Málsnúmer 2205033

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Forseti vísaði í umhverfisverkefni og áherslur síðasta kjörtímabils á umhverfismál og snyrtilegt sveitarfélag. Hann lagði til að áfram yrði unnið eftir þessum áherslum á vettvangi bæjarstjórnar, nefnda og af starfsfólki bæjarins.

Jafnframt lagði hann til að umhverfisrölt verði áfram fastur liður, eins og sl. fjögur ár, og að fulltrúar í nýrri skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst tíma fyrir umhverfisrölt með bæjarbúum, í júní/júlí, sem verði auglýst með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að halda umhverfisrölti áfram, eins og gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Umhverfisröltið hefur þótt góður vettvangur til þess að efla samtal milli bæjarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og íbúa um ýmis mál í nærumhverfinu.

Lagði bæjarstjórn til að skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst dagsetningu og tíma fyrir röltið í júní/júlí þannig að hægt væri að auglýsa það með góðum fyrirvara.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umhverfisrölt um bæinn verði miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. ágúst nk.

Einnig hyggst nefndin fara umhverfisrúnt um dreifbýlið og verður það auglýst nánar síðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Örstutt skýrslugjöf um fyrri hluta umhverfisrölts og rætt um síðari hlutann.
Nefndin þakkar umhverfis- og skipulagssviði og bæjarstjóra fyrir að boða til umhverfisrölts með íbúum Grundarfjarðar og þakkar íbúum fyrir góða mætingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og aðra starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir.

Lagðar fram myndir frá umhverfisrölti 2022 til skoðunar. Umhverfisröltið er allajafna farið í snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.
Ákveðið að umhverfisrölt verður farið 23. og 25. maí nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umhverfisrölt verði farið í þéttbýlinu dagana 14. og 16. maí nk.