Sálfræðiþjónusta FSS fyrir nemendur FSN

Til nemenda FSN og forráðamanna þeirra!   Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga mun í samstarfi við Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði bjóða nemendum skólans, sem þess óska, upp á viðtöl við sálfræðing stofnunarinnar, Emil Einarsson, á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði veturinn 2016.    

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

    Þorsteinn Birgisson hefur verið ráðinn í starf skipulags- og byggingafulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ, en þrír sóttu um starfið. Hann hefur langa reynslu af störfum hjá hinu opinbera og starfaði um árabil sem deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.   Þorsteinn var deildarstjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar 2007-2015 og sá um byggingareftirlit hjá Mosfellsbæ árið 2015. Hann hefur góða reynslu af tilboðsgerð, verkeftirliti og verkstýringum, auk gerðar námsgagna og kennslu á því sviði.   Þorsteinn er með BS gráðu í tæknifræði og sveinspróf í húsasmíði, auk löggildingar í hönnun og byggingastjórnun.   Þorsteinn mun hefja störf í byrjun september nk. Um leið og hann er boðinn velkominn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ er Gunnari S. Ragnarssyni þökkuð góð störf.  

Námskeið í steinhöggi

      Námskeiðið hentar öllum og verður sniðið að þörfum og getu þátttakenda. Líkamlegur styrkur er ekki höfuðatriði á þessu námskeiði heldur forvitni og áhugi. Námskeiðið hefst á Arnarstapa kl.10. laugardaginn 3. september, með stuttum fræðilegum inngangi í Samkomuhúsinu. Þátttakendur finna sér hentugan stein í Stapagili og hefjast handa við steinhöggið með hamri og meitli undir handleiðslu Gerhards König myndhöggvara. Öll verkfæri verða á staðnum. Unnið verður til kl.16 með matar og kaffipásum. Sunnudaginn 4. september verður byrjað kl.10 og endað á fyrirlestri í Samkomuhúsinu kl.14 Aðal viðfangsefnið verður steinhögg en auk þess fá þátttakendur að vinna með rekavið og annan efnivið.   Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðsins Snæfellsness og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands.   Verð: 15.000 kr   Skráning í sími: 433- 6923 eða brynja@simenntun.is

Tilkynning frá RARIK um straumleysi

    Ágætu Raforkunotendur. Rafmagnslaust verður á sunnanverðu Snæfellsnesi aðfararnótt föstudagsins 26. ágúst kl 01:00-06:00 vegna vinnu Landsnets á 66 kV flutningskerfi sínu. Ekki er gert ráð fyrir að það komi til straumleysis á norðanverðu Snæfellsnesi vegna þessa, þar sem varavélar verða keyrðar eftir því sem við verður komið og dreifilínur samtengdar. Notendur á svæðinu geta þó orðið fyrir einhverjum truflunum á raforkuafhendingu.   Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagn fer af og hugið að endurstillingu allra tímastilltra raftækja.   Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 528 9390   RARIK Vesturlandi

230 ár síðan Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi

    Í dag eru 230 ár frá því Danakonungur gaf út tilskipun um að Grundarfirði, ásamt fimm öðrum verslunarstöðum á Íslandi, yrðu veitt kaupstaðarréttindi.   Það var 18. ágúst árið 1786 sem kaupstaðarréttindi voru veitt Ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Reykjavík og Grundarfirði sem var þá gerður að höfuðstað Vesturamtsins.  

Laus störf í íþróttahúsi

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir baðvörðum í Íþróttahús Grundarfjarðar til að sinna baðvörslu og þrifum. Óskað er eftir báðum kynjum.  

Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

  Sjá nánar hér.