488. fundur 23. ágúst 2016 kl. 12:00 - 14:23 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
 • Berghildur Pálmadóttir (BP)
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 170

Málsnúmer 1608001FVakta málsnúmer

 • Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eigenda og ábúenda á jörðinni Neðri Kverná þau Ragnar Rúnar Jóhannsson kt. 070554-2919 og Guðfinnu Björgu Jóhannsdóttur kt. 110464-3719 til að breita efri hæð mhl. 02 samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 04.07.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 170 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 í landi Berserkseyrar hefur borist frá Teiknistofunni Eik ehf, sjá nánar í fylgiskjölum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 170 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir lýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna samkvæmt 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Borist hefur fyrirspurn frá Birni Hróarssyni fyrir hönd ferðaskrifstofunar Extrem Iceland ehf hvort leyfi fengist fyrir byggingu hótels á jörðinni Skerðingsstöðum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 170 Skipulags-og umhverfisnefnd hefur farið yfir erindið. Nefndin hefur allaf tekið jákvætt í erindi fyrri eigenda af jörðinni Skerðingsstaða vegna uppbyggingar ferðatengdrar þjónustu á jörðinni. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi áður en að til uppbyggingar kemur. Skipulags-og byggingarfulltrúi svarar öllum frekari fyrirspurnum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
 • Borist hefur erindi til skipulags-og umhverfisnefndar frá umbjóðenda Vélsmiðju Grundarfjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 170 Skipulags-og umhverfisnefnd þakkar erindið og bendir á að byrjað sé á samvinnu með einstaka eigendum fyrirtækja og lóða að sameiginlegu átaki að bættri umgengni og umhirðu á lóðum við iðnaðarsvæðið.
  Skipulags-og Byggingarfulltrúa er falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingarskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana.
 • Fyrirspurn hefur borist til skipulags- og umhverfisnefndar hver réttur íbúa sé gagnvart trjárækt aðliggjandi lóða í gömlum rótgrónum íbúðahverfum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 170 Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við skipulags-og byggingarfulltrúa að afla sér upplýsinga um hvernig staðið er að úrlausn sambærilegra mála í öðrum byggðarlögum.
  Málinu frestað til næsta fundar.

2.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Rekstrarleyfi, Nónsteinn

Málsnúmer 1608016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 10. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki II sem rekið er undir nafninu Nónsteinn að Mýrum, Grundarfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Mýrum verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

4.Rekstrarleyfi, Kverná

Málsnúmer 1608015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 8. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á að Kverná, Grundarfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Kverná verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

5.Rekstrarleyfi, Hellnafell, umsögn

Málsnúmer 1607016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 15. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á sem Hellnafell gisting, að Hellnafelli, Grundarfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Hellnafelli verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

6.Skipulags- og byggingafulltrúi, starf

Málsnúmer 1608017Vakta málsnúmer

Lagðar fram og farið yfir starfsumsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa, sem auglýst var laust til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust um starfið. Umsækjendur eru Karol Zambrowicz, Tryggvi Tryggvason og Þorsteinn Birgisson.

Jafnframt greint frá athugun bæjarstjóra á samstarfi við verkfræðinstofu, sem er í samræmi við ákvörðun síðasta bæjarráðsfundar.

Samþykkt að kalla tiltekna umsækjendur til viðtals áður en endanlega verður gengið frá ráðningu.

7.Framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1604018Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir helstu framkvæmdum sem unnið hefur verið að og hvað framundan er í þeim málum.

Gerð var grein fyrir óskum um smíði á fjárrétt í Kolgrafafirði, sem talið er nauðsynlegt að byggja. Fyrir fundinum lá áætlaður kostnaður við efniskaup fyrir framkvæmdina, sem er um 1 m. kr.

Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmdina í samráði við fulltrúa bænda (Búnaðarfélags Eyrarsveitar).

8.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bréf Grundarfjarðarbæjar til Orkuveitunnar (OR) frá 20. júní sl., þar sem OR er tilkynnt að bæjaryfirvöld telji sig knúin til að leita réttar síns, með aðstoð lögmanns. Málið varðar efndir OR á samningi frá 20. sept. 2005, um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá lögmanni bæjarins, Andra Árnasyni, hjá Juris um stöðu undirbúnings málsins og hvernig lögmenn Juris telja heppilegast að undirbúa málið til þess að knýja fram efndir OR á samningnum.

Bæjarráð samþykkir að fela lögmönnum bæjarins að vinna áfram að undirbúningi málsins í samræmi við umræður á fundinum. Leitast verði við að hraða undirbúningi eins og frekast er kostur.

9.Aðalfundur félags-og skólaþjónustu 2016

Málsnúmer 1608019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn verður í Félagsheimilinu Klifi í dag, 23. ágúst 2016.
Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á fundinn.

10.Bændasamtök Íslands. Samþykkt ályktun, fjallskil

Málsnúmer 1608014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bændasamtaka Íslands frá 9. ágúst sl., þar sem tilkynnt er um ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil.

11.Fundur með Breiðafjarðarnefnd 5. ágúst 2016

Málsnúmer 1608008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar sem haldinn var í Ráðhúsi Grundarfjarðar 5. ágúst sl. með fulltrúum Breiðafjarðarnefndar og Grundarfjarðarbæjar.

12.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Endurnýjað starfsleyfi gámastöðvar Grundarfirði

Málsnúmer 1608004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar nýtt starfsleyfi fyrir gámastöð Grundarfjarðar. Starfsleyfið er gefið út til 12 ára með ákvæðum um endurskoðun á fjögurra ára fresti.

13.Skipulagsstofnun. Tilkynning um tafir á afgreiðslu máls

Málsnúmer 1608003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 22. júlí sl., þar sem tilkynnt er um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar á umsögn um lýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, sem óskað var eftir með bréfi sveitarfélagsins frá 20. júní sl.

14.Dodds ehf. Hjallatún 2

Málsnúmer 1608001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag milli Dodds ehf. og Grundarfjarðarbæjar um frágang lóðamála að Hjallatúni 2, Grundarfirði.

15.Samningur um ljósmyndun

Málsnúmer 1608018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur dags. 18. júlí sl., milli Grundarfjarðarbæjar og Tómasar Freys Kristjánssonar um kaup bæjarins á ljósmyndun og myndum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.


Fundi slitið - kl. 14:23.