byggingarfulltrúa í byrjun marsmánaðar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og að störfin verði auglýst.
Bæjarstjóri sagði samstarfi sínu, oddvita Helgafellssveitar, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar vegna ráðningarferlis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um þessi störf.
26 umsóknir bárust um störfin tvö og níu umsækjendur voru teknir í viðtal. Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti niðurstöður hæfnimats.
Bæjarstjóra falið að ljúka frágangi málsins í samræmi við lið nr. 4 á dagskrá þessa fundar, sbr. samstarfssamning sveitarfélaganna.
Lagt til að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að undirbúningi. Skýrsla HLH ehf. verði lögð fyrir bæjarráð/bæjarstjórn þegar hún verður fullbúin.
Samþykkt samhljóða.