Málsnúmer 1710010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lagt fram bréf bæjarstjóra til forstöðumanna, vegna gerðar fjárhagsáætlunar. Ræddar verðlagsforsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2018. Yfirlit úr þjóðhagsspá lagt fram sem sýnir áætlaðar verðlagsbreytingar milli ára. Áætlað er að vísitala neysluverðs breytist um 2,7% frá fyrra ári og launavísitala um 6,5%.

Ráðgerðir eru tveir vinnufundir með bæjarráði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 505. fundur - 12.10.2017

Undir þessum lið sátu forstöðumenn stofnana hver í sínu lagi, Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra, Anna Rafnsdóttir, skólastjóri leikskólans, Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður bókasafns, Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.

Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2018 með hverjum forstöðumanni.

Fyrirliggjandi tillögum vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 506. fundur - 26.10.2017

Undir þessum lið sátu Valgeir Magnússon og Hafsteinn Garðarsson, hvor í sínu lagi, og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun sinna deilda. Að því loknu yfirgáfu þeir fundinn.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jafnframt lögð fram drög að þriggja ára áætlun áranna 2019-2021.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2018 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2019-2021, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokka- og deildayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar ársins 2018.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun áranna 2019-2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt greinargerð, samanburði milli fjárhagáætlunar 2017 og 2018 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2018 eru heildartekjur áætlaðar 1.034 m.kr. Áætlaður launakostnaður er 535,6 m.kr., önnur rekstrargjöld 347,1 m.kr. og afskriftir 52,9 m.kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 98,8 m.kr. Gert er ráð fyrir 70,3 m.kr. fjármagnsgjöldum. Áætlunin gerir ráð fyrir 28,5 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar sést, þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum, að veltufé frá rekstri er 118,0 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2018. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 116,9 m.kr., afborganir lána 106,9 m.kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 45,7 m.kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 64,8 m.kr. Handbært fé í árslok ársins 2018 er því áætlað 19,1 m.kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2018 fram eins og ráðgert er.

Tafla.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Breytingar eru vegna aukins framlags til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, breytinga á starfsmannahaldi, aukningar lífeyrisskuldbindingar, kaups og sölu eigna, og aukinnar lántöku, m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

Lagður fram og kynntur viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Breytingar á rekstri eru vegna aukins framlags til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, breytinga á starfsmannahaldi, aukningar lífeyrisskuldbindinga, kaups og sölu eigna, aukinnar lántöku, m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga og jafnframt aukins framlags frá Jöfnunarsjóði.

Útgjaldaauki í rekstri er 33,6 millj. kr. Hækkun tekna er um 36,0 millj. kr. Nettó hækkun á rekstrarniðurstöðu er um 2,4 millj. kr. Aukin fjárfesting er 9,3 millj. kr., aukin lántaka er 251 millj. kr., sem er annars vegar vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð og hins vegar vegna framkvæmda.

Allir tóku til máls.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða.

Bæjarstjórn - 223. fundur - 13.12.2018

Allir tóku til máls.

Lagður fram og kynntur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 vegna breytinga á fjárfestingum B-hluta um 12,3 millj. kr. vegna kaupa á húseigninni Grundargötu 31.
Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2018. Viðaukinn felur í sér 275 þúsund króna aukningu í rekstri.

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða.