Málsnúmer 2206012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa á auglýsingartíma breytingartillögunnar.

Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60 ára og eldri vestan við Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7.

Breytingartillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2022 og var haldið opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar, Setbergssóknar, Skógræktarfélags Grundarfjarðarbæjar og Veitna.

Á auglýsingartímanum bárust tvær umsagnir (Veitum og Sóknarnefnd Setbergssóknar) og fjórar athugasemdir frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum (íbúum við Fagurhól 3 og 5, Hellnafelli 8, Fellasneið 14 og Fellasneið 22). Að auki er reiknað með að viðbótarathugasemdir berist frá einum framangreindra aðila, á grunni viðbótargagna sem óskað var eftir og voru send út í dag 30. ágúst.
Skipulags- og umhverfisnefnd mun á næsta fundi sínum fara yfir og afgreiða svör við framkomnum athugasemdum og umsögnum, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 240. fundur - 27.09.2022

Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og eru nú tekin afstaða til þeirra og framlagðri tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um og tekið afstöðu til athugasemda sem bárust á auglýsingartíma skipulagstillögunnar og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar breytingum sem lagðar eru til í tillögu skipulagsfulltrúa að svörum og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin ræddi einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og bendir á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 242. fundur - 15.11.2022

Lagður er fram til kynningar uppfærður deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með minniháttar lagfæringum sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 27. september 2022, staðfest á fundi bæjarstjórnar 20. október 2022, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Uppfærð deiliskipulagstillaga verði auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins sbr. sömu mgr. skipulagslaga og að því búnu send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forsaga:
Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. ágúst sl. voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og tók nefndin afstöðu til þeirra og samþykkti fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar lagfæringum sem lagðar voru til og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum ræddi nefndin einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og benti á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðuna á heimasíðu sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og gera þeim sem gert höfðu athugasemdir við hana viðvart um auglýsinguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að því búnu að senda hið samþykkta deiliskipulag, ásamt samantekt um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir, til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 242. fundur - 15.11.2022

Borist hefur framhaldserindi frá Gunnari Njálssyni varðandi aðkomusvæði skógræktar frá Ölkelduvegi.
Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar að umrætt svæði, þar sem í dag er aðkoma að skógræktarsvæði, er í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skilgreint sem íbúðarsvæði. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var vel auglýst á sínum tíma og eins og lög gera ráð fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að umrætt svæði er á bæjarlandi og utan þess skógræktarsvæðis sem samningur er um (sjá meðfylgjandi uppdrátt sem jafnframt fylgdi svarbréfi nefndarinnar 5. október 2022).

Lóð nr. 45 við Ölkelduveg nær að litlu leyti inn á umrætt svæði, þ.e. aðkomusvæði skógræktar, eins og tilgreint er í erindinu. Svæðið sem lagt er undir Ölkelduveg 39-45 er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi og því er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessum reit.

Vegna andmæla sem fram komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar, hefur viðbótarskilmálum verið bætt við eftir auglýsingu. Viðbótarskilmálar vegna umræddra lóða við Ölkelduveg eru til þess fallnir að tryggja eins og frekast er unnt að lóðarhafar geri ráðstafanir til þess að færa til gróður áður en til framkvæmda kemur, að þeir velji náttúrulegar lausnir á lóðarmörkum, s.s. trjá- og runnagróður, að þeir vandi almennt frágang á lóðarmörkum og að framkvæmdir fari ekki út fyrir lóðarmörk á framkvæmdartíma.

Jafnframt féllst nefndin á að "aðkoma að skógræktarsvæði" verði fært inn á uppdráttinn þrátt fyrir að umrætt svæði sé utan deiliskipulagsmarka.

Uppfærð deiliskipulagstillaga með minniháttar breytingum verður kynnt á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar á næstu dögum og þeim sem gerðu athugasemdir á auglýsingartímanum gert viðvart um það með tölvupósti. Að því búnu verður skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar eins og lög gera ráð fyrir.

Nefndin leggur til að í framhaldi af deilskipulagsvinnunni, verði aðkomusvæðið hannað í samráði við Skógræktarfélagið, íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Lagður er aftur fram til kynningar uppfærð breytingartillaga með minniháttar lagfæringum er varða Fellasneið 5 og 7.

Forsaga:
Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. ágúst sl. voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar.

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. september sl. tók nefndin afstöðu til framkominna athugasemda og fól skipulagsfulltrúa að vinna að minniháttar breytingum til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust. Bæjarstjórn staðfesti á 264. fundi sínum þann 20. október sl. afgreiðslu nefndarinnar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 15. nóvember sl. samþykkti nefndin uppfærða deiliskipulagsbreytingu með minniháttar lagfæringum. Á 265. fundi sínum þann 24. nóvember sl. staðfesti bæjarstjórn tillögu að minniháttar breytingum að undanskilinni einni óbókaðri minniháttar breytingu á lóðum við Fellasneið 5 og 7, en skipulagsfulltrúi gerði bæjarstjórn grein fyrir því atriði á fundi bæjarstjórnar.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni ástæður þess að ein minniháttar breyting sem nefndin hafði lagt til er varðar lóðir nr. 5 og 7 við Fellasneið var felld út á fundi bæjarstjórnar þann 24. nóvember sl. en bæjarstjórn taldi breytinguna ekki þjóna hagsmunum núverandi lóðarhöfum við götuna.

Deiliskipulagsbreytingin, með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartímanum, fer nú til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samtímis verður uppfærð tillaga birt á vefsíðu sveitarfélagsins og þeim sem gert höfðu athugasemdir tilkynnt um það.

Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar tekur skipulagsbreytingin gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tilkynning um gildistökuna verður send til þeirra sem gerðu athugasemdir við tillöguna ásamt upplýsingum um kærufrest, sem er 1 mánuður eftir gildistöku.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 250. fundur - 26.06.2023

Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júní 2023 vegna kæru er barst vegna breytingar á deiliskipulagi Ölkeldudals. Úrskurðarnefnd hafnar kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar frá 24. nóvember 2022 um samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Til umræðu, úthlutun lóða sem unnar voru með breytingu á DSK Ölkeldudals og framkvæmdir þeim samhliða.

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðir til úthlutunar sem unnar voru með breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals. Um er að ræða lóðirnar Hrannarstígur 42-54, sem verði úthlutað í einu lagi.

Grundarfjarðarbær mun annast framkvæmd akfæran göngustíg og hefur fengið tilboð í hönnun hans frá Landslagi ehf.

Einnig samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar nr. 39-45 við Ölkelduveg. Skilmálar deiliskipulags verði vandlega kynntir samhliða auglýsingu lóðanna, m.a. um færslu trjágróðurs, drenun lóða o.fl.

Í samræmi við grein 1.1. í samþykktum um úthlutun lóða í Grundarfirði er bæjarstjóra falið að auglýsa lóðirnar með 3-4ra vikna auglýsingafresti og m.t.t. fundartíma skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 08:30