Málsnúmer 2202004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Bæjarráð ræddi um fjarskiptasamband innanbæjar. Borið hefur á truflunum að undanförnu og óviðunandi netsambandi í hluta bæjarins. Bæjarstjóri hefur leitað skýringa hjá Símanum. Áður hefur verið rætt um óviðunandi farsímasamband á þjóðvegum.

Málið er til frekari skoðunar og kemur til ályktunar hjá bæjarstjórn að undangenginni frekari upplýsingaöflun.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Á fundinum var farið ábendingar fjölda íbúa varðandi lélegt síma- og netsamband í Grundarfirði.

Allir tóku til máls.

Bærinn hefur verið í samskiptum við Símann vegna þessara vandamála og mun setja sig í samband við Mílu. Bæjarstjóri mun leggja málið fyrir almannavarnanefnd.

Bæjarráð - 584. fundur - 03.03.2022

Bæjarráð tók til áframhaldandi umræðu, fjarskiptamál í Grundarfirði.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn:

- Samanteknar ábendingar íbúa um fjarskiptasamband í Grundarfirði, dags. 4. febrúar 2022
- Minnisblað og fylgiskjal, frá Raftel um ljósleiðaramál í þéttbýli
- Vinnuskjal frá bæjarstjóra, drög að áætlun bæjarstjórnar um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.
Bæjarstjóri sagði frá samskiptum sínum við Símann um fjarskiptasamband í Grundarfirði og við Mílu um áætlanir um uppbyggingu ljósleiðara.

Bæjarráð ræddi framlögð drög að áætlun um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim sem tillögu fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í síðustu viku gæði fjarskipta í Grundarfirði, bæði farsímasamband og ljósleiðaramál.

Fyrir þeim fundi lágu gögn sem bæjarstjórn lét vinna, þar sem lagt er mat á það verkefni að leggja ljósleiðara í öll hús í þéttbýlinu og kostnað við það. Í samantekt sem Raftel ehf. vann er einnig fjallað um möguleika á 5G og því hvernig sú tækni tengist ljósleiðaravæðingu.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

Leitað verði eftir samtali við alla þá þjónustuaðila sem skilgreint hafa landsvæði í Grundarfjarðarbæ sem sitt þjónustusvæði. Leitað verði eftir skýringum og viðbrögðum frá þeim um gæði þjónustunnar í Grundarfirði, í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa þar að lútandi - sbr. samantekt bæjarins sem fyrir fundinum liggur.

Ennfremur verði leitað eftir fundi með fulltrúum Mílu, um framtíðarsýn um lagningu ljósleiðara, en fyrirtækið á umtalsvert magn af lögnum sem lagðar hafa verið í þéttbýli Grundarfjarðar.
Míla hefur auglýst væntanlega vinnu á árinu við tengingar ljósleiðara í vestanverðu þéttbýli, þ.e. við utanverða Grundargötu og við Sæból að hluta. Að öðru leyti hefur Míla, í samtölum við Grundarfjarðarbæ á undangengnum árum, ekki gefið upp tímasetta áætlun um tengingar ljósleiðara í einstökum bæjarhlutum (þéttbýli).

Svör og viðbrögð ofangreindra aðila verða metin og ákvörðun tekin í framhaldinu um önnur möguleg skref af hálfu bæjarins, til bættra fjarskipta í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundum með ofangreindum aðilum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:

Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:

Ábendingar íbúa um síma- og netsamband í Grundarfirði 4. feb. 2022.pdf

Í framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.

Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.


Í framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.

Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að fylgja eftir samtölum við fjarskiptafyrirtækin og að kynna þessi samtöl og aðgerðir þeirra frekar fyrir bæjarbúum.

Bæjarstjórn - 269. fundur - 09.02.2023

Til kynningar, samskipti við Mílu og upplýsingar um framkvæmdir á vegum Mílu í Grundarfirði 2023.
Í svari Mílu við fyrirspurn frá bæjarstjóra þann 31. janúar sl. kom fram að ætlunin sé að leggja og tengja ljósleiðara í hluta þéttbýlisins á komandi sumri skv. meðfylgjandi mynd.
Auk þess séu fleiri hús í skoðun vegna vandamála með kopartengingar.

Sjá einnig: https://www.mila.is/framkvaemdir/tilkynningar-um-framkvaemdir

Framkvæmdir muni líklega fara fram frá miðjum júní fram í miðjan júlí.

Í svarinu kemur fram að vonir standi til þess að unnt verði að ljúka lagningu ljósleiðara í Grundarfirði á næsta ári, 2024.

Af hálfu Mílu var tekið vel í ósk bæjarstjóra um fund til yfirferðar á framkvæmdum og er stefnt að honum síðar í febrúar eða í mars.