Bókasafn Grundarfjarðar

Sumartími. Ágúst   2. ágúst Lokað 9. ágúst Opið kl. 13-18 16. ágúst Opið kl. 13-18 20. ágúst Vetraropnun hefst  Fyrirspurnir  má senda á bokasafn @ grundarfjordur.is.

Nýtt skip til Grundarfjarðar

Nýlega bættist nýtt skip við flota Grundfirðinga en það er Þórsnes II sem kemur frá Stykkishólmi. Þórsnes II er 233 bt og er smíðað á Akureyri 1975 og yfirbyggt 1988.   Það er Sægarpur sem kaupir skipið og er ætlunin að auka kuðungaveiði fyrirtækisins.      

Að lokinni bæjarhátíð

Bæjarhátíð okkar Grundfirðinga, Á góðri stund, sem haldin var um helgina, tókst einstaklega vel. Áætða hefur verið að um 4.000 hafi verið á hátíðinni. Hátíðarfélagi Grundarfjarðar, öðrum skipuleggjendum, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum öðrum þátttakendum er þakkað fyrir þeirra framlag til að gera hátíðina eins glæsilega og raunin varð.   Bæjarstjóri  

Tilmæli til hundaeigenda

Hundaeigendur eru vinsamlegast beðnir að virða það að bannað er að vera með hunda á almennum samkomuim í Grundarfirði, svo sem á bæjarhátíðinni um helgina.   Þess fyrir utan eiga allir hundar að sjálfsögðu að vera í taumi hvort sem um er að ræða á opnum svæðum, reiðstígum eða göngustígum. Sjá nánar 15. gr. samþykktar um hundahald.   Samþykkt um hundahald

Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Gengið hefur verið frá ráðningu Aðalsteins Jósepssonar í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og mun hann hefja störf innan tíðar.   Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér yfirumsjón með öllum íþróttamannvirkjum bæjarins. Hingað til hefur umsjón með íþróttavöllum verið á hendi fleiri aðila sem hefur ekki reynst gott fyrirkomulag. Nú mun öll yfirumsjón með íþróttahúsi, sundlaug og íþróttavöllum vera hjá Aðalsteini.   Aðalsteinn er með stúdentspróf af íþróttabraut, hefur staðið í rekstri og starfað sem þjálfari.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Bókasafnið  verður opið fimmtudaginn 26. júlí kl. 13-18 eða eitt til sex.   Kaffi á könnunni. Sögustóllinn fyrir þá sem vilja segja börnunum sögur. Vinaleg barnadeild. Verið velkomin  

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum í Áhaldahúsinu. Eigandi er vinsamlegast beðinn að vitja hans þar.  Sími verkstjóra er 691 4343.              

Ný námskeið að hefjast!

Ævintýranámskeið 30.júlí-3.ágúst 8.30-11.30 : árg. 2004-2006. 12.30-15.30 : árg. 2001-2003.    Haustsmiðja 7.-17.ágúst 8.30-11.30 : árg. 2003-2006.   Ævintýranámskeið 7.-17.ágúst 12.30-15.30 : árg. 2001-2006.   Sýning á verkum barna í Listasmiðju verður föstudaginn 27.júlí í Grunnskóla Grundarfjarðar kl.15-18.   Skráning: Ólöf Rut  sími: 847-8750. Einnig má senda tölvupóst á: sumarnamskeid.grf@gmail.com    

Gámastöð og sorphreinsun

Næsta laugardag verður gámastöðin lokuð vegna bæjarhátíðarinnar. Aðra laugardaga er opið kl. 12-14. Gámastöðin verður opin kl. 16-18 alla daga vikunnar fram á föstudag.   Á morgun, þriðjudaginn 24. júlí, verður brúna tunnan tæmd en gráa tunnan verður ekki tæmd fyrr en þriðjudaginn 31. júlí.   Ef íbúar þurfa að losna við óflokkað heimilissorp, sem að jafnaði fer í gráu tunnuna, er hægt að fara með það á gámastöðina á opnunartíma hennar. Lausir ruslapokar við hliðina á tunnum eru ekki fjarlægðir við reglulega sorphreinsun.   Íbúar eru einnig hvattir til að þrífa ruslatunnur ef því sem þörf er á, ekki síst brúnu tunnuna. Ekki má nota annað en maíspoka undir lífrænan úrgang sem fer í brúnu tunnuna.  

Dansnámskeið í Grundarfirði

Vikuna fyrir Góða stund verður haldið Dansnámskeið í Grundarfirði! Viðtökurnar í fyrra voru frábærar svo við höfum ákveðið að endurtaka leikinn! Kennt verður 5 daga vikunnar, 23-27. júlí og afraksturinn sýndur á sviðinu við höfnina á laugardeginum í fjölskyldudagskránni.