Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 57,5 ferm.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Sjá nánar reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara. Sótt er um með því að fylla út umsóknarform hér fyrir neðan.   Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað    

Munum eftir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2017

     Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í áttunda sinn, árið 2017. Þema keppninnar í ár er veður. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2017 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   

Framkvæmdir í fullum gangi í Grundarfirði

     Malbikunarframkvæmdir hófust í Grundarfjarðarbæ í gær en þá var Sæbólið malbikað og er nú orðið eins og fínasta breiðgata. Í dag eru starfsmenn Kraftfags mættir við sundlaugina með vinnuvélarnar til að malbika planið fyrir framan og niður fyrir húsið, að Líkamsræktinni og Tónlistarskólanum. Að framkvæmdum loknum við sundlaug og íþróttahús verður gatan við verbúðir Soffaníasar Cecilssonar malbikuð.

Söfnuðu 4.110 krónum upp í vatnsrennibraut

    Þessi flottu systkin, Aron Leví og Klara Dögg Tryggvabörn, héldu tombólu til að safna fyrir vatnsrennibraut í Sundlaug Grundarfjarðar. Alls söfnuðu þau 4.110 krónum og stendur nú sjóðurinn í 130.000 krónum. Klara Dögg og Aron Leví fóru í gegnum dótið sitt og völdu úr því það sem fara mátti á tombóluna. Þeim fannst það ekkert svo erfitt. Það hafi hins vegar tekið dálítið á að standa svona lengi fyrir utan Samkaup til að selja dótið. Flottur árangur hjá þessum ungu dugnaðarforkum og þakkar Grundarfjarðarbær þeim fyrir styrkinn.    

Malbikunarframkvæmdir í Sæbóli

Íbúar Sæbóls eru beðnir um að færa bíla sína fyrir götusópun á sunnudagskvöld og malbikun á mánudagsmorgun.  

Líf og fjör í Grundarfirði

    Það var mikið um að vera í Grundarfirði í gær, 27. júlí, þegar þrjú skemmtiferðaskip voru í höfninni og bæjarhátíðin Á góðri stund í startholunum. Fjöldi farþega og áhafnameðlima skipanna voru hátt í fimmþúsund manns og auk þess hefur töluvert fjölgað á tjaldsvæðum bæjarins í tilefni af hátíðinni.    

Laust starf á Leikskólanum Sólvöllum

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða starfsmann til að annast ræstingar leikskólans og jafnframt afleysingu á deildum skólans. Vinnutími er kl. 9:00-17:00. Leitað er að starfsmanni sem býr yfir skipulagshæfni, snyrtimennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni í mannlegum samskiptum.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.   Ráðið er í starfið frá 8. ágúst 2017.   Umsóknarfrestur er til 4. ágúst nk.   Sótt er um hér!   Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, í síma 861 4443 og Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðar­leikskólastjóri, í síma 840 6111.  

Leikskólinn Sólvellir tekur í notkun nýtt samskiptakerfi

Leikskólinn Sólvellir hefur tekið í notkun nýtt samskiptakerfi sem sniðið er að þörfum og starfsemi leikskóla. Leikskólakerfið Karellen einfaldar starfsfólki leikskóla starfið og eykur möguleika á samskiptum við foreldra. Ennfremur er heimasíða innifalin í Karellen og var hún opnuð í vikunni. Slóðin er enn sem fyrr: solvellir.grundarfjordur.is en heimasíðan er ný. Ennfremur má kynna sér Karellen kerfið á slóðinni, mykarellen.is  

Störf í boði - Oferta pracy

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starsfólki í félagslega heimaþjónustu.   Sjá nánar hér   

Sviðsmyndir árið 2030: Möguleg sameining Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Nýlega var gerð netkönnun meðal íbúa í tengslum við hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Þar var m.a. spurt um afstöðu íbúa til þjónustu sveitarfélaganna í dag og hvaða áhrif möguleg sameining gæti haft á þjónustuna til framtíðar. Þátttaka í netkönnuninni var góð, en alls bárust svör frá 381 þátttakanda. Þessi netkönnun var fyrsti hluti sviðsmyndagreiningar sem fer fram síðla sumars. Megintilgangur þessarar vinnu er að horfa til framtíðar og greina hvernig samfélag og þjónustu íbúarnir vilja búa í til lengri tíma litið. Þannig verða dregnir fram kostir og gallar sameiningar með aðstoð íbúa og fulltrúum sveitarstjórnanna þriggja. Á íbúafundum í byrjun september verða niðurstöður netkönnunarinnar rýndar og sviðsmyndir samfélagsins ársins 2030 fullmótaðar. Markmiðið með sviðsmyndavinnunni er að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna miðað við stöðuna í dag og ekki síður að skoða stöðu þeirra í framtíðinni í takt við auknar kröfur íbúa og stjórnvalda til sveitarfélaga. Í haust verða síðan niðurstöður sviðsmyndavinnunnar, ásamt ýtarlegum greiningum á málaflokkum og fjárhagslegum áhrifum sveitarfélaganna, kynnt íbúum.