1. Stjórnarfundur

Fyrsti stjórnarfundur haldinn á Hótel Framnesi föstudaginn 23. júlí 1999 kl 22:25 Mættirvoru allir fundarmenn þau:  Elinbjörg Kristjánsdóttir,   Halldóra Karlsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Sigurður Hallgrímsson, Ólafur Hjálmarsson,  Hildur Mósesdóttir.  

Stofnfundur Hollvinasamtaka Grundarfjarðar

Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Björg gerði grein fyrir því að margir brottfluttir Grundfirðingar hefðu í gegnum tíðina haft samband og verið fullir velvilja gagnvart byggðinni. Þeir hefðu bæði komið með góðar hugmyndir og uppbyggilega gagnrýni. Fram hefði komið hugmynd um að virkja betur þann velvilja með stofnun Hollvinasamtaka Grundarfjarðar. Björg gerði grein fyrir því að jákvæð þróun hefði verið í Grundarfirði nokkuð mörg undanfarin ár. Atvinnulífið hefði verið öflugt í mörg ár, og fjölgun hefði verið stöðug, þannig að það jafnaðist á við fjölgun á Reykjavíkursvæðinu. Það félag sem hér væri verið að ræða um að stofna, er ekki hugsað sem átthagafélag. Á þeim vettvangi er starfandi félag Snæfellinga- og Hnappdæla..