Bókasafn Grundarfjarðar

Safnið er opið kl. 15:00 - 18:00 mánudaga - fimmtudaga.    Á nýju ári, 2009, breytast opnunartímar bókasafnsins í samræmi við aðhaldsaðgerðir bæjarstjórnar. Lokað verður á föstudögum og aðeins opið til kl. 18:00 á fimmtudögum. Við vonum að styttri þjónustutími komi sér ekki illa og hvetjum viðskiptavini til að nota tölvupóst vegna erinda sem þurfa sérstaka skoðun eða þola lítilsháttar bið.  Munið að láta pólska vini og samstarfsmenn vita af millisafnalánum á bókasafninu. Sjá vefsíðu á pólsku.   Meira um Bókasafnið.  

Áramótakveðja

  Grundarfjarðarbær óskar íbúum  Grundarfjarðar, Snæfellingum og samstarfsfólki nær og fjær gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári 

Ýmsar hugleiðingar bæjarstjórans við áramót

Eins og við undanfarin áramót hefur bæjarstjóri sett niður á blað hugrenningar um árið sem er að líða.  Ekki er um annál eða tæmandi upptalningu á atburðum að ræða.  Aðeins sundurlausar hugrenningar um ýmislegt sem fyrir bar á árinu 2008.  Hér er hægt að lesa pistilinn.

Tilkynning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Upphaf skólastarfs á vorönn 2009. Stundatöfluafhending verður 5. janúar kl. 11:00 - 12:30. Dreifinámsnemendur er hvattir til að koma og ná í stundatöflur sínar er annars eru upplýsingarnar sendar í pósti.

Tilkynning

Foreldrafélag grunnskólans vill minna foreldra og aðra forráðamenn á að athuga með búninga fyrir börn sín vegna skrúðgöngu á þrettándanum.

Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar verður lokuð 2. janúar 2009

Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar verður lokuð föstudaginn 2. janúar 2009.  Mánudaginn 5. janúar n.k. verður skrifstofan opin á venjulegum tíma þ.e. frá kl. 09.30 til 15.30.  Ef þörf er fyrir er hægt að ná í bæjarstjóra í síma 864-6573, skipulags- og byggingafulltrúa í síma 690-4343, verkstjóra áhaldahússins í síma 691-4343 og ráðsmann í síma 863-6619.

Nýr leikskólastjóri frá og með 1. janúar 2009

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 22. desember sl. var samþykkt að ráða Matthildi S. Guðmundsdóttur í stöðu leikskólastjóra Leikskólans Sólvalla frá og með 1. janúar 2009.  Matthildur hefur starfað við leikskólann í fjölda ára og er öllum foreldrum og nemendum leikskólans að góðu kunn.  Matthildur hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarleikskólastjóri og hefur gegnt starfi leikskólastjóra á haustönninni 2008.  Matthildur tekur við þessari stöðu af Sigríði Herdísi Pálsdóttur sem hefur verið í launalausu leyfi undanfarna mánuði, en hefur nú sagt stöðu sinni lausri.  Matthildi er óskað til hamingju með nýja starfið.

Sorptunnur

Þeim tilmælum er bent til fólks sem eru með sorptunnur bundnar með spottum eða því um líku að festa tunnur eftir losun. Það eru einungis tunnur með þar til gerðum tunnufestingum sem eru festar aftur.

JÓLABALL - JÓLABALL

Jólaball verður í samkomuhúsinu sunnudaginn 28. desember frá klukkan 15.00 - 17.00. Gleðileg jól. Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar.

Óvissujólabókapakkar undir jólatréð

Nýjar bækur og fróðleikur um jólin Opið til kl. 20:00 á Þorláksmessu.    Þetta er fjórða árið sem boðið er upp á óséðar bækur að láni fyrir jólin. Mörgum þykir gaman að fá óvænt lesefni í tilefni jólanna og hefur þetta verið vel þegið enda oft óvænt lesefni sem slæðist með. Hægt er að hringja og panta og sækja. Sjá forsíðu bókasafnsins.