Aðventutónleikar kórs Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Kór Fjölbrautaskóla Snæfellinga mun halda aðventutónleika sunnudaginn 4. desember kl. 20:00 í  Grundarfjarðarkirkju.   Efnisskráin verður mjög  fjölbreytt, bæði jólalög og þekkt íslensk sönglög.  Einnig mun Mattías Arnar Þorgrímsson syngja einsöng.  Undirleikari á tónleikunum er Valentina Kay.  Stjórnandi Hólmfríður Friðjónsdóttir.  

Fullveldisdagurinn

Í dag er fáni dreginn að hún á fánastöngum við bæjarskrifstofuna og heilsugæslustöðina. Tilefni þessa fánadags er að fyrir 87 árum, 1. desember 1918, tóku sambandslög Íslands og Danmerkur gildi. Lögin mörkuðu þáttaskil í sjálfstæðisbaráttunni, Ísland varð fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.  

Aðventutónleikar í Stykkishólmskirkju

Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 4. desember 2005 kl. 17.00   Flytjendur eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran Sigurður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson, klarínettur Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson, horn Brjánn Ingason og Björn Árnason, fagott  

Fundur um mótun fjölskyldustefnu

Nefnd um mótun fjölskyldustefnu boðar til opins fundar í samkomuhúsinu miðvikudaginn 30. nóvember n.k. kl. 20.00   Í gangi er vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Fyrsta skrefið í vinnu með íbúum og hagsmunaaðilum er þessi fundur, þar sem leitað verður eftir því sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar. Reynt verður að draga fram áherslur og forgangsraða.   Fundinum stýrir Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá Alta, sem jafnframt er starfsmaður nefndar um mótun fjölskyldustefnu. Fundurinn verður með því sniði að þátttakendur þurfa ekki að taka til máls til að segja skoðun sína, heldur verður hægt að skrifa skilaboð á gula miða sem unnið verður með.   DAGSKRÁ -          Hvað er það sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar? -          Hverjar eiga að vera megináherslur í fjölskyldustefnu? -          Hvernig á að forgangsraða verkefnum?   Nefndin mun svo vinna úr niðurstöðum fundarins, ásamt fleiri gögnum, og skipa vinnuhópa til áframhaldandi starfs um einstök atriði.   Fundurinn er öllum opinn – fjölmennum!   Nefnd um mótun fjölskyldustefnu

Umsóknir um byggðakvóta

Minnt er á að umsóknir um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2005-2006 þurfa að berast skriflega til bæjarskriftofu Grundarfjarðar fyrir kl.15:30 föstudaginn 2. desember. Nánar hér.   Bæjarstjóri

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2005

Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2005 var kjörinn þann 26. nóvember sl. Heiðar Geirmundsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í frjálsum íþróttum.   Íþróttamaður Grundarfjarðar 2005, Heiðar Geirmundsson  

Fjölskyldu-hvað?

Á vegum Grundarfjarðarbæjar er hafin vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Á íbúaþingi í mars sl. var safnað ýmsum gagnlegum upplýsingum sem nefnd um mótun fjölskyldustefnu vinnur úr og nú er komið að því að horfa enn frekar fram á veginn á fundi miðvikudagskvöldið 30. nóv. n.k.    Frá íbúaþingi í mars 2005

Óhöpp í vatnsveitu Grundarfjarðar

Það óhapp átti sér stað í gær fimmtudag að vinnuflokkur RARIK sem vann við plægingu jarðstrengs í jörðu, plægði vatnsveitulögn í sundur. Um var að ræða lögn frá vatnstankinum.

Viðbygging Leikskólans

Vinna við viðbyggingu Leikskólans gengur vel, en í vikunni voru veggjagrindur reistar. Reiknað er með að viðbyggingin verði fokheld um miðjan janúar 2006. Meðfylgjandi mynd var tekin í vikunni þegar búið var að reisa veggina.  

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður í áhaldahúsi Grundarfjarðar 14. desember nk. frá  kl. 13:00-16:00 .