1. fundur 05. júlí 2022 kl. 18:00 - 21:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Á fundi bæjarstjórnar 9. júní sl. kaus bæjarstjórn formann og varaformann.
Samkvæmt samþykktum bæjarins er bæjarstjóri formaður og varaformaður var kjörinn Arnar Kristjánsson.

Fundargerðir hafnarstjórnar eru ekki með framhaldandi númeraröð, og því eru fundir/fundargerðir númeraðar eftir röð innan hvers kjörtímabils. Þessi er því númer 1 kjörtímabilið 2022-2026.

Formaður og hafnarstjóri buðu nýja nefndarmenn velkomna á sinn fyrsta hafnarstjórnarfund.

Gengið var til dagskrár.

1.Hafnarreglugerð fyrir Grundarfjarðarhöfn

Málsnúmer 2207003Vakta málsnúmer

Hafnarreglugerð lögð fram til kynningar.
Reglugerðin er sett skv. fyrirmælum í hafnalögum nr. 61/2003.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2207002Vakta málsnúmer

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar lagðar fram til kynningar.

3.Fundartími nefnda

Málsnúmer 2205031Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.

4.Breyting á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar

Málsnúmer 2104003Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi er gestur fundarins undir þessum lið og var í fjarfundi. Var hún boðin velkomin.

Kristín sagði frá vinnu sem í gangi er við endurskoðun deiliskipulags á hafnarsvæði, Framnesi austan Nesvegar. Gera þarf breytingar á gildandi deiliskipulagi og auka við svæðið, m.a. færa Norðurgarð þar undir.

Farið var yfir vinnuna og helstu viðfangsefni hennar, þróun og starfsemi á höfninni. Þann 6. júní sl. var fundur með hagsmunaaðilum á hafnarsvæði og Framnesi, en ennfremur er hafin vinna við gerð deiliskipulags á Framnesi.

Varðandi mörk skipulagssvæðisins þá leggur hafnarstjórn til að þau verði dregin sunnan við hafnarhús og Miðgarð, þannig að deiliskipulagið taki heildstætt á komum skemmtiferðaskipa, umferðarflæði sem þeim fylgir, sem og samspili við umsvif vegna fiskiskipa, bæði við Norðurgarð og Miðgarð.

Nefndin telur mikilvægt að deiliskipulagið taki vel á flæði umferðar á hafnarsvæðinu, þannig að umsvif og þjónusta við fiskiskip og skemmtiferðaskip geti farið saman á farsælan hátt.

Ennfremur telur hafnarstjórn mikilvægt að fylgja áherslum aðalskipulags um að huga vel að nýtingu lóða/lands á hafnarsvæðinu.

Hér vék Kristín af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.

5.Vegagerðin - Samgönguáætlun 2023-2027, Beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Í pósti frá Vegagerðinni kemur fram að frestur hafi verið lengdur til 31. júlí nk. til að skila inn upplýsingum vegna samgönguáætlunar 2023-2027.


Farið yfir framkvæmdir sem höfnin sækir um að komi inn á samgönguáætlun 2023-2027, en Vegagerðin hefur leitað eftir upplýsingum frá höfnum.
Fulltrúar í hafnarstjórn höfðu áður samþykkt fyrirliggjandi drög, rafrænt, og sendi hafnarstjóri það til Vegagerðarinnar.

Staðfest af hafnarstjórn.

6.Grundarfjarðarhöfn - Úttekt á stálþili stórubryggju

Málsnúmer 2206031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Köfunarþjónustunni ehf. vegna skoðunar á stálþili á eldri hluta Norðurgarðs, sem fram fór 20. júní sl.
Lögð hefur verið fram ósk um fjármagn til endurbóta á stálþilinu vegna samgönguáætlunar 2023-2027 (sjá næsta lið á undan).

7.Grundarfjarðarhöfn - Komur skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri sagði frá komum skemmtiferðaskipa í sumar og nk. sumar.

Lagt fram yfirlit hafnarstjóra um fjölda/komur skemmtiferðaskipa og tekjur á liðnum árum.
Rætt var um aðstöðu fyrir gesti skemmtiferðaskipa, en þeim fer verulega fjölgandi. Hafnarstjóri telur þörf á að auka skjól við flotbryggjuna með einum eða öðrum hætti. Einnig var rætt um salernisaðstöðu á svæðinu. Þessi atriði verða rædd nánar í tengslum við deiliskipulagsvinnu þá sem nú er í gangi, sbr. fyrri dagskrárlið.

Einnig lagt fram erindi Áfangastaða- og markaðssviðs SSV en höfnin hyggst fara í vinnu með sviðinu um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum.

Auk þess lögð fram eldri skjöl um sambærilegt verkefni sem sviðið kom að.

8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 444. fundar

Málsnúmer 2207009Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 14. júní sl.

9.Hafnasamband Íslands - Boðun hafnasambandsþings 2022

Málsnúmer 2206033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Hafnasambandsins um boðun hafnasambandsþings 2022, sem haldið verður í Ólafsvík 27. og 28. október nk.
Hafnarstjórn óskar eftir því að kannað verði hvort hægt sé að koma á réttri númeraröðun funda hafnarstjórnar aftur í tímann. Bæjarstjóra falið að skoða málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:25.