Málsnúmer 1701005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Lagðar fram umsóknir til Fjarskiptasjóðs um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Grundarfjarðar. Annars vegar er sótt um styrk til lagningu ljósleiðara vestan þéttbýlis Grundarfjarðar, þar sem unnt er að samnýta skurð með Landsneti, sem spara mundi talsverðan kostnað. Hins vegar er sótt um styrk til lagningu ljósleiðara austan þéttbýlis. Um er að ræða svokallaða A hluta umsókn. Greint verður frá því 17. janúar nk. hverjir hafa sent inn fullnægjandi gögn í A hlutann.
Bæjarstórn fagnar fyrirliggjndi umsóknum og hvetur til áframhaldandi vinnu þ.a. unnt verði að ljóleiðaravæða dreifbýlið sem hraðast.

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Gerð grein fyrir því að umsókn Grundarfjarðar í A-hluta umsóknarferlis um styrk úr Fjarskiptasjóði, vegna ljósleiðaravæðingar, hefur verið tekin gild. Unnið er að frágangi umsóknar í B-hluta umsóknarinnar, en þeim hluta umsóknar á að skila inn eigi síðar en 1. febrúar nk. Annars vegar er sótt um að ljósleiðaravæða útsveitina og hins vegar um að ljóleiðaravæða framsveitina.
Bæjarráð hvetur til þess að lokið verði við gerð B-hluta umsóknar er taki mið af því að unnt verði að ljósleiðaravæða dreifbýlið árið 2017 fáist nægjanlegir styrkir frá Fjarskiptasjóði.

Bæjarstjórn - 202. fundur - 09.02.2017

Grundarfjarðarbær sótti um styrk úr Fjarskiptasjóði til að ljósleiðaravæða dreifbýli sveitarfélagsins. Umsóknir voru opnaðar í Innanríkisráðuneytinu 1. feb. sl.

Grundarfjarðarbær fékk styrk á grundvelli umsókna til að ljósleiðaravæða bæði Útsveit og Framsveit.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að þiggja styrkinn og að hefja undirbúning verksins.

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Lögð fram tilkynning innanríkisráðuneytisins varðandi undirskrift samninga um uppbyggingu á ljósleiðarakerfum. Undirritunin fer fram þriðjudaginn 28. febrúar nk. á skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fulltrúi Grundarfjarðar mun mæta og undirrita samninga um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Grundarfjarðar.

Jafnframt lögð fram gögn og tilboð frá fyrirtækinu Rafafli í fullnaðarhönnun á lagningu ljósleiðarakerfis í dreifbýlið og gerð útboðsgagna. Tilboðið er að fjárhæð 2.175 þús. kr. með virðisaukaskatti.

Bæjarráð samykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við tilboðsgjafa.

Jafnframt lagðar fram kostnaðaráætlanir yfir áætlaðan kostnað við lagningu ljósleiðarakerfisins. Áætlað er að sá kostnaður sé um 42 m.kr. Á grundvelli þessara kostnaðaráætlana þarf bæjarstjórn að ákveða fjárhæð stofngjalda á hverja tengingu í dreifbýli og semja við fjarskiptafyrirtæki um rekstur á kerfinu miðað við ákveðinn kostnað á tengingu.

Bæjarráð vísar nánari umfjöllun um ákvörðun stofngjalda til bæjarstjórnar og leggur til að ritað verði bréf til þeirra sem kost eiga á tengingu í dreifbýli og hugur þeirra kannaður.

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Grundarfjarðar. Styrkurinn er alls að fjárhæð 15.468 þús. kr.

Ennfremur lagður fram samningur um hönnun ljósleiðaranets í Grundarfirði. Samningurinn er gerður milli Grundarfjarðarbæjar og Rafals ehf. Samningsfjárhæðin er 2.175 þús. kr. að meðtöldum 24% virðisaukaskatti. Miðað er við að ljúka fullnaðarhönnun eins fljótt og kostur er og í beinu framhaldi verður verkið boðið út.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samninga.

Heildarkostnaður við ljósleiðaravæðinguna er áætlaður rétt um 42 m.kr. Styrkur frá Fjarskiptasjóði er 15,5 m.kr. eins og fram kemur í samningnum. Miðað er við að mismunurinn, 26,5 m.kr., fjármagnist af samningum við notendur og rekstraraðila.

Bæjarstjórn leggur til að nánari útfærslu á stofngjöldum og samningagerð við fjarskiptafyrirtæki verði vísað til vinnslu í bæjarráði.

Ennfremur telur bæjarstjórn mikilvægt að öllum eigendum fasteigna í dreifbýli Grundarfjarðar verði ritað bréf og kannaður áhugi þeirra fyrir tengingu við ljósleiðarakerfið.

Skipulags- og byggingafulltrúa falin ritun bréfanna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 496. fundur - 23.03.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram dreifibréf, sem sent hefur verið til eigenda fasteigna í dreifbýli Grundarfjarðar og spurst fyrir um áhuga þeirra á því að fá ljósleiðaratengingu. Vonast er til að sem flestir sýni átakinu áhuga.

Gerður hefur verið samningur við fyrirtækið Rafal um fullnaðarhönnun ljósleiðarakerfisins og gerð útboðsgagna. Fyrirtækið leggur til að farið verði í verðkönnun á lagningu ljósleiðara í dreifbýlið á grundvelli tillagna frá Rafal um þá sem taldir eru henta best til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í verðkönnun á grundvelli gagna frá Rafal.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Gerð grein fyrir verðkönnun á lagningu ljósleiðara í Grundarfirði.

Á grundvelli útboðsgagna í lagningu ljósleiðara var gerð verðkönnun hjá tilteknum verktökum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar, en alls fengu 11 aðilar send gögn.

Fimm aðilar skiluðu inn tilboðum og eru þau sem hér segir:

1) Stafnafell ehf....................39.729.859 kr.
2) Þjótandi ehf......................48.004.400 kr.
3) Ingileifur Jónsson ehf............31.209.000 kr.
4) JK & Co...........................28.527.250 kr.
5) BB og synir.......................28.765.475 kr.

Öll tilboðin eru með virðisaukaskatti.

Tilboðin hafa verið yfirfarin af ráðgjafa bæjarins, Rafal ehf., sbr. minnisblaði fyrirtækisins, sem lagt er fram. Í minnisblaðinu er lagt til að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er ráðgjafa bæjarins ásamt skipulags- og byggingafullrúa falið að fara yfir endanlega lagnaleið með samningsaðila.

Samþykkt samhljóða.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 499. fundur - 24.05.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram drög að verksamningi milli Grundarfjarðarbæjar og JK og Co. um plægingu og gröft á rörum fyrir ljósleiðarastrengi, auk niðursetningar tengiskápa og brunna.

Unnið er að því að fara yfir endanlegar lagnaleiðir í samvinnu við Vegagerðina og Rarik.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lagður fram endanlegur samningur um lagningu ljósleiðara um dreifbýli Grundarfjarðar. Jafnframt farið yfir fjárhæðir stofngjalda á hvern tengistað. Ennfremur gerð grein fyrir viðræðum sem farið hafa fram við fjarskiptafyrirtæki um aðkomu þess að verkinu og Rarik um lagningu rafstrengs í Framsveit.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Lagt fram yfirlit yfir aðila sem óskað hafa eftir ljósleiðaratengingu í dreifbýli Grundarfjarðar og gerð grein fyrir samningum sem unnið er að við landeigendur. Fyrir fundinum lágu jafnframt teikningar af lagnaleiðum. Verktaki sem samið var við um lagninguna hefur hafið verkið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara nákvæmlega yfir áætlaðan kostnað verksins og kanna hvort fleiri aðilar vilji fá tengingu. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði stofngjöld ákveðin á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 503. fundur - 07.09.2017

Lagður fram tölvupóstur frá endurskoðendum bæjarins varðandi bókhaldslegt fyrirkomulag vegna kostnaðar við lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.

Bæjarráð leggur til að farið verði að hugmyndum endurskoðenda og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 207. fundur - 13.09.2017

Lagður fram tölvupóstur frá Rarik varðandi endurnýjun á rafmagnslínum með þriggja fasa jarðstreng ásamt endurnýjun spennistöðva í Framsveit. Í tölvupóstinum spyrst Rarik fyrir um mögulega frestun á lagningu ljósleiðara, svo unnt verði leggja rafstreng samhliða ljósleiðara næsta vor.

Bæjarstjórn telur ekki unnt að bíða með lagningu ljósleiðara, en óskar eftir því að Rarik flýti lagningu þriggja fasa rafmagns í Framsveit.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Farið yfir stöðu mála við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu og hugmyndir um fyrirkomulag fjármála.

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lagðar fram hugmyndir um verðkönnun fyrir blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.
Lagt er til að kallað verði eftir tilboðum hjá fjórum tilteknum verktökum á þessu sviði. Verktakarnir eru: Leiðarinn ehf. Hveragerði, Rafal ehf. Hafnarfirði, Telnet ehf Akranesi og
TRS ehf. Selfossi.
Bæjarstjóra og byggingafulltrúa falið að kalla eftir tilboðum frá viðkomandi aðilum til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Æskilegt er að verkið geti hafist í desember nk. og eigi síðar en í janúar 2018.

Jafnframt er samþykkt að senda út reikning til þeirra aðila sem ætla að taka inn tengingu. Stofngjald skal vera 250.000 kr. á hverja heimtaug með vsk.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.