AUGLÝSING  UM  SKIPULAG

Þann 23. nóvember sl., samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 36 gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í báðum skipulagsverkefnunum er gert ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi, sem unnin verða samhliða, í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Skipulagsgátt: mál 936 (aðalskipulag) og 937 (deiliskipulag).

Með breytingunni verður skipulagssvæðið stækkað úr 4,1 ha í 10,1 ha. Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að efnistökusvæði (E-3) verði fellt út, opið svæði minnkað og allt svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-3). Deiliskipulagsgerðin felst í heildarendurskoðun svæðisins og fellur eldra skipulag úr gildi við gildistöku þess nýja. Meginmarkmiðið er að ná fram betri landnýtingu og fjölga lóðum á fyrrverandi efnistökusvæði. Áhersla verður lögð á fjölbreytileika í lóðastærðum og byggingarheimildum. Gatnafyrirkomulag breytist og blágrænar ofanvatnslausnir verða innleiddar. Jafnframt er gert ráð fyrir umhverfisbótum og nýjum göngu- og hjólastíg meðfram þjóðveginum.

Iðnaðarsvæði vestan Kvernár - Lýsing fyrir endurskoðun deiliskipulags og breytingu á aðalskipulagi

Grund 2 - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Skipulagsgátt: mál 938 (aðalskipulag) og 939 (deiliskipulag).

Með breytingunni verður afmarkað rúmlega 5,5 ha skipulagssvæði. Landnotkun verður breytt landbúnaði í verslun og þjónustu. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið og verður á svæðinu gert ráð fyrir nýju gistiheimili, tjaldsvæði, leiksvæði og annarri ferðaþjónustu til viðbótar við núverandi aðstöðu.

Grund 2 - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

 

Ofangreindar skipulagslýsingar eru til sýnis á vef sveitarfélagsins (www.grundarfjordur.is), í Ráðhúsinu Borgarbraut 16, Bókasafninu Grundargötu 35 og Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is). Ahugasemdafrestur vegna skipulagslýsinganna er til og með 27. desember 2023. Ábendingum og/eða athugasemdum skal skila í Skipulagsgáttina undir ofangreindum málsnúmerum.

Opið hús vegna ofangreindra skipulagslýsinga verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16 þann 14. desember nk. kl. 16:30-17:30. FRESTAÐ

 Opið hús verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, þann 20. desember 2023 milli kl. 13-14.

Grundarfirði, 29. nóvember 2023.

Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar