Málsnúmer 1806016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Kosið var samhljóða í eftirtaldar nefndir, stjórnir og ráð:

1. Almannavarnanefnd

Samkvæmt samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna á Vesturlandi og lögreglustjórans á Vesturlandi er bæjarstjóri aðalmaður í nefndinni.

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson.

2. Stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá og með næsta aukafundi i byggðasamlaginu.

Aðalmaður: Bæjarstjóri, nú Þorsteinn Steinsson

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

3. Félagsmálanefnd Snæfellinga

Aðalmaður: Berghildur Pálmadóttir

Varamaður: Eygló Bára Jónsdóttir

4. Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Skipuð sameiginlega af sveitarfélögum á Vesturlandi.

5. Breiðafjarðarnefnd

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem liggja að Breiðafirði.

6. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fulltrúi tilnefndur sameiginlega af sveitarfélögum sem aðild eiga að skólanum.

7. Stjórn Jeratúns ehf.

Grundarfjarðarbær tilnefnir eftirtalda sem aðalmann og varamann í stjórn Jeratúns ehf. frá og með næsta hluthafafundi félagsins.

Aðalmaður: Bæjarstjóri

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

8. Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður: Jósef Ó. Kjartansson

Varamaður: Unnur Þóra Sigurðardóttir

9. Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga

Fulltrúar á aðalfund Byggðasamlags Snæfellinga kjörtímabilið 2018-2022 eru allir aðalmenn í bæjarstjórn.

10. Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)

Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.

Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 voru kosin:

Aðalmenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Hinrik Konráðsson
D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir

Varamenn:
D - Rósa Guðmundsdóttir
L - Sævör Þorvarðardóttir
D - Unnur Þóra Sigurðardóttir

11. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Aðalmaður: Bæjarstjóri

Varamaður: Jósef Ó. Kjartansson

Bæjarráð - 518. fundur - 18.09.2018

Kjör fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Breyting frá 218. fundi bæjarstjórnar.
Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.

Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 hafa verið kosin:

Aðalmenn:
Jósef Ó. Kjartansson
Hinrik Konráðsson
Unnur Þóra Sigurðardóttir

Varamenn:
Rósa Guðmundsdóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Heiður Björk Fossberg Óladóttir

Vegna haustfundar er samþykkt að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi í stað Hinriks Konráðssonar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 527. fundur - 02.04.2019

Kjör fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Breyting frá 218. fundi bæjarstjórnar.
Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.
Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 hafa verið kosin:

Aðalmenn:
Jósef Ó. Kjartansson
Hinrik Konráðsson
Unnur Þóra Sigurðardóttir

Varamenn:
Rósa Guðmundsdóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Heiður Björk Fossberg Óladóttir

Vegna vorfundar sem fer fram 3. apríl 2019 er samþykkt að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi í stað Jósefs Kjartanssonar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Kosning tveggja fulltrúa bæjarins í sameiginlega svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og tveggja til vara.

Lagt til að Unnur Þóra Sigurðardóttir og Vignir Smári Maríasson verði aðalfulltrúar og Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson verði varafulltrúar í sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Lögð fram tillaga um að Bjarni Sigurbjörnsson verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í stað Unnar Þóru Sigurðardóttur, en að Unnur Þóra verði varamaður Bjarna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Tilnefning fulltrúa Grundarfjarðarbæjar, aðalmanns og varamanns, í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að Eygló Bára Jónsdóttir verði aðalmaður og Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir varamaður sem fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

HK bar fram breytingatillögu þess efnis að Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir verði aðalmaður og Eygló Bára Jónsdóttir varamaður í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

Forseti bar breytingatillöguna undir atkvæði. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum (JÓK, HBÓ, UÞS, BS) gegn þremur (HK, GS, SG).

Forseti bar upphaflegu tillöguna undir atkvæði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (JÓK, HBÓ, UÞS, BS) gegn tveimur (GS, SG), einn sat hjá (HK).

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020



Kosning eins fulltrúa (aðalmanns) á aðalfund SSV og varamanns í eigendaráð Svæðisgarðsins Snæfellsness, í staðinn fyrir Heiði Björk Fossberg Óladóttur.

Lagt til að Unnur Þóra Sigurðardóttir verði aðalmaður á aðalfund SSV og Bjarni Sigurbjörnsson verði varamaður í stað Unnar, sem verið hefur varamaður þar.

Samþykkt samhljóða.

Ennfremur lagt til að Bjarni Sigurbjörnsson verði varamaður í eigendaráði Svæðisgarðsins Snæfellsness.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Árleg kosning þriggja fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, skv. 10. tl. C-liðar 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson, Hinrik Konráðsson og Unnur Þóra Sigurðardóttir verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og að Rósa Guðmundsdóttir, Sævör Þorvarðardóttir og Bjarni Sigurbjörnsson verði til vara.

Samþykkt samhljóða.