Málsnúmer 1606001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 197. fundur - 09.06.2016

Lagt fram bréf frá Stykkishólmsbæ dags. 30.05.2016, varðandi viðræður um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um er að ræða sveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp og Grundarfjarðarbæ. Með slíkri sameiningu yrði sameiginlegt sveitarfélag með um 2.200 íbúa.

Til máls tóku EG, JÓK, EBB og BP.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur hugmyndir um viðræður þessara sveitarfélaga áhugaverðar og lýsir yfir vilja til viðræðna.

Bæjarstjórn telur þó nauðsynlegt að Snæfellsbæ verði einnig boðið að slíkum viðræðum, þar sem farið yrði yfir kosti og galla þess að sameina öll fimm sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Á grundvelli þessa tekur bæjarstjórn Grundarfjarðar vel í það að kostir og gallar mögulegrar sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi verði skoðaðir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 487. fundur - 14.07.2016

Lagt fram svarbréf Grundarfjarðarbæjar dags. 10. júní sl., til Stykkishólmsbæjar, þar sem tekið er jákvætt í það að hefja viðræður um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin eru Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Grundarfjarðarbær.

Jafnframt lagt fram bréf frá Snæfellsbæ dags. 23. júní sl. með svari vegna fyrirspurnar Grundarfjarðarbæjar um áhuga Snæfellsbæjar á þátttöku í viðræðunum. Í svarinu er því lýst yfir að ekki sé áhugi hjá Snæfellsbæ að vera aðili að slíkum viðræðum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að kalla eftir upphafsfundi vegna hugmynda um sameininngu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi eins og getið hefur verið hér að framan. Jafnframt að kallað verði eftir úttekt á kostum þess og göllum að sveitarfélögin verði sameinuð.

Bæjarstjórn - 198. fundur - 08.09.2016

Lagt fram bréf frá Stykkishólmsbæ, dags. 02.09.2016, þar sem boðað er til sameiningarviðræðna milli Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar og Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku EG, HK, BP, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður þar sem skoðaðir verði kostir og gallar við hugsanlega sameiningu.

Bæjarráð - 493. fundur - 22.12.2016

Lagt fram bréf dags. 21. des. sl. til Atvinnuráðgjafar SSV
þar sem vísað er til fundar fulltrúa bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og hreppsnefndar Helgafellssveitar frá 8. nóv. sl.

Niðurstaða þess fundar var að fela Atvinnuráðgjöf SSV að vinna greinargerð um kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin, gera tillögur að stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags og leita eftir styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til verkefnisins.

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Lagt fram minnisblað Atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dag. 10. janúar sl. Í minnisblaðinu eru raktir ýmsir þættir sem tengjast vinnu við sameiningu sveitarfélaga og byggja á Vegvísi sem Samband sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytið gáfu út 2004 og byggði á danskri fyrirmynd.
Í minnisblaðinu býður Atvinnuráðgjöfin fram krafta sína til þess að vinna greinargerð um kosti og galla hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð leggur til að boðað verði til fundar í samstarfsnefnd sveitarfélaganna um sameiningarmál, þar sem næstu skref verði ákveðin.

Bæjarstjórn - 202. fundur - 09.02.2017

Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir fundi um sameiningarmál sem haldinn var í Borgarnesi 6. febrúar sl. Fundurinn var haldinn með fulltrúum Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólms ásamt fulltrúum SSV. Ennfremur greint frá fundi sem verður haldinn föstudaginn 10. feb. nk. um sömu mál hér í Grundarfirði.

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

Lögð fram fundargerð samstarfshóps um sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Jafnframt gerð grein fyrir umsókn sveitarfélaganna til Jöfnunarsjóðs um styrk til þess að vinna sviðsmyndir af áhrifum hugsanlegrar sameiningar.

Þá var kynnt hugmynd sérfræðinga að sviðsmyndavinnu sem ráðist verður í fáist tilskyldir styrkir frá Jöfnunarsjóði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina og að unnið verði að málum til samræmis við hana.

Bæjarstjórn - 204. fundur - 05.04.2017

Lögð fram umsókn um styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna könnunnar á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Jafnframt lagt fram svarbréf Jöfnunarsjóðsins þar sem tilkynnt er að fengist hafi styrkur til verksins að fjárhæð 11.880 þús kr.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við fagaðila um að vinna sviðsmyndir af áhrifum hugsanlegrar sameiningar á viðkomandi sveitarfélög.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Lagt fram minnisblað vegna fundar samstarfsnefndar um sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar með fulltrúum ráðagjafarsviðs KPMG. Fundurinn var haldinn 19. apríl sl.

Fulltrúar KPMG fóru þar yfir tillögu að verklagi um sameiningu umræddra sveitarfélaga á Snæfellsnesi út frá hugmyndafræði sviðsmyndagreininga þar sem hugsað er til framtíðar. Fram kom í máli þeirra að samtal við hagsmunaaðila væri lykilatriði í sviðmyndagreiningu og því leggja þeir ríka áherslu á virkt samtal við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og kjörinna fulltrúa um ólíkar sviðsmyndir og þróun þeirra.

Nefndarmenn voru sammála um að næstu skref séu þau að KPMG sendi nefndarmönnum samningsdrög ásamt nákvæmri tímaáætlun verkþátta. Mikil áhersla var lögð á að niðurstöður greiningarvinnu KPMG liggi sem fyrst fyrir og að miðað verði við að íbúakosningar verði eigi síðar en í lok nóvember 2017.

Fyrirvarinn á íbúakosningu er sá að niðurstöður greiningarvinnu KPMG sýni fram á hagsbætur af sameiningunni og að sveitarstjórnirnar séu sammála um að efnt verði til íbúakosninga.

Ennfremur lögð fram tillaga KPMG um verklag við sameiningarvinnuna ásamt tíma- og kostaðaráætlun.

Kynnt fyrirspurn frá áhugafólki í Eyja- og Miklaholtshreppi um möguleika þeirra til að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem hafin er við greiningu á möguleikum til sameiningar sveitarfélaganna þriggja eins og greint hefur verið frá hér að ofan.

Bæjarráð felur fulltrúum sínum í sameiningarnefndinni að vinna áfram að málum til samræmis við þær tillögur sem kynntar eru í samantekt KPMG og til samræmis við styrk sem fengist hefur til verksins frá Jöfnunarsjóði.

Eyja- og Miklaholtshreppi hefur frá upphafi staðið til boða að vera með í þessari vinnu. Sú afstaða hefur ekkert breyst, komi fram ósk um slíkt.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 206. fundur - 08.06.2017

Lögð fram drög að samningi við KPMG um ráðgjöf vegna vinnu við sameiningarmál. Sveitarfélögin munu ganga frá undirskrift samnings á næstu dögum. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna ásamt KPMG munu í framhaldi móta næstu skref.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið samhljóða.

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Gerð grein fyrir íbúakönnun sem lögð hefur verið fyrir íbúa sveitarfélaganna Helgafellsveitar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Könnunin verður opin til 6. júlí nk. og eru íbúar sveitarfélaganna hvattir til þess að taka þátt.

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Gerð grein fyrir fundum sem haldnir verða dagana 21.-22. ágúst í Stykkishólmi um sameiningarmál.

Bæjarráð - 503. fundur - 07.09.2017

Í dag 7. september er íbúafundur þar sem sérfræðingar KPMG munu kynna vinnu sína varðandi sviðsmyndagreiningu á helstu kostum og göllum þess ef af sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar yrði. Á fundinum verður kallað eftir hugmyndum íbúa til hugsanlegrar sameiningar.

Jafnframt lagt fram bréf dags. 30. ágúst sl., frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi hugsanleg framlög sem veitt yrðu á grundvelli heimildarákvæða reglna nr. 295/2003 um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Í bréfinu er tilkynnt að ráðherra hefur samþykkt tillögu sérstakrar ráðgjafanefndar þess efnis að verði af sameiningu sveitarfélaganna þriggja getur framlag sem byggir á endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu til sameinaðs sveitarfélags numið allt að 92,5 m.kr.

Bæjarráð leggur til að samninganefnd sveitarfélaganna um sameiningu fái fund með ráðherra sveitarstjórnarmála og ræði um frekari aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaganna, gangi hún eftir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 207. fundur - 13.09.2017

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 30. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að ráðuneytið muni veita allt að 92,5 millj. kr. til endurskipulagningar þjónustu og stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags, ef af sameiningu verður.

Til máls tóku EG, JÓK, RG, HK, BP og ÞS.

Haldnir hafa verið íbúafundir í öllum sveitarfélögunum. Sérfræðingar KPMG hafa fengið það verkefni að halda snertifundi með forsvarsmönnum sveitarfélaganna, þar sem rætt er um kosti og galla hugsanlegrar sameiningar á mismunandi sviðum starfsemi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn leggur til að fulltrúar KPMG vinni og klári lokaskýrslu um sameiningarmál sem fyrst. Í framhaldi af því verði niðurstöður skýrslunnar kynntar fyrir íbúum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Lögð fram skýrsla KPMG um mögulega sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Allir tóku til máls.

Eftir yfirferð skýrslunnar telur bæjarstjórn Grundarfjarðar að ekki sé grundvöllur til sameiningar að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsnefndar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar frá 9. nóv. sl.
Niðurstaða nefndarinnar er sú að ekki verður farið í kosningar um sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu.