Þrettándabrenna Grundarfjarðarbæjar

    Miðvikudaginn 6. janúar kveðja Grundfirðingar jólin með þrettándabrennu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafarfirði. Kveikt verður í brennunni klukkan 18 að viðstöddum álfum og öðrum vættum.   Flugeldasýning verður við brennuna í boði björgunarsveitarinnar Klakks og Hótel Framnes býður upp á heitt kakó í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskólans.   Mætum öll og kveðjum jólin saman!    

Opnunartími Heilsugæslu Grundarfjarðar

 

Bókasafnið yfir hátíðarnar

Bókasafnið í Sögumiðstöðinni er opið um hátíðarnar sem hér segir: Þorláksmessa til kl. 21:00 Aðfangadagur  - Lokað Mánudagur 28. - miðvikudagur 31. des. opið kl. 14:00-18:00 Gamlársdagur - Lokað Opnað á nýju ári 4. janúar:         Mánudagar-fimmtudagar kl. 14:00-18:00   Myndasýning í Bæringsstofu - Jólaþorpið í Þórðarbúð - Afþreying Kaffi, te og svalandi vatn með klaka. Hægt er að flétta körfur og búa til músastiga, lita og hekla snjókorn.  

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir hátíðarnar

  Opnunartími bæjarskrifstofu yfir jól og áramót:   24. desember – lokað 25. desember – lokað 28. desember – opið kl 10-14 29. desember – opið kl 10-14 30. desember – opið kl 10-14 31. desember – lokað 1. janúar - lokað    

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt sína árlegu jólatónleika í sal Fjölbrautarskóla Snæfellinga mánudaginn 14. desember síðastliðinn. Þar spiluðu nemendur jólalög fyrir Grundfirðinga á meðan þeir sýndu hvað þeir höfðu lært um veturinn.  

Jólaþorp 7.-10. bekkjar Grunnskólans

Nemendur í 7. - 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar unnu sameiginlega að skemmtilegu þemaverkefni síðustu daga fyrir jólafrí þar sem nemendur sköpuðu stærðarinnar jólaþorp. Segja má að nemendur hafi hugsað fyrir hverju smáatriði. Leir var notaður til að búa til persónur og dýr og pappi, málning og alls kyns smáhlutir notaðir til að byggja upp heimili og fyrirtæki og nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélög vilja í sinni heimabyggð. Sköpuðu nemendur til að mynda sundlaug með heitum pottum, sérstaka sælgætisverslun, hesthús, dvalarheimili, skóla, bakarí, kirkju, bæjarráðshús, eyju með skautasvelli og fleiri einingar. Þá voru tendruð ljós um allt þorpið, götuljós og jólaljós í húsum. Verkefnið tókst vel til í alla staði og voru nemendur ánægðir með vinnu sína og sköpun. Með þessu verkefni tókst að samþætta námsþætti, sköpunargleði og samvinnu.    

Boðskort á útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga 18. desember

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 18. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Aðventukvöld í Grundarfjarðarkirkju 13. desember

     

Endurauglýsing um breytingu á deiliskipulagi Framness

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  5. nóvember 2015 að endurauglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu.  

Jólamarkaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar

Jólamarkaður Lions verður í Sögumiðstöðinni dagana 10 – 12. desember.   Fimmtudaginn 10.  og föstudaginn 11.  verður opið frá 16.00 til klukkan 19.00  Laugardaginn 12 desember verður opið frá kl. 14.00 til klukkan 16.00.     Meðal þess sem verður á boðstólum á jólamarkaði Lions má nefna lifandi jólatré og greinar, leiðisskreytingar, fiskmeti af ýmsu tagi ásamt ýmsu öðru góðgæti. Þá verður til sölu rjúkandi heitt súkkulaði og rjómavöfflur.  Jólasveinninn verður einnig á kreiki þessa daga.  Allur ágóði af sölunni rennur í líknar- og menningarsjóð Lionsklúbbs Grundarfjarðar.   Lionsklúbbur Grundarfjarðar.