Latibær færði Grundfirðingum hamingjuóskir

Yngri kynslóðin í Grundarfirði tók þátt í Orkuátaki Latabæjar sem stóð yfir í febrúar 2006 og náðu Grundfirðingar flestum stigum þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt. Alls fengu Grundfirðingar 123.142 stig. Latibær færði Grundfirðingum sérstakar hamingjuóskir í auglýsingu í Mbl. í dag, 1. mars. Íþróttaálfurinn og Solla stirða hafa svo sannarlega mikil áhrif á börnin og eru góðar fyrirmyndir. Solla stirða var vinsæl á Öskudegi í Leikskólanum Sólvöllum.   Elísabet Páley, Björg, Sunna, Karen Lind, Alma Jenný og Viktoría Ása voru allar Solla stirða í tilefni Öskudagsins  

Framkvæmd við landfyllingu Stóru-bryggju hafin

Perlan að dæla efni í höfninaD/S Perla frá Björgun ehf. kom til Grundarfjarðar í morgun. Perla er aðallega notuð til dýpkana, landfyllingar og annarra skyldra verkefna. Skipið ber 300 m³ af efni og getur dælt efni upp af 20 m dýpi. Skipið er 50 m að lengd og verður hér í um það bil hálfan mánuð við vinnu við undirlag vegna landfyllingar við Stóru-bryggju. Um 10 þúsund m³ af efni af hafsbotni fara í verkið. Eftir að Perlan hefur lokið við verkið tekur Berglín ehf. í Stykkishólmi við og lýkur við landfyllinguna. Verklok eru 1. júní nk.

Mannfjöldi eftir fæðingar- og ríkisfangslandi 31. desember 2005

Hagstofa Íslands birtir árlega tölur um íbúa eftir fæðingarlandi og ríkisfangi. Hafa ber í huga að þessar tölur gefa ekki raunsanna mynd af fjölda innflytjenda hér á landi. Allmargir innflytjendur fá með tíð og tíma íslenskt ríkisfang og meðal þeirra einstaklinga sem fæddir eru í útlöndum er talsverður fjöldi barna íslenskra foreldra sem bjuggu tímabundið erlendis.  Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

Vinnuhópar skila af sér

Undanfarinn mánuð hafa fimm vinnuhópar starfað og undirbúið tillögur til stýrihóps fjölskyldustefnu. Á fundi í samkomuhúsinu 23. febrúar sl. með stýrihópi, bæjarstjórn, nefndum og fleirum, skiluðu hóparnir vinnu sinni og gerðu hópstjórarnir grein fyrir niðurstöðum. Vinna hópanna fer nú til úrvinnslu í stýrihópi, sem mun skila bæjarstjórn vinnu sinni. Áætlað er að vinnu við mótun fjölskyldustefnu ljúki í mars.   Sr. Elínborg Sturludóttir flutti erindi um gildi í samfélaginu.                                              

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn á Hótel Ólafsvík sunnudaginn 5. mars 2006 kl. 16.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf – Útgáfumál – Green Globe 21 – Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarmenn og aðrir sem vilja taka þátt í umræðu um ferðamál á Snæfellsnesi eru hvattir til að mæta.

Vormenn Íslands

Vormenn Íslands héldu tónleika í Grundarfjarðarkirkju í gær, þann 26. feb. Vormenn Íslands eru tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Jónas Þórir píanóleikari.   Efnisskrá þeirra félaga var fjölbreytt; óperuaríur, íslensk og erlend sönglög ásamt söngleikjatónlist. Mjög góð mæting var á tónleikana og var nánast setið á öllum bekkjum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Karlsson.      

Spurning vikunnar - rétt svar

Fjallið Stöð í útsveit er nefnt Brimlárhöfði í Eyrbyggju. Danskir sæfarar áður fyrr kölluðu það Líkkistuna vegna þeirrar lögunar sem það hefur séð utan af sjó. 66 af 130 voru með rétt svar við spurningu vikunnar eða 51%. 

Vormenn Ísland - tónleikar á sunnudag!

Með hækkandi sól blása Vormenn Íslands til tónleikaferðar um landið. Hópinn skipa engir aðrir en tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón ásamt Jónasi Þóri píanóleikara. Þessa söngvara þarf vart að kynna, svo rækilega hafa þeir sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum. Á efnisskrá þeirra félaga eru óperuaríur, sönglög í íslensk sem erlend ásamt söngleikjatónlist. Þó er spurning hvað þeim tekst að halda andliti og alvarleika lengi dagskrár, enda ekki langt í grín og gaman þegar svona söngfuglar koma saman. Óhætt er að lofa afar fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. Sunnudagskvöldið 26. febrúar nk. halda þeir félagar tónleika í Grundarfjarðarkirkju kl. 20.00.   Snæfellingar eru hvattir til að fjölmenna og njóta góðra tóna!  

„Heimabyggðin mín“, þemadagar í Grunnskóla Grundarfjarðar

Dagana 20. - 23. febrúar voru þemadagar í Grunnskóla Grundarfjarðar. Dagarnir báru yfirskriftina „Heimabyggðin mín“ og lauk þeim í gær með sýningu í íþróttahúsinu sem öllum bæjarbúum var boðið á. Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni.  

Þarfagreining vegna nýrrar sundlaugar

Á fundi sínum þann 9. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að fela Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík (VST) að leggja mat á valkosti vegna nýrrar sundlaugar. Var VST falið að vinna greinargerð um ýmsar útfærslur á nýrri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu. Í greinargerðinni verður m.a. skoðað: