Sjómannadagurinn 2015

 

Aðalfundur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól

Aðalfundur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól verður haldinn í matsal heimilisins þriðjudaginn 9. júní 2015 og hefst kl. 19.30.  

Hreinsunardagar í Grundarfirði

 

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 38 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 65 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 88 ferm.  

Hreinsunardagar í Grundarfirði

Tökum höndum saman dagana 28. maí -1. júní nk. og hreinsum og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið. Með samstilltu átaki má lyfta Grettistaki í því að fegra nærumhverfið og eigin lóðir. Mánudaginn 1. júní nk. munu starfsmenn bæjarins fara um og hirða rusl sem komið hefur verið fyrir í pokum við lóðarmörk. Að öðru leyti er bent á opnunartíma gámastöðvarinnar. Sýnum í verki hvað hægt er að gera með samstilltu átaki allra bæjarbúa. Hreinn bær okkur kær!   Gleðilegt sumar!   Grundarfjarðarbær  

Frá Tónlistarskólanum í Grundarfirði

Innritun vegna náms í Tónlistarskólann er hafin. Öll börn í Grunnskólanum hafa fengið eyðiblað með heim, en einnig er hægt að nálgast það á bæjarskrifstofunni eða hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.  Umsóknareyðiblöðum má skila annaðhvort til skólaritara Grunnskólans eða á bæjarskrifstofuna.    Hér má sjá yfirlit yfir framboð kennslugreina. Hér má nálgast umsóknareyðublað.   Vonumst til að sjá sem flesta í haust, Starfsfólk Tónlistarskólans.  

Vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Árlegir vortónleikar tónlistarskólans fóru fram sunnudaginn 17. maí. Nemendur skólans fluttu fjölbreytta tónlist og stóðu sig með stakri prýði. Gestir voru á einu máli um að tónleikarnir hefðu tekist sérlega vel til.  Að loknum tónleikunum var skólaárinu slitið og nemendur útskrifaðir með góðum árangri. Myndir frá tónleikunum má finna hér.  

Vinnuskóli sumarið 2015

Vinnuskóli Grundarfjarðar verður starfræktur sumarið 2015 frá 1. júní  til 3. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk. Vinnutími er 7 klst. á dag, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00, mánudaga-föstudaga. Opnað verður fyrir skráningu síðar í vikunni.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

  Skemmtiferðaskipið Amadea kom til Grundarfjarðar  laugardaginn 16. maí en það er fyrsta skip sumarsins. Amadea var með um 600 farþega innanborðs og telur áhöfnin um 300 manns. Skipið hélt héðan áleiðis til Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Skipið er fyrsta af um 30 skipum sem hafa boðað komu sína til Grundarfjarðar í sumar.    

Sundlaug Grundarfjarðar

Morgunsund hefst föstudaginn 22. maí nk. kl. 07:00-08:00.Opið verður fyrir morgunsund í næstu viku milli kl. 07:00-08:00 en þriðjudag og fimmtudag verður morgunsundið opið til kl. 10:00. Full opnun sundlaugar verður frá laugardeginum 24 maí nk. Opnunartími verður sem hér segir: Virkir dagar kr. 07:00-21:00.Helgar og lögbundnir frídagar kl. 10:00-18:00.