Friðarhlaupið 2015

Friðarhlaupið fer fram á Íslandi þessa dagana. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem hefur þann tilgang að efla frið, vináttu og skilning á milli manna og menningarheima. Þetta er í 10 skiptið sem hlaupið fer fram á Íslandi. Björg Hermannsdóttir tók þátt í hlaupinu fyrir hönd bæjarins og hljóp með kyndilinn frá Grund að Sögumiðstöðinni í boðhlaupi með örðum hlaupurúm víðsvegar að úr heiminum. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna hér.    

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 34 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 103 ferm.  

Norrænir menn koma saman og segja sögur

Það hljómar kannski eins og aftan úr fornöld að Norrænir menn og konur komi saman til að segja sögur.  En það er öðru nær, því nú stendur yfir Norrænt sagnaþing í Grundarfirði.  Sagnalist, það að segja sögur, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi, eins og víða í löndunum í kringum okkur.  Sagðar eru sögur í skólum, boðið er upp á sögustundir fyrir ferðamenn og sögur eru einnig notaðar í tengslum við rekstur fyrirtækja og stofnana.  Stöðugt fleiri bætast í hóp sagnaþulanna, fólks sem sækir sér þekkingu og reynslu í því að segja sögur og fæst við það á ýmsum vettvangi. Íslenskir sagnaþulir taka virkan þátt í samstarfi norrænna sagnaþula og á ári hverju er haldið fimm daga norrænt sagnaþing með námskeiðum, sögustundum og samveru.  Sagnaþingið hófst síðastliðinn sunnudag, þann 19. júlí og stendur til 24. júlí.   

Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Sjá nánar auglýsingu hér!   

Bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði

Nú styttist óðum í hátíðina, Á góðri stund í Grundarfirði, og því tímabært að kynna dagskrána.   Dagskráin hefur nú verið birt á heimasíðu hátíðarinnar http://agodristund.grundarfjordur.is en vert er að vekja athygli á því að ennþá geta orðið breytingar á dagskráinni og því mikilvægt að fylgjast vel með fram að hátíð.   Stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir hátíðina, en hana má finna hér.   Stjórn Hátíðarfélags Grundarfjarðar og framkvæmdastjóri    

Nýr menningar- og markaðsfulltrúi

Sigríður Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ. Sigríður starfaði sem ráðgjafi hjá KOM almannatengslum ehf. og sá þar m.a. um kynningarmál og viðburðastjórnun. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og hefur jafnframt víðtæka reynslu af blaðamennsku og öðrum ritstörfum. Hún hefur jafnframt starfað að æskulýðsmálum, knattspyrnuþjálfun og löggæslu.   Sigríður er með MS próf í mannauðsstjórnun og BA próf í guðfræði, hvort tveggja frá Háskóla Íslands.   Sigríður mun hefja störf í ágúst.  

Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Aðalfundur sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju-sögumiðstöð verður haldinn mánudaginn 20. júlí 2015, kl. 20:00, í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35, Grundarfirði.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.   Úr stofnskrá Eyrbyggju-sögumiðstöðvar: Starfsmenn stofnunarinnar og fulltrúar stofnaðila eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa stofnaðilar og á hver stofnaðili eitt atkvæði á aðalfundi.   Stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar  

Umsækjendur um starf menningar- og markaðsfulltrúa

Sextán sóttu um starf menningar- og markaðsfulltrúa, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.  

Starf byggingar-og skipulagsfulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til umsóknar.      

Endurauglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 - Lýsing

  Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.   Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.   Fyrirhugðu breyting er á Hafnar- og iðnaðarsvæði við Grundarfjarðarhöfn og á Framnesi. Fyrirhugað er að minnka hafnarsvæði að norðan og breyta í iðnaðarsvæði og athafnarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir að breyta iðnaðarsvæði á Framnesi í athafnarsvæði. Götur á fyllingu við sjó verði einnig lagfærðar til samræmis við staðfest deiliskipulag af svæðinu.