Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Margrét Björg Björnsdóttir, atvinnuráðgjafi. Fastir viðtalstíma í Grundarfirði og Stykkishólmi veturinn 2009 - 2010

Viðamikil sjóbjörgunaræfing í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns 4. október 2009: Í gær hófst samæfing björgunarsveita á sjó við Grundarfjörð og í Kolgrafarfirði. Aðstæður til æfinga voru töluvert erfiðar og reyndi mjög á mannskap en það gerði verkefnið enn meira krefjandi. Á æfinguna voru mættir 17 hópar frá björgunarsveitum frá Akranesi, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Árborg, Suðurnesjunum, Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ en æfinginn var skipulögð af björgunarsveitunum á Snæfellsnesi. Hún er liður í landsæfingu Landsbjargar og verður önnur æfing haldin helgina 24. október sem snýr að björgun á landi. Björgunaræfinginn fólst í því að leyst voru 27 verkefni af ýmsum toga. Má þar nefna mann sem slasaðist á skotæfingasvæðinu inni í Kolgrafarfirði en það var mjög krefjandi verkefni þar sem þurfti að fara undir brú á slöngubátnum þar í miklum straumi. Breiðleitaræfing var á Grundarfirði sem unnin var með stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.