Fitnes æfinganámskeið.

Í byrjun ágúst fara ný 4 vikna fitnes - æfinganámskeið af stað fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12 - 18 ára. Tímarnir eru mjög krefjandi og skemmtilegir með fjölbreyttum æfingum úti fyrir og inni. Sem dæmi má nefna fitness tíma, stöðvaþjálfun, sundæfingar, krefjandi leiki, útihlaup og fleira. Tímarnir byrja miðvikudaginn 4. ágúst - Fyrri hópurinn sem er fyrir 16-18 ára á mánud., miðvikud.    og föstudögum frá 7-8 á morgnanna.- Seinni hópurinn sem er fyrir 12-15 á mánud., miðvikud. og    föstudögum frá kl. 15-16.Námskeiðið kostar 8.500,- kr.Frekari upplýsingar og skráning er til 2. ágúst hjá Önnu í síma : 847-3309 Þjálfari er lærður : Fitness þjálfari og fit pilates leiðbeinandi frá Danmörku og Einkaþjálfari frá Worldclass

Að lokinni bæjarhátíð

Nú er bæjarhátíðinni lokið og samdóma álit að mjög vel hafi tekist til í ár. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir eins og venjulega. Enda eru Grundfirðingar með sérstakan samning við þá varðandi þessa helgi.   Grundarfjarðarbær vill færa öllum þeim er komu að hátíðinni bestu þakkir. Íbúar, gestir, fyrirtæki og bæjarstarfsmenn lögðust öll sem einn til að gera hátíðina sem best úr garði.

Sýslumaður Snæfellinga.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður ferð fulltrúa sýslumanns Snæfellinga, til Grundarfjarðar, sem átti að vera 29. júlí 2010 frestað til 30. júlí 2010.

Kæru vinir Sögumiðstöðvar,

Á þessu fallega og veðursæla sumri er það okkur sönn ánægja að skrifa ykkur nokkrar línur. Hér hefur verið góð aðsókn það sem af er og þrátt fyrir fækkun erlendra ferðamanna til landsins virðast jafnvel fleiri koma á Snæfellsnesið en í fyrra og hlutfall Íslendinga er svipað og í fyrra. Helsti munurinn er að æ fleiri vita um Sögumiðstöðina og fleiri koma nú inn á sýningarnar. Samstarfsverkefnið „Saga og Jökull“ um menningartengda ferðaþjónustu fyrir börn, laðar að íslenskar fjölskyldur og leikfangasafnið Þórðarbúð er sérstaklega vinsælt.

Útvarp Grundarfjörður

Úvarp Grundarfjörður er komið í loftið og er á FM 103,5.

Frí frá æfingum

Það verður frí frá æfingum UMFG frá 19. júlí - 3. ágúst nema að þjálfarar taki annað fram.   Stjórn UMFG.  

Umhverfisvottun sveitarfélaga endurnýjuð

                              Eins og mörgum er kunnugt hlutu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, ásamt Snæfellsjökulsþjóðgarði, Green Globe umhverfisvottun samfélaga árið 2008. Var svæðið fyrsta samfélagið í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og það fjórða í heiminum. Vottunarmálum er þannig háttað að fullkomnun er aldrei náð og því skiptir miklu máli að sífellt sé sýnt fram á betri árangur í umhverfismálum á svæðinu.

20 ára afmælismót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness

20 ára afmælisblað Sjósnæ kom út í dag. Mun það liggja frammi í Grundarfirði og í Stykkishólmi auk þess sem allir keppendur fá eintak af blaðinu. Blaðinu er ætlað að gefa örlitla innsýn í lifandi starf félagsins og minnast fyrstu 20 áranna. Því miður eru heimildir takmarkaðar og allar upplýsingar um sögu félagsins eru því vel þegnar. Ritstjóri blaðsins er Guðni Gíslason.  

Til íbúa Grundarfjarðarbæjar

Ef þið sjáið ykkur fært að vökva graseyjur fyrir framan húsin ykkar þá væri það mjög vel þegið þar sem heitt hefur verið í veðri unanfarið og mikill þurkur og ekki hefur gefist tími til að vökva allar eyjurnar. Nú styttist í hátíðarhelgina okkar og gaman væri ef bæjarfélagið liti sem best út. Eins og máltækið segir, margar hendur vinna létt verk.

BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ

  Rekkaskátar í Grundarfirði í samstarfi við Sambíóin sýna íslensku kvikmyndina Boðberi í Sögumiðstöðinni, Grundarfirði. Sýningar: Miðvikudagur …….……14. júlí kl: 20.00 Fimmtudagur ….…….…15. júlí kl: 20.00 Föstudagur ……………..16. júlí kl: 20.00 Miðvikudagur …………. 21. júlí kl: 20.00   Miðaverð er 800 krónur Myndin er ekki leyfð 14 ára og yngri Sjoppa á staðnum! Tryggið ykkur miða í síma 840 8042